Vanhæfi aðstoðarmanns leiði ekki til vanhæfis ráðherra Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2019 20:00 Nýr aðstoðarmaður dómsmálaráðherra er líklega vanhæfur til að fjalla um mál ríkislögreglustjóra. Þetta segir sérfræðingur í stjórnsýsluögum. Vanhæfi aðstoðarmannsins leiði þó ekki sjálfkrafa til vanhæfis ráðherrans sjálfs. Ákvörðun Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að ráða Hrein Loftsson sem aðstoðarmann hefur vakið athygli fyrir margar sakir. Hreinn gerði athugasemdir við embættisfærslur ríkislögreglustjóra fyrir hönd umbjóðanda síns sem leiddi til þess að dómsmálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að framganga Haraldar Johannessen hefði verið ámælisverð.Hreinn Loftsson, nýráðinn aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.„Samkvæmt stjórnsýslulögum þá hefur hann haft slíka aðkomu að því máli að leiða má líkur að því að hann geti ekki sjálfur haft nokkra aðkomu að úrlausn málsins innan dómsmálaráðuneytisins,“ segir Sindri M. Stephensen, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Í íslenskum stjórnsýslurétti gildi sú regla að ef yfirmaður er vanhæfur eru undirmenn hans líka vanhæfir. Reglunni er hins vegar ekki snúið við. „Ef undirmaður er vanhæfur þá leiðir það ekki til þess að yfirmaðurinn sé vanhæfur. Þannig að miðað við upplýsingarnar sem við höfum, sem er bara það að aðstoðarmaðurinn gæti verið vanhæfur, þá er ekki hægt að fullyrða að dómsmálaráðherra sjálfur sé vanhæfur.“Sindri M. Stephensen, sérfræðingur hjá lagadeild Háskólans í Reykjavík.Sindri bendir á að ráðherra hafi bæði sitt ráðuneyti og annan aðstoðarmann til fulltingis við úrlausn málsins sem varðar stöðu ríkislögreglustjóra. „Ef hins vegar kemur í ljós frekari afstaða ráðherra eða annað í þessum efnum þá getur þetta mál litið öðruvísi út. En miðað við þær forsendur sem liggja fyrir núna þá er ekkert tilefni til þess að efast um hæfni eða vanhæfi dómsmálaráðherra frá mínum bæjardyrum séð,“ segir Sindri.Er forysta Sjálfstæðisflokksins sögð hafa misst þolinmæði fyrir Davíð Oddsyni og ráðning Áslaugar á Hreini Loftssyni sem aðstoðarmann til marks um það.Hreinn Loftsson var eitt sinn aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar þegar Davíð var forsætisráðherra. Hreinn gerðist síðar stjórnarformaður Baugs Group og þá kastaðist í kekki með þeim Davíð. Á þeim tíma sakaði Davíð Hrein um að hafa reynt að bera á sig mútur. Eftir að Davíð hætti sem formaður Sjálfstæðisflokksins hefur hann farið mikinn í gagnrýni á forystu flokksins í skrifum sínum sem ritstjóri blaðsins. Hefur þetta valdið titringi innan forystunnar sem er sögð hafa misst þolinmæði gagnvart Davíð.Ritstjórinn Karl Th. Birgisson segir Áslaugu hafa sýnt það í verki með ráðningu Hreins Loftssonar. Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Nýr aðstoðarmaður dómsmálaráðherra er líklega vanhæfur til að fjalla um mál ríkislögreglustjóra. Þetta segir sérfræðingur í stjórnsýsluögum. Vanhæfi aðstoðarmannsins leiði þó ekki sjálfkrafa til vanhæfis ráðherrans sjálfs. Ákvörðun Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að ráða Hrein Loftsson sem aðstoðarmann hefur vakið athygli fyrir margar sakir. Hreinn gerði athugasemdir við embættisfærslur ríkislögreglustjóra fyrir hönd umbjóðanda síns sem leiddi til þess að dómsmálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að framganga Haraldar Johannessen hefði verið ámælisverð.Hreinn Loftsson, nýráðinn aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.„Samkvæmt stjórnsýslulögum þá hefur hann haft slíka aðkomu að því máli að leiða má líkur að því að hann geti ekki sjálfur haft nokkra aðkomu að úrlausn málsins innan dómsmálaráðuneytisins,“ segir Sindri M. Stephensen, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Í íslenskum stjórnsýslurétti gildi sú regla að ef yfirmaður er vanhæfur eru undirmenn hans líka vanhæfir. Reglunni er hins vegar ekki snúið við. „Ef undirmaður er vanhæfur þá leiðir það ekki til þess að yfirmaðurinn sé vanhæfur. Þannig að miðað við upplýsingarnar sem við höfum, sem er bara það að aðstoðarmaðurinn gæti verið vanhæfur, þá er ekki hægt að fullyrða að dómsmálaráðherra sjálfur sé vanhæfur.“Sindri M. Stephensen, sérfræðingur hjá lagadeild Háskólans í Reykjavík.Sindri bendir á að ráðherra hafi bæði sitt ráðuneyti og annan aðstoðarmann til fulltingis við úrlausn málsins sem varðar stöðu ríkislögreglustjóra. „Ef hins vegar kemur í ljós frekari afstaða ráðherra eða annað í þessum efnum þá getur þetta mál litið öðruvísi út. En miðað við þær forsendur sem liggja fyrir núna þá er ekkert tilefni til þess að efast um hæfni eða vanhæfi dómsmálaráðherra frá mínum bæjardyrum séð,“ segir Sindri.Er forysta Sjálfstæðisflokksins sögð hafa misst þolinmæði fyrir Davíð Oddsyni og ráðning Áslaugar á Hreini Loftssyni sem aðstoðarmann til marks um það.Hreinn Loftsson var eitt sinn aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar þegar Davíð var forsætisráðherra. Hreinn gerðist síðar stjórnarformaður Baugs Group og þá kastaðist í kekki með þeim Davíð. Á þeim tíma sakaði Davíð Hrein um að hafa reynt að bera á sig mútur. Eftir að Davíð hætti sem formaður Sjálfstæðisflokksins hefur hann farið mikinn í gagnrýni á forystu flokksins í skrifum sínum sem ritstjóri blaðsins. Hefur þetta valdið titringi innan forystunnar sem er sögð hafa misst þolinmæði gagnvart Davíð.Ritstjórinn Karl Th. Birgisson segir Áslaugu hafa sýnt það í verki með ráðningu Hreins Loftssonar.
Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira