Ekki annað tækifæri á annarri plánetu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. september 2019 19:31 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Loftslagsmálin voru Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra ofarlega í huga í stefnuræðu sinni sem hún flutti á Alþingi nú í kvöld. Katrín gerði heimsókn varaforseta Bandaríkjanna og vinnumarkaðinn jafnframt að umræðuefni sem og jafnréttismál svo fátt eitt sé nefnt. Hún beindi jafnframt spjótum sínum að popúlískum hreyfingum og orðræðu sem hafi vaxið fiskur um hrygg í Evrópu og víðar að undanförnu. „Loftslagsváin er að skapa neyðarástand nú þegar víða um heim. Hún er okkar stærsta áskorun. Mannkynið ber ábyrgð á ástandinu, mannkyninu stafar ógn af því og nú er stærsta verkefni mannkynsins að draga úr hraða þessarar ógnvænlegu þróunar, lágmarka skaðann og tryggja framtíð okkar og lífríkisins alls á þessari plánetu,“ sagði Katrín. Mannkynið eigi ekki eftir að fá annað tækifæri á annarri plánetu. Hún sé stolt af því að leiða ríkisstjórn sem leggi fram fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlunina til að bregðast við loftslagsvánni. „Við munum nýta efnahagslega hvata til að ná loftslagsmarkmiðum, bæði græna skatta og grænar ívilnanir. Matvælastefna stjórnvalda lítur dagsins ljós í vetur en þar verða loftslagsmarkmiðin höfuðmarkmið ásamt lýðheilsu og sjálfbærni,“ sagði Katrín.Of mörg börn búi við fátækt Katrín minntist lífskjarasamninganna svokölluðu í ræðu sinni og áform ríkisstjórnarinnar sem eiga að miða að því að lækka skattbyrði tekjulægri hópa. „Nýleg skýrsla sýnir að of mörg börn búa við fátækt á Íslandi. Það er því líka sérstakt fagnaðarefni að meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld boða í vetur er fyrra skref í lengingu fæðingarorlofs úr níu mánuðum í tólf,“ sagði Katrín. Hækkun barnabóta og hækkun skerðingarmarka barnabóta spili einnig stóra rullu í því samhengi að mati forsætisráðherra.Viðbúin fjórðu iðnbyltingunni „Það er ánægjulegt að fyrsti fundur nýs þjóðhagsráðs verður haldinn í október þar sem eiga sæti fulltrúar heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga, og Seðlabanka,“ sagði Katrín. Hún hafi væntingar til þess að samtal stjórnvalda og vinnumarkaðar sé komið í skýran farveg sem hafi jákvæð áhrif. Þá hyggist stjórnvöld í vetur leggja fram tillögur að aðgerðum til að mæta fjórðu iðnbyltingunni og þeim áskorunum sem henni fylgi. Þá sé von á tillögum starfshóps í september um hvernig megi fjölga störfum fyrir fólk með skerta starfsgetu. Þá gerði Katrín orkumálin jafnframt að umræðuefni. „Meðferð orkuauðlindarinnar hefur verið mikið rædd á undanförnum vikum og mánuðum. Sú hatramma umræða sýnir hve mikil þörf er á því að Alþingi standi við að gera breytingar á stjórnarskrá, ekki síst með ákvæði um þjóðareign á auðlindum og umhverfissjónarmið við auðlindanýtingu,“ sagði Katrín meðal annars. Loftslagsmál Vinstri græn Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Loftslagsmálin voru Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra ofarlega í huga í stefnuræðu sinni sem hún flutti á Alþingi nú í kvöld. Katrín gerði heimsókn varaforseta Bandaríkjanna og vinnumarkaðinn jafnframt að umræðuefni sem og jafnréttismál svo fátt eitt sé nefnt. Hún beindi jafnframt spjótum sínum að popúlískum hreyfingum og orðræðu sem hafi vaxið fiskur um hrygg í Evrópu og víðar að undanförnu. „Loftslagsváin er að skapa neyðarástand nú þegar víða um heim. Hún er okkar stærsta áskorun. Mannkynið ber ábyrgð á ástandinu, mannkyninu stafar ógn af því og nú er stærsta verkefni mannkynsins að draga úr hraða þessarar ógnvænlegu þróunar, lágmarka skaðann og tryggja framtíð okkar og lífríkisins alls á þessari plánetu,“ sagði Katrín. Mannkynið eigi ekki eftir að fá annað tækifæri á annarri plánetu. Hún sé stolt af því að leiða ríkisstjórn sem leggi fram fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlunina til að bregðast við loftslagsvánni. „Við munum nýta efnahagslega hvata til að ná loftslagsmarkmiðum, bæði græna skatta og grænar ívilnanir. Matvælastefna stjórnvalda lítur dagsins ljós í vetur en þar verða loftslagsmarkmiðin höfuðmarkmið ásamt lýðheilsu og sjálfbærni,“ sagði Katrín.Of mörg börn búi við fátækt Katrín minntist lífskjarasamninganna svokölluðu í ræðu sinni og áform ríkisstjórnarinnar sem eiga að miða að því að lækka skattbyrði tekjulægri hópa. „Nýleg skýrsla sýnir að of mörg börn búa við fátækt á Íslandi. Það er því líka sérstakt fagnaðarefni að meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld boða í vetur er fyrra skref í lengingu fæðingarorlofs úr níu mánuðum í tólf,“ sagði Katrín. Hækkun barnabóta og hækkun skerðingarmarka barnabóta spili einnig stóra rullu í því samhengi að mati forsætisráðherra.Viðbúin fjórðu iðnbyltingunni „Það er ánægjulegt að fyrsti fundur nýs þjóðhagsráðs verður haldinn í október þar sem eiga sæti fulltrúar heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga, og Seðlabanka,“ sagði Katrín. Hún hafi væntingar til þess að samtal stjórnvalda og vinnumarkaðar sé komið í skýran farveg sem hafi jákvæð áhrif. Þá hyggist stjórnvöld í vetur leggja fram tillögur að aðgerðum til að mæta fjórðu iðnbyltingunni og þeim áskorunum sem henni fylgi. Þá sé von á tillögum starfshóps í september um hvernig megi fjölga störfum fyrir fólk með skerta starfsgetu. Þá gerði Katrín orkumálin jafnframt að umræðuefni. „Meðferð orkuauðlindarinnar hefur verið mikið rædd á undanförnum vikum og mánuðum. Sú hatramma umræða sýnir hve mikil þörf er á því að Alþingi standi við að gera breytingar á stjórnarskrá, ekki síst með ákvæði um þjóðareign á auðlindum og umhverfissjónarmið við auðlindanýtingu,“ sagði Katrín meðal annars.
Loftslagsmál Vinstri græn Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira