Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrar og fyrrum forsetaframbjóðandi á mælendaskrá Arctic Circle Andri Eysteinsson skrifar 12. september 2019 21:00 Um 2000 manns frá 50 til 60 löndum hafa sótt Arctic Circle undanfarin ár. Þingið fer árlega fram í Hörpu. Arctic Circle Alþjóðaþing Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle fer fram á Íslandi dagana 10. til 13. október næstkomandi. Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. Þingið sækja um 2000 þátttakendur frá rúmlega 50 löndum. Meðal þeirra eru ráðherrar, vísindamenn, sérfræðingar, forystumenn í atvinnulífi, háttsettir embættismenn, leiðtogar frumbyggja og umhverfissamtaka. Á meðal þeirra sem finna má á mælendaskrá ráðstefnunnar í ár eru stjórnarformaður Arctic Circle, Ólafur Ragnar Grímsson, forsætisráðherrar Íslands, Finnlands og Grænlands, Katrín Jakobsdóttir, Antti Rinne og Kim Kielsen. Þá mun orkumálaráðherra Bandaríkjanna, Rick Perry, sem áður var ríkisstjóri Texas halda tölu í Hörpu. Á meðal annarra Bandaríkjamanna sem halda tölu eru fyrrverandi utanríkisráðherrann John Kerry og sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Jeffrey Ross Gunter. Fyrrverandi umhverfisráðherra Frakklands, Segoléne Royal heldur tölu og það mun sjálf krónprinsessa Svíþjóðar, Viktoría einnig gera, fimmtudaginn 10. október næstkomandi í Silfurbergi í Hörpu. Þá mun fjöldi íslenskra sem erlendra þingmanna taka þátt í ráðstefnunni. Athygli vekur að ákall Ólafs Ragnars til tortímandans, ríkisstjórans fyrrverandi, Arnolds Schwarzenegger virðist ekki hafa haft erindi sem erfiði. En Arnold er hvergi að finna á mælendaskrá. Sjá má drög að dagskrá alþjóðaþings Hringborðs norðurslóða hér. Bandaríkin Norðurslóðir Reykjavík Svíþjóð Umhverfismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Alþjóðaþing Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle fer fram á Íslandi dagana 10. til 13. október næstkomandi. Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. Þingið sækja um 2000 þátttakendur frá rúmlega 50 löndum. Meðal þeirra eru ráðherrar, vísindamenn, sérfræðingar, forystumenn í atvinnulífi, háttsettir embættismenn, leiðtogar frumbyggja og umhverfissamtaka. Á meðal þeirra sem finna má á mælendaskrá ráðstefnunnar í ár eru stjórnarformaður Arctic Circle, Ólafur Ragnar Grímsson, forsætisráðherrar Íslands, Finnlands og Grænlands, Katrín Jakobsdóttir, Antti Rinne og Kim Kielsen. Þá mun orkumálaráðherra Bandaríkjanna, Rick Perry, sem áður var ríkisstjóri Texas halda tölu í Hörpu. Á meðal annarra Bandaríkjamanna sem halda tölu eru fyrrverandi utanríkisráðherrann John Kerry og sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Jeffrey Ross Gunter. Fyrrverandi umhverfisráðherra Frakklands, Segoléne Royal heldur tölu og það mun sjálf krónprinsessa Svíþjóðar, Viktoría einnig gera, fimmtudaginn 10. október næstkomandi í Silfurbergi í Hörpu. Þá mun fjöldi íslenskra sem erlendra þingmanna taka þátt í ráðstefnunni. Athygli vekur að ákall Ólafs Ragnars til tortímandans, ríkisstjórans fyrrverandi, Arnolds Schwarzenegger virðist ekki hafa haft erindi sem erfiði. En Arnold er hvergi að finna á mælendaskrá. Sjá má drög að dagskrá alþjóðaþings Hringborðs norðurslóða hér.
Bandaríkin Norðurslóðir Reykjavík Svíþjóð Umhverfismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira