Sneypuför Bandaríkjamanna til Kína Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. september 2019 08:00 Bandaríkjamennirnir ganga hér niðurlútir af velli eftir tapið gegn Frakklandi í vikunni. Nordicphotos/GEtty Stjörnum prýtt C-lið bandaríska landsliðsins í körfubolta fer heim með skottið á milli lappanna frá HM í körfubolta sem klárast um helgina. Bandaríska liðið á einn leik eftir gegn Póllandi á morgun sem er um sjöunda sætið á mótinu. Það verður, sama hver úrslitin verða, versti árangur bandaríska liðsins á stórmóti frá upphafi. Fyrr í vikunni tapaði bandaríska liðið fyrsta leik sínum á stórmóti í þrettán ár eftir 58 sigurleiki í röð sem gerði út um vonir liðsins um að fara með verðlaunapening heim. Því fylgdi tap gegn Serbíu í gær sem tryggði bandaríska liðinu leik upp á sjöunda sætið en flestir áttu von á því að Serbar myndu mæta Bandaríkjamönnum í úrslitaleiknum. Ljóst er að þjálfarateymi Bandaríkjanna var enginn greiði gerður þegar stærstu stjörnur NBA-deildarinnar ákváðu ekki að gefa kost á sér á fyrsta móti liðsins undir stjórn þjálfarans goðsagnakennda Gregg Popovich. Mótið fer fram stuttu fyrir upphaf NBA-deildarinnar og eru flestar af stjörnum deildarinnar hrifnari af því að sækjast eftir gulli á Ólympíuleikunum næsta sumar. Erfitt er að sjá að aðrar þjóðir hefðu ráðið við bandaríska liðið ef James Harden, Anthony Davis, Steph Curry og Damian Lillard hefðu verið með liðinu en það er engin afsökun fyrir þjálfarateymið. Það er ekki hægt að segja annað en að viðvörunarbjöllur hafi farið að hringja í aðdraganda mótsins þegar bandaríska liðið tapaði æfingaleik gegn Ástralíu. Það fylgdi liðinu inn í riðlakeppnina þar sem bandaríska liðið hefur oft verið meira sannfærandi þrátt fyrir að hafa unnið alla leiki sína. Þegar komið var í útsláttarkeppnina virtist vanta alla ákefð í bandaríska liðið sem féll verðskuldað úr leik gegn Frakklandi. Þeir áttu engin svör gegn Rudy Gobert, varnarmanni ársins í NBA-deildinni sem tuskaði Bandaríkjamenn til. Þá voru frönsku leikmennirnir sem teljast aukaleikarar úr NBA-deildinni að skila góðu framlagi. Líklegt er að Bandaríkin mæti með svo gott sem fullskipað lið næsta sumar á Ólympíuleikana í Tókýó og kveði niður gagnrýnisraddir en líklegt er að minnst verður liðsins sem fór á HM í sumar með vott af vonbrigðum. Bandaríkin hafa verið í sérflokki undanfarin ár og er krafa gerð um gullið á hverju móti. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Sjá meira
Stjörnum prýtt C-lið bandaríska landsliðsins í körfubolta fer heim með skottið á milli lappanna frá HM í körfubolta sem klárast um helgina. Bandaríska liðið á einn leik eftir gegn Póllandi á morgun sem er um sjöunda sætið á mótinu. Það verður, sama hver úrslitin verða, versti árangur bandaríska liðsins á stórmóti frá upphafi. Fyrr í vikunni tapaði bandaríska liðið fyrsta leik sínum á stórmóti í þrettán ár eftir 58 sigurleiki í röð sem gerði út um vonir liðsins um að fara með verðlaunapening heim. Því fylgdi tap gegn Serbíu í gær sem tryggði bandaríska liðinu leik upp á sjöunda sætið en flestir áttu von á því að Serbar myndu mæta Bandaríkjamönnum í úrslitaleiknum. Ljóst er að þjálfarateymi Bandaríkjanna var enginn greiði gerður þegar stærstu stjörnur NBA-deildarinnar ákváðu ekki að gefa kost á sér á fyrsta móti liðsins undir stjórn þjálfarans goðsagnakennda Gregg Popovich. Mótið fer fram stuttu fyrir upphaf NBA-deildarinnar og eru flestar af stjörnum deildarinnar hrifnari af því að sækjast eftir gulli á Ólympíuleikunum næsta sumar. Erfitt er að sjá að aðrar þjóðir hefðu ráðið við bandaríska liðið ef James Harden, Anthony Davis, Steph Curry og Damian Lillard hefðu verið með liðinu en það er engin afsökun fyrir þjálfarateymið. Það er ekki hægt að segja annað en að viðvörunarbjöllur hafi farið að hringja í aðdraganda mótsins þegar bandaríska liðið tapaði æfingaleik gegn Ástralíu. Það fylgdi liðinu inn í riðlakeppnina þar sem bandaríska liðið hefur oft verið meira sannfærandi þrátt fyrir að hafa unnið alla leiki sína. Þegar komið var í útsláttarkeppnina virtist vanta alla ákefð í bandaríska liðið sem féll verðskuldað úr leik gegn Frakklandi. Þeir áttu engin svör gegn Rudy Gobert, varnarmanni ársins í NBA-deildinni sem tuskaði Bandaríkjamenn til. Þá voru frönsku leikmennirnir sem teljast aukaleikarar úr NBA-deildinni að skila góðu framlagi. Líklegt er að Bandaríkin mæti með svo gott sem fullskipað lið næsta sumar á Ólympíuleikana í Tókýó og kveði niður gagnrýnisraddir en líklegt er að minnst verður liðsins sem fór á HM í sumar með vott af vonbrigðum. Bandaríkin hafa verið í sérflokki undanfarin ár og er krafa gerð um gullið á hverju móti.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Sjá meira