Ferðabloggararnir sem handteknir voru fyrir drónaflug í Íran nafngreindir Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2019 08:06 Jolie King og Mark Firkin á ferðalagi sínu. Instagram/@thewayoverland Ástralskt par sem handtekið var á ferðalagi Íran í byrjun júlí hefur verið nafngreint. Parið, Jolie King og Mark Firkin, hafa notið töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem þau halda úti ferðabloggi og birta myndir og myndbönd úr ferðalagi sínu. Breskir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að þrír ástralskir ríkisborgarar, þar af tveir sem einnig hafa breskan ríkisborgararétt, væru í haldi í Íran. Nú er komið í ljós að um var að ræða áðurnefnd King og Firkin, sem lögðu af stað í heimsreisu frá áströlsku borginni Perth árið 2017. Þau huguðust ljúka ferðalaginu í London. Tugir þúsunda hafa fylgst með parinu á Instagram og Youtube síðustu mánuði en ekkert hefur heyrst frá parinu á samfélagsmiðlum síðan í lok júní, þegar þau voru stödd í Pakistan.Í frétt breska dagblaðsins Guardian er haft eftir fréttamanni persnesku sjónvarpsstöðvarinnar Manoto TV að parið hafi verið handtekið í grennd við Tehran, höfuðborg Írans, fyrir að fljúga dróna. Áður hafði verið greint frá því að King og Firkin hefðu haft næturstað á yfirráðasvæði íranska hersins við ána Jajrood, nálægt Tehran, og verið handtekin í kjölfarið. Þá er jafnframt haft eftir fréttamanninum að málið sé byggt á misskilningi. Parið hafi ekki verið meðvitað um að drónaflug án tilskilinna leyfa sé bannað í Íran. Þá hafi enn ekki verið réttað yfir parinu og óljóst hvað yfirvöld í Íran hyggist gera í málinu. View this post on InstagramNew episode now live on YouTube! Check it out through the link on our profile! . This was our first camp spot in Kyrgyzstan. Apart from the massive landscape, countless horses, and a few screaming marmots we felt pretty isolated. . The warm hospitality we received in Pakistan continued to deliver though. A local Shepard, (who spoke zero English) rode up on his horse, got off, then offered his horse to go for a ride. Jolie went for a spin then with nothing but a smile and a wave he rode off down the valley with two of his mates who had also arrived. . . . . . . . . . . . #kyrgyzstan #overland #vanlife #roadtrip #expedition #vlog #troopy #4wd #landcruiser #youtube #toyota #troopcarrier #cnntravel #mountain #bbctravel #4x4 #travellingthroughtheworld #projectvanlife #horse #overlandjournal #hdj78r #camperlifestyle #expeditionportal #iamtb #naryn #nature #naturekyrgyzstan #kyrgznature #discoverkyrgyzstan #narynregion A post shared by T.W.O - The Way Overland (@thewayoverland) on Jun 25, 2019 at 8:37pm PDT Parið er í haldi í Evin-fangelsinu í Tehran en fangelsið hefur um árabil verið þekkt fyrir að hýsa pólitíska fanga. Stjórnendur fangelsins hafa ítrekað verið sakaðir um að fremja alvarleg mannréttindabrot í garð fólksins sem þar er í haldi. Þá var einnig greint frá því í vikunni að þriðji Ástralinn sé í haldi í Evin-fangelsinu. Konan, sem sögð er látin sæta einangrunarvist, er háskólakennari og var handtekin í Íran í fyrra. Talið er að hún hafi þegar verið dæmd í tíu ára fangelsi fyrir óþekktar sakir. Áströlsk yfirvöld reyna nú að semja um að fangarnir þrír verði framseldir til Ástralíu. Yfirvöld í Íran hafa ekki tjáð sig um handtökur Ástralana. Ástralía Íran Samfélagsmiðlar Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Sjá meira
Ástralskt par sem handtekið var á ferðalagi Íran í byrjun júlí hefur verið nafngreint. Parið, Jolie King og Mark Firkin, hafa notið töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem þau halda úti ferðabloggi og birta myndir og myndbönd úr ferðalagi sínu. Breskir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að þrír ástralskir ríkisborgarar, þar af tveir sem einnig hafa breskan ríkisborgararétt, væru í haldi í Íran. Nú er komið í ljós að um var að ræða áðurnefnd King og Firkin, sem lögðu af stað í heimsreisu frá áströlsku borginni Perth árið 2017. Þau huguðust ljúka ferðalaginu í London. Tugir þúsunda hafa fylgst með parinu á Instagram og Youtube síðustu mánuði en ekkert hefur heyrst frá parinu á samfélagsmiðlum síðan í lok júní, þegar þau voru stödd í Pakistan.Í frétt breska dagblaðsins Guardian er haft eftir fréttamanni persnesku sjónvarpsstöðvarinnar Manoto TV að parið hafi verið handtekið í grennd við Tehran, höfuðborg Írans, fyrir að fljúga dróna. Áður hafði verið greint frá því að King og Firkin hefðu haft næturstað á yfirráðasvæði íranska hersins við ána Jajrood, nálægt Tehran, og verið handtekin í kjölfarið. Þá er jafnframt haft eftir fréttamanninum að málið sé byggt á misskilningi. Parið hafi ekki verið meðvitað um að drónaflug án tilskilinna leyfa sé bannað í Íran. Þá hafi enn ekki verið réttað yfir parinu og óljóst hvað yfirvöld í Íran hyggist gera í málinu. View this post on InstagramNew episode now live on YouTube! Check it out through the link on our profile! . This was our first camp spot in Kyrgyzstan. Apart from the massive landscape, countless horses, and a few screaming marmots we felt pretty isolated. . The warm hospitality we received in Pakistan continued to deliver though. A local Shepard, (who spoke zero English) rode up on his horse, got off, then offered his horse to go for a ride. Jolie went for a spin then with nothing but a smile and a wave he rode off down the valley with two of his mates who had also arrived. . . . . . . . . . . . #kyrgyzstan #overland #vanlife #roadtrip #expedition #vlog #troopy #4wd #landcruiser #youtube #toyota #troopcarrier #cnntravel #mountain #bbctravel #4x4 #travellingthroughtheworld #projectvanlife #horse #overlandjournal #hdj78r #camperlifestyle #expeditionportal #iamtb #naryn #nature #naturekyrgyzstan #kyrgznature #discoverkyrgyzstan #narynregion A post shared by T.W.O - The Way Overland (@thewayoverland) on Jun 25, 2019 at 8:37pm PDT Parið er í haldi í Evin-fangelsinu í Tehran en fangelsið hefur um árabil verið þekkt fyrir að hýsa pólitíska fanga. Stjórnendur fangelsins hafa ítrekað verið sakaðir um að fremja alvarleg mannréttindabrot í garð fólksins sem þar er í haldi. Þá var einnig greint frá því í vikunni að þriðji Ástralinn sé í haldi í Evin-fangelsinu. Konan, sem sögð er látin sæta einangrunarvist, er háskólakennari og var handtekin í Íran í fyrra. Talið er að hún hafi þegar verið dæmd í tíu ára fangelsi fyrir óþekktar sakir. Áströlsk yfirvöld reyna nú að semja um að fangarnir þrír verði framseldir til Ástralíu. Yfirvöld í Íran hafa ekki tjáð sig um handtökur Ástralana.
Ástralía Íran Samfélagsmiðlar Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Sjá meira