Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2019 09:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Jose Luis Magana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. Í tísti sagði forsetinn að Bandaríkin teldu sig vita hverjir hefðu framkvæmt umrædda árás og þeir væru til í slaginn, yrði það sannreynt. Þó væri verið að bíða eftir upplýsingum frá Sádi-Arabíu. Aðrir embættismenn hafa sakað Íran um árásina en Trump tók það ekki fram í tísti sínu.Olíuverð hefur tekið stökk í kjölfar árásarinnar. Sádar hafa þó staðhæft að birgðir þeirra muni halda sölugetu þeirra uppi á meðan viðgerðir fara fram. Sérfræðingar segja þó að viðgerðir gætu tekið marga mánuði.Sjá einnig: Olíuverð snarhækkaði í AsíuHútar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en embættismenn í Bandaríkjunum, sem rætt hafa við fjölmiðla ytra segja umfang árásarinnar gefa til kynna að Hútar hafi ekki getað gert hana. Þá segja þeir árásina hafa komið úr norðri eða norðvestri en Jemen, þar sem Hútar eiga í átökum við fylkingar studdar af Sádi-Arabíu er suður af konungsríkinu.Stefnan gefur í skyn að árásin hafi komið frá Íran eða Írak, þar sem Íranar eru umsvifamiklir og hefur Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, rætt við Adil Abdul-Mahdi, forsætisráðherra Írak, í kjölfar árásarinnar. Samkvæmt AP fréttaveitunni neitar hann því að árásin hafi verið framkvæmd frá Írak.Gervihnattarmyndir gefa til kynna að árásin hafi komið úr norðri eða norðvestri.AP/Ríkisstjórn BNA/Digital GlobeÍranar hafa lengi verið sakaðir um að sjá Hútum um ýmiskonar vopn og þar á meðal langdrægar eldflaugar sem skotið hefur verið frá Jemen og að Sádi-Arabíu. Yfirvöld Íran þvertaka þó fyrir að hafa komið að árásinni. Bandaríkin birtu í gær gervihnattarmyndir sem sýna umfang árásanna og að minnst sautján skotmörg hafi orðið fyrir skemmdum. Talið er að fjöldi dróna hafi verið notaður til árásarinnar og mögulega einhverjar eldflaugar líka. Sérfræðingar sem blaðamenn AP ræddu við segja gervihnattarmyndir sýna að miklar skemmdir hafi verið unnar á mikilvægum búnaði í vinnslustöðinni og svo virðist sem hún hafi verið skipulögð til að valda sem mestum skaða. Endurbyggja þurfi hluta stöðvarinnar og viðmælandi AP sagði að sá tími sem viðgerðir stæðu yfir yrði mældur í mánuðum. Mikil spenna hefur ríkt á milli Íran og Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu á undanförnum mánuðum eftir að Trump sleit kjarnorkusamkomulaginu svokallaða við Íran og beitti aftur viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn ríkinu. Íranar hafa í kjölfarið verið sakaðir um dularfullar árásir á olíuflutningaskip og að hamla ferðir slíkra skipa um Persaflóa. Þá skutu Íranar niður bandarískan dróna í sumar. Í kjölfar þess skipulögðu yfirvöld Bandaríkjanna árásir á Íran og lýsti Trump því yfir að hann hefði hætt við þær tíu mínútum áður en af þeim átti að verða. Bandaríkin Írak Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48 Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. Í tísti sagði forsetinn að Bandaríkin teldu sig vita hverjir hefðu framkvæmt umrædda árás og þeir væru til í slaginn, yrði það sannreynt. Þó væri verið að bíða eftir upplýsingum frá Sádi-Arabíu. Aðrir embættismenn hafa sakað Íran um árásina en Trump tók það ekki fram í tísti sínu.Olíuverð hefur tekið stökk í kjölfar árásarinnar. Sádar hafa þó staðhæft að birgðir þeirra muni halda sölugetu þeirra uppi á meðan viðgerðir fara fram. Sérfræðingar segja þó að viðgerðir gætu tekið marga mánuði.Sjá einnig: Olíuverð snarhækkaði í AsíuHútar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en embættismenn í Bandaríkjunum, sem rætt hafa við fjölmiðla ytra segja umfang árásarinnar gefa til kynna að Hútar hafi ekki getað gert hana. Þá segja þeir árásina hafa komið úr norðri eða norðvestri en Jemen, þar sem Hútar eiga í átökum við fylkingar studdar af Sádi-Arabíu er suður af konungsríkinu.Stefnan gefur í skyn að árásin hafi komið frá Íran eða Írak, þar sem Íranar eru umsvifamiklir og hefur Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, rætt við Adil Abdul-Mahdi, forsætisráðherra Írak, í kjölfar árásarinnar. Samkvæmt AP fréttaveitunni neitar hann því að árásin hafi verið framkvæmd frá Írak.Gervihnattarmyndir gefa til kynna að árásin hafi komið úr norðri eða norðvestri.AP/Ríkisstjórn BNA/Digital GlobeÍranar hafa lengi verið sakaðir um að sjá Hútum um ýmiskonar vopn og þar á meðal langdrægar eldflaugar sem skotið hefur verið frá Jemen og að Sádi-Arabíu. Yfirvöld Íran þvertaka þó fyrir að hafa komið að árásinni. Bandaríkin birtu í gær gervihnattarmyndir sem sýna umfang árásanna og að minnst sautján skotmörg hafi orðið fyrir skemmdum. Talið er að fjöldi dróna hafi verið notaður til árásarinnar og mögulega einhverjar eldflaugar líka. Sérfræðingar sem blaðamenn AP ræddu við segja gervihnattarmyndir sýna að miklar skemmdir hafi verið unnar á mikilvægum búnaði í vinnslustöðinni og svo virðist sem hún hafi verið skipulögð til að valda sem mestum skaða. Endurbyggja þurfi hluta stöðvarinnar og viðmælandi AP sagði að sá tími sem viðgerðir stæðu yfir yrði mældur í mánuðum. Mikil spenna hefur ríkt á milli Íran og Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu á undanförnum mánuðum eftir að Trump sleit kjarnorkusamkomulaginu svokallaða við Íran og beitti aftur viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn ríkinu. Íranar hafa í kjölfarið verið sakaðir um dularfullar árásir á olíuflutningaskip og að hamla ferðir slíkra skipa um Persaflóa. Þá skutu Íranar niður bandarískan dróna í sumar. Í kjölfar þess skipulögðu yfirvöld Bandaríkjanna árásir á Íran og lýsti Trump því yfir að hann hefði hætt við þær tíu mínútum áður en af þeim átti að verða.
Bandaríkin Írak Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48 Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira
Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50
Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44
Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48
Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44