Sprengdi sig í loft upp á kosningafundi forsetans Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2019 10:21 Ashraf Ghani, forseti Afganistan. Vísir/AP Minnst 24 eru látnir og 31 særður eftir að maður á mótorhjóli sprengdi sig í loft upp á kosningafundi Ashraf Ghani, forseta Afganistan, í norðurhluta landsins í morgun. Margir hinna látnu og særðu eru konur og börn en forsetinn sjálfur, sem var á staðnum, sakaði ekki. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni á kosningafundinum en Talibanar hafa lýst því yfir að kjörstaðir og viðburðir sem tengjast forsetakosningum Afganistan, sem fara fram þann 28. september, séu skotmörk þeirra, samkvæmt AP fréttaveitunni.Árásarmaðurinn er sagður hafa keyrt mótorhjóli sínu inn í inngang hússins þar sem kosningafundur Ghani fór fram og þar sprengdi hann sig í loft upp. Skömmu síðar sprakk sprengja nærri sendiráði Bandaríkjanna í Kabúl. Upplýsingar um mögulegt mannfall þar liggja ekki fyrir. Kosningabaráttan í Afganistan hófst aftur á nýjan leik í síðustu viku en henni var frestað vegna viðræðna á milli Bandaríkjanna og Talibana. Samningamaður Bandaríkjanna hafði lýst því yfir að samkomulag hefði í raun náðst og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti eingöngu eftir að skrifa undir það. Trump kom svo öllum á óvart í síðustu viku þegar hann lýsti því yfir að hann hefði boðið erindrekum Talibana til Bandaríkjanna á fund sinn en hann hefði hætt við fundinn og slitið viðræðunum vegna árása Talibana á bandaríska hermenn.Sjá einnig: Hætti við leynilega heimsókn Talibana til BandaríkjannaÍ kjölfar þess að friðarviðræðunum var slitið hafa embættismenn og íbúar í Afganistan búið sig undir fjölgun árása þar í landi. Talibanar hafa mótmælt forsetakosningunum og hafa ekki viljað samþykkja vopnahlé. Friðarviðræður á milli Bandaríkjanna og Talibana hafa staðið yfir um nokkuð skeið og hefur ríkisstjórn Afganistan að mestu verið haldið frá þeim, að beiðni Talibana. Á þeim tíma hefur ekkert lát verið á mannskæðum árásum Talibana og hefur mannfall meðal almennra borgara verið mikið. Markmið árása Talibana hefur verið að styrkja stöðu þeirra í viðræðunum en þeir stjórna í raun stórum hluta Afganistan. Yfirráðasvæði þeirra hefur ekki verið svo umfangsmikið síðan fyrir innrás Bandaríkjanna. Bandaríkin gerðu innrás í Afganistan eftir árásirnar á Tvíburaturnana í New York í þann 11. september 2001. Talibanar, sem þá stjórnuðu Afganistan, studdu við bakið á al-Qaeda með fjármagni, þjálfun og vopnum. Það hefur þegar vakið mikla athygli að Trump hafi ætlað að taka á móti fulltrúum Talibana í Bandaríkjunum svo skammt frá afmæli árásanna. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira
Minnst 24 eru látnir og 31 særður eftir að maður á mótorhjóli sprengdi sig í loft upp á kosningafundi Ashraf Ghani, forseta Afganistan, í norðurhluta landsins í morgun. Margir hinna látnu og særðu eru konur og börn en forsetinn sjálfur, sem var á staðnum, sakaði ekki. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni á kosningafundinum en Talibanar hafa lýst því yfir að kjörstaðir og viðburðir sem tengjast forsetakosningum Afganistan, sem fara fram þann 28. september, séu skotmörk þeirra, samkvæmt AP fréttaveitunni.Árásarmaðurinn er sagður hafa keyrt mótorhjóli sínu inn í inngang hússins þar sem kosningafundur Ghani fór fram og þar sprengdi hann sig í loft upp. Skömmu síðar sprakk sprengja nærri sendiráði Bandaríkjanna í Kabúl. Upplýsingar um mögulegt mannfall þar liggja ekki fyrir. Kosningabaráttan í Afganistan hófst aftur á nýjan leik í síðustu viku en henni var frestað vegna viðræðna á milli Bandaríkjanna og Talibana. Samningamaður Bandaríkjanna hafði lýst því yfir að samkomulag hefði í raun náðst og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti eingöngu eftir að skrifa undir það. Trump kom svo öllum á óvart í síðustu viku þegar hann lýsti því yfir að hann hefði boðið erindrekum Talibana til Bandaríkjanna á fund sinn en hann hefði hætt við fundinn og slitið viðræðunum vegna árása Talibana á bandaríska hermenn.Sjá einnig: Hætti við leynilega heimsókn Talibana til BandaríkjannaÍ kjölfar þess að friðarviðræðunum var slitið hafa embættismenn og íbúar í Afganistan búið sig undir fjölgun árása þar í landi. Talibanar hafa mótmælt forsetakosningunum og hafa ekki viljað samþykkja vopnahlé. Friðarviðræður á milli Bandaríkjanna og Talibana hafa staðið yfir um nokkuð skeið og hefur ríkisstjórn Afganistan að mestu verið haldið frá þeim, að beiðni Talibana. Á þeim tíma hefur ekkert lát verið á mannskæðum árásum Talibana og hefur mannfall meðal almennra borgara verið mikið. Markmið árása Talibana hefur verið að styrkja stöðu þeirra í viðræðunum en þeir stjórna í raun stórum hluta Afganistan. Yfirráðasvæði þeirra hefur ekki verið svo umfangsmikið síðan fyrir innrás Bandaríkjanna. Bandaríkin gerðu innrás í Afganistan eftir árásirnar á Tvíburaturnana í New York í þann 11. september 2001. Talibanar, sem þá stjórnuðu Afganistan, studdu við bakið á al-Qaeda með fjármagni, þjálfun og vopnum. Það hefur þegar vakið mikla athygli að Trump hafi ætlað að taka á móti fulltrúum Talibana í Bandaríkjunum svo skammt frá afmæli árásanna.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira