Kvikmyndahátíð á Eyrarbakka í dag: Sýning á Litla Hrauni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. september 2019 12:15 Kvikmyndahátíðin Brim fer fram á Eyrarbakka í dag, 28. september 2019. Heimasíða Brims Kvikmyndahátíðin Brim fer fram á Eyrarbakka í dag þar sem plast og skaðsemi þess verður aðalmálið. Þá verður sýning í fangelsinu á Litla Hrauni og strandhreinsun fer fram samhliða hátíðinni. Það er ekkert bíó á Eyrarbakka og þá hlýtur að vakna sú spurning hvernig hægt er að halda kvikmyndahátíð þar sem ekkert bíóhús er. Guðmundur Ármann Pétursson, íbúi á Eyrarbakka og forsvarsmaður hátíðarinnar, sem heitir Brim veit allt um málið. „Eins og hæfir í sjávarþorpi þá ætlum við að fjalla um plast og afleiðingar þess fyrir náttúruna, manneskjuna og allt umhverfið. Þetta er eiginlega ein mesta umhverfisógnin sem er fyrir framan okkur og það sem við sjálf getum hvað mest og best haft áhrif á og dregið úr. Plastið er eins og það er ógnvekjandi þá getum við hvert og eitt lagt okkar af mörkum strax í dag og dregið úr þessu skelfilega vandamáli, sem er fyrir framan okkur“, segir Guðmundur. Hátíðin fer fram á heimilum fólks á Eyrarbakka, í Húsinu og á Litla Hrauni. Þá hafa nemendur á unglingastigi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri útbúið stuttmyndir og annað miðlunartengt efni, sem varðar plastmengun sjávar. Þær myndir verða sýndar í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka. Í fangelsinu á Litla Hrauni verða kvikmyndasýningar, fangar fengu að bara í bíó þar í morgun og klukkan tvö verður sýning fyrir almenning í fangelsinu. „Já, þar verður Halldór Valur, forstöðumaður fangelsisins líka að fjalla um umhverfismál og fangelsið, sem er mjög áhugavert og eitthvað sem maður hugsar ekki oft og setur í samhengi“, segir Guðmundur. Guðmundur Ármann Pétursson, sem á allan heiðurinn af kvikmyndahátíðinni Brim. Guðmundur var framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi til nokkurra ára áður en hann flutti á Eyrarbakka með fjölskyldu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Samhliða kvikmyndahátíðinni fer fram strandhreinsun í Eyrarbakkafjöru. „Já, við byrjuðum á því klukkan 11:00 í morgun. Þá fór stór hópur út og gekk ströndina til að leita af og týna plast og taka það saman í samstarfi við Björgunarsveitina á Eyrarbakka og Sveitarfélagið Árborg, þannig að það er tekið á öllum þáttum“, segir Guðmundur enn fremur. Tekið skal fram að frítt er inn á alla viðburði hátíðarinnar en allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni. Árborg Bíó og sjónvarp Umhverfismál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Kvikmyndahátíðin Brim fer fram á Eyrarbakka í dag þar sem plast og skaðsemi þess verður aðalmálið. Þá verður sýning í fangelsinu á Litla Hrauni og strandhreinsun fer fram samhliða hátíðinni. Það er ekkert bíó á Eyrarbakka og þá hlýtur að vakna sú spurning hvernig hægt er að halda kvikmyndahátíð þar sem ekkert bíóhús er. Guðmundur Ármann Pétursson, íbúi á Eyrarbakka og forsvarsmaður hátíðarinnar, sem heitir Brim veit allt um málið. „Eins og hæfir í sjávarþorpi þá ætlum við að fjalla um plast og afleiðingar þess fyrir náttúruna, manneskjuna og allt umhverfið. Þetta er eiginlega ein mesta umhverfisógnin sem er fyrir framan okkur og það sem við sjálf getum hvað mest og best haft áhrif á og dregið úr. Plastið er eins og það er ógnvekjandi þá getum við hvert og eitt lagt okkar af mörkum strax í dag og dregið úr þessu skelfilega vandamáli, sem er fyrir framan okkur“, segir Guðmundur. Hátíðin fer fram á heimilum fólks á Eyrarbakka, í Húsinu og á Litla Hrauni. Þá hafa nemendur á unglingastigi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri útbúið stuttmyndir og annað miðlunartengt efni, sem varðar plastmengun sjávar. Þær myndir verða sýndar í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka. Í fangelsinu á Litla Hrauni verða kvikmyndasýningar, fangar fengu að bara í bíó þar í morgun og klukkan tvö verður sýning fyrir almenning í fangelsinu. „Já, þar verður Halldór Valur, forstöðumaður fangelsisins líka að fjalla um umhverfismál og fangelsið, sem er mjög áhugavert og eitthvað sem maður hugsar ekki oft og setur í samhengi“, segir Guðmundur. Guðmundur Ármann Pétursson, sem á allan heiðurinn af kvikmyndahátíðinni Brim. Guðmundur var framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi til nokkurra ára áður en hann flutti á Eyrarbakka með fjölskyldu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Samhliða kvikmyndahátíðinni fer fram strandhreinsun í Eyrarbakkafjöru. „Já, við byrjuðum á því klukkan 11:00 í morgun. Þá fór stór hópur út og gekk ströndina til að leita af og týna plast og taka það saman í samstarfi við Björgunarsveitina á Eyrarbakka og Sveitarfélagið Árborg, þannig að það er tekið á öllum þáttum“, segir Guðmundur enn fremur. Tekið skal fram að frítt er inn á alla viðburði hátíðarinnar en allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni.
Árborg Bíó og sjónvarp Umhverfismál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira