Á mánudaginn kom svo í ljós að þarna var Símon Sigvaldason, dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur á ferðinni, sem stundum er kallaður Símon „grimmi“.
Svo virðist sem að Símon hafi ekki staðið undir nafni við ryksuguflutningana en á hann var að koma samstarfsfélögum sínum á óvart með því að gera upp kaffistofu Héraðsdóms Reykjavíkur. Eiríkur hefur eftir samstarfskonu Símonar að hann hafi varið allri helginni í að gera kaffistofuna upp og hafi meðal annars pússað og bæsað veisluborð kaffistofunnar.
Hér að neðan má sjá innslag Ísland í dag frá 2015 þar sem rætt var við Símon.