Siðanefnd hafi „dæmt sig úr leik” með úrskurði sínum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. september 2019 12:10 Þórhildur Sunna Ævarsdótir, þingmaður Pírata og nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, telur ekkert athugavert við það að hún gegni formennsku í nefndinni þrátt fyrir að hún hafi verið fundin sek um brot á siðareglum. Hún vill leggja áherslu á mannréttindavernd og segir málefni ríkislögreglustjóra og löggæslu í landinu líklega verða tekin fyrir á vettvangi nefndarinnar. Þórhildur Sunna sem er þingmaður Pírata var í morgun kjörin formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og hefur hún þannig tekið við formennsku af Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, sem gegndi formennsku í nefndinni fyrstu tvö ár kjörtímabilsins. Kveðst hún í formennsku sinni efla aðkomu nefndarinnar að því að styrkja mannréttindavernd á Íslandi. „Ég tel að það sé eitt af meginhlutverkum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem að hafa kannski ekki verið tekin alveg nógu föstum tökum, eða nógu skipulega. Það kemur kannski frekar upp af og til einhver atvik sem að nefndin þarf að skoða í staðinn fyrir að hafa þetta sem svona vinnureglu að fylgjast með hvernig mannréttindavernd er háttað á Íslandi,” segir Þórhildur Sunna. Þá komi vel til greina að málefni ríkislögreglustjóra verði tekin fyrir á vettvangi nefndarinnar. „Við höfum að sjálfsögðu séð töluvert umrót í lögreglunni og töluvert innanmein, ef svo má að orði komast, birtast okkur undanfarið og það er eitthvað sem að mér finnst alveg fullt tilefni til að skoða hvort eigi heima hjá okkur,” segir Þórhildur Sunna. Næstu skref í þeim efnum verði líkindum ákveðin í samráði við nefndina í framhaldi af fundi dómsmálaráðherra með ríkislögreglustjóra sem hófst laust fyrir hádegi í dag.Sjá einnig: Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Forsætisnefnd Alþingis staðfesti í sumar niðurstöður siðanefndar þingsins þess efnis að Þórhildur Sunna hafi brotið siðareglur þingmanna með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Umrædd ummæli lét hún falla í Silfrinu á Rúv í fyrra þar sem hún sagði að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur hefði dregið sér fé í tengslum við endurgreiðslur sem hann þáði frá þinginu vegna aksturskostnaðar. „Mér finnst reyndar að siðanefnd hafi dæmt sig töluvert úr leik með þessum úrskurði sínum. Þarna ákveður hún að þingmaður sem að nýtir sitt stjórnarskrárbundna tjáningarfrelsi hafi með því brotið siðareglur. Það er eitthvað sem að ég er algjörlega ósammála,” segir Þórhildur Sunna. Hún telji ekki að niðurstaða nefndarinnar um að hún hafi gerst brotleg við siðareglur eigi að koma í veg fyrir formennsku hennar í nefndinni. Alþingi Lögreglan Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, telur ekkert athugavert við það að hún gegni formennsku í nefndinni þrátt fyrir að hún hafi verið fundin sek um brot á siðareglum. Hún vill leggja áherslu á mannréttindavernd og segir málefni ríkislögreglustjóra og löggæslu í landinu líklega verða tekin fyrir á vettvangi nefndarinnar. Þórhildur Sunna sem er þingmaður Pírata var í morgun kjörin formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og hefur hún þannig tekið við formennsku af Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, sem gegndi formennsku í nefndinni fyrstu tvö ár kjörtímabilsins. Kveðst hún í formennsku sinni efla aðkomu nefndarinnar að því að styrkja mannréttindavernd á Íslandi. „Ég tel að það sé eitt af meginhlutverkum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem að hafa kannski ekki verið tekin alveg nógu föstum tökum, eða nógu skipulega. Það kemur kannski frekar upp af og til einhver atvik sem að nefndin þarf að skoða í staðinn fyrir að hafa þetta sem svona vinnureglu að fylgjast með hvernig mannréttindavernd er háttað á Íslandi,” segir Þórhildur Sunna. Þá komi vel til greina að málefni ríkislögreglustjóra verði tekin fyrir á vettvangi nefndarinnar. „Við höfum að sjálfsögðu séð töluvert umrót í lögreglunni og töluvert innanmein, ef svo má að orði komast, birtast okkur undanfarið og það er eitthvað sem að mér finnst alveg fullt tilefni til að skoða hvort eigi heima hjá okkur,” segir Þórhildur Sunna. Næstu skref í þeim efnum verði líkindum ákveðin í samráði við nefndina í framhaldi af fundi dómsmálaráðherra með ríkislögreglustjóra sem hófst laust fyrir hádegi í dag.Sjá einnig: Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Forsætisnefnd Alþingis staðfesti í sumar niðurstöður siðanefndar þingsins þess efnis að Þórhildur Sunna hafi brotið siðareglur þingmanna með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Umrædd ummæli lét hún falla í Silfrinu á Rúv í fyrra þar sem hún sagði að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur hefði dregið sér fé í tengslum við endurgreiðslur sem hann þáði frá þinginu vegna aksturskostnaðar. „Mér finnst reyndar að siðanefnd hafi dæmt sig töluvert úr leik með þessum úrskurði sínum. Þarna ákveður hún að þingmaður sem að nýtir sitt stjórnarskrárbundna tjáningarfrelsi hafi með því brotið siðareglur. Það er eitthvað sem að ég er algjörlega ósammála,” segir Þórhildur Sunna. Hún telji ekki að niðurstaða nefndarinnar um að hún hafi gerst brotleg við siðareglur eigi að koma í veg fyrir formennsku hennar í nefndinni.
Alþingi Lögreglan Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira