Vonarglæta í vonleysinu Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 18. september 2019 08:00 Útþensla ríkisvaldsins á undanförnum árum er áfellisdómur yfir þeim sem haldið hafa um stjórnartaumana. Ríkisútgjöldin aukast ár frá ári, reglugerðir margfaldast og eftirlitsstofnanir þenjast út. Á sama tíma hafa opinberir starfsmenn leitt launaþróun á vinnumarkaði. Þegar öllu er á botninn hvolft eru þetta helstu mælikvarðarnir á árangur þeirra stjórnmálamanna sem tala fyrir öflugu atvinnulífi. Þróunin á síðustu árum vekur óhjákvæmilega spurningar um hvort forysta flokksins sem talar hvað mest um markaðsfrelsi og minni ríkisafskipti hafi burði til að þess að glíma við stjórnkerfið. Kerfið er hannað til þess að þenjast út vegna þess að það grundvallast á því að ávinningur dreifist á fáa en kostnaður á marga. Kostnaðurinn við fyrirhugaðar niðurgreiðslur á einkareknum fjölmiðlarekstri mun kannski nema um 1.500 krónum á hvern landsmann. Það tekur því varla að kynna sér áformin og hvað þá andæfa þeim. Ávinningurinn fyrir hvern fjölmiðil nemur hins vegar allt að 50 milljónum króna. Kemur því ekki á óvart að sumir fjölmiðlar hafi notað vettvanginn sem þeir hafa til að mála dökka mynd af stöðu íslenskrar fjölmiðlunar. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum. Þrýstingurinn kemur úr öllum áttum, bæði frá ríkisstofnunum og atvinnulífinu. Hönnunargalli kerfisins leiðir til þess að allir reyna að lifa á kostnað annarra. Því er stærsta pólitíska prófraun þeirra stjórnmálamanna, sem vilja stuðla að öflugu atvinnulífi, sú að spyrna á móti öllum þeim kröftum sem verka í áttina að auknum umsvifum ríkisins. Það er heljarinnar prófraun sem krefst staðfestu og leiðtogahæfni. Á síðustu árum hefur enginn staðist þessa prófraun sem er grafalvarlegt í ljósi þess að sífellt erfiðara verður að snúa þróuninni við. En í vonleysinu er ein vonarglæta og hana má finna í Íslandspósti þar sem nýr forstjóri er í meiriháttar tiltekt. Þar hefur 12 prósentum starfsmanna verið sagt upp og óskyldur rekstur settur í sölu. Forstjórinn virðist starfa eftir allt öðrum lögmálum en hinir ríkisforstjórarnir og má ætla að hann hafi fengið skýr tilmæli frá ráðherra um að hagræða í rekstrinum. Líklega voru þau skýrari en tilmæli stjórnvalda um launakjör æðstu stjórnenda sem stjórnir ríkisfyrirtækja hafa hunsað. Hvort Íslandspóstur verði fordæmi eða einsdæmi á hins vegar eftir að koma í ljós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Útþensla ríkisvaldsins á undanförnum árum er áfellisdómur yfir þeim sem haldið hafa um stjórnartaumana. Ríkisútgjöldin aukast ár frá ári, reglugerðir margfaldast og eftirlitsstofnanir þenjast út. Á sama tíma hafa opinberir starfsmenn leitt launaþróun á vinnumarkaði. Þegar öllu er á botninn hvolft eru þetta helstu mælikvarðarnir á árangur þeirra stjórnmálamanna sem tala fyrir öflugu atvinnulífi. Þróunin á síðustu árum vekur óhjákvæmilega spurningar um hvort forysta flokksins sem talar hvað mest um markaðsfrelsi og minni ríkisafskipti hafi burði til að þess að glíma við stjórnkerfið. Kerfið er hannað til þess að þenjast út vegna þess að það grundvallast á því að ávinningur dreifist á fáa en kostnaður á marga. Kostnaðurinn við fyrirhugaðar niðurgreiðslur á einkareknum fjölmiðlarekstri mun kannski nema um 1.500 krónum á hvern landsmann. Það tekur því varla að kynna sér áformin og hvað þá andæfa þeim. Ávinningurinn fyrir hvern fjölmiðil nemur hins vegar allt að 50 milljónum króna. Kemur því ekki á óvart að sumir fjölmiðlar hafi notað vettvanginn sem þeir hafa til að mála dökka mynd af stöðu íslenskrar fjölmiðlunar. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum. Þrýstingurinn kemur úr öllum áttum, bæði frá ríkisstofnunum og atvinnulífinu. Hönnunargalli kerfisins leiðir til þess að allir reyna að lifa á kostnað annarra. Því er stærsta pólitíska prófraun þeirra stjórnmálamanna, sem vilja stuðla að öflugu atvinnulífi, sú að spyrna á móti öllum þeim kröftum sem verka í áttina að auknum umsvifum ríkisins. Það er heljarinnar prófraun sem krefst staðfestu og leiðtogahæfni. Á síðustu árum hefur enginn staðist þessa prófraun sem er grafalvarlegt í ljósi þess að sífellt erfiðara verður að snúa þróuninni við. En í vonleysinu er ein vonarglæta og hana má finna í Íslandspósti þar sem nýr forstjóri er í meiriháttar tiltekt. Þar hefur 12 prósentum starfsmanna verið sagt upp og óskyldur rekstur settur í sölu. Forstjórinn virðist starfa eftir allt öðrum lögmálum en hinir ríkisforstjórarnir og má ætla að hann hafi fengið skýr tilmæli frá ráðherra um að hagræða í rekstrinum. Líklega voru þau skýrari en tilmæli stjórnvalda um launakjör æðstu stjórnenda sem stjórnir ríkisfyrirtækja hafa hunsað. Hvort Íslandspóstur verði fordæmi eða einsdæmi á hins vegar eftir að koma í ljós.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun