„Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. september 2019 11:45 Umferðin er oft þung á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Egill „Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um orð Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, að íbúar á ákveðnum svæðum höfuðborgarsvæðisins mættu búast við miklum kostnaði á ársgrundvelli yrðu tekin upp veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins.Í fréttum Ríkisútvarpsins um helgina var greint frá því að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, hefði kynnt hugmyndir um að veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins yrðu tekin upp til að fjármagna samgönguframkvæmdir á svæðinu. Í fréttinni kom fram að hugmyndir væru uppi um að gjöldin yrðu á bilinu tvö til sex hundruð krónur fyrir hverja ferð, hæst á háannatíma en lægri á öðrum tímum sólarhrings.Áhyggjur af útgjöldum íbúaRunólfur var spurður álits á þessum hugmyndum í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina og sagðist hann vera undrandi á þessum hugmyndum.„Ef þetta væri að ganga fram þá mættu íbúar á ákveðnum svæðum á höfuðborgarsvæðinu búast við að fá á sig viðbótarálögur sem væru kannski einhvers staðar á bilinu 30 til 40 þúsund krónur á mánuði. Ef við hugsum þetta í einu ári þá erum við komin í 4-500 þúsund og til að afla þeirra tekna þarf fólk að hafa yfir 700 þúsund í tekjur,“ sagði Runólfur meðal annars.Á mánudaginn var Jón, sem hefur um árabil verið helsti talsmaður veggjalda sem fjármögnunarleið til að flýta fyrir framkvæmdum í samgöngumálum, til viðtals í Bítinu á Bylgjunni og þar var hann spurður um hvort að þær tölur sem nefndar voru í frétt RÚV og komu fram í máli Runólfs, væru á veruleika byggðar. Telur veggjaldaleiðina hagkvæmdari en lántöku „Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um,“ sagði Jón eins og fyrr segir og bætti við að þær hugmyndir sem kynntar hafi verið fyrir þingmönnum og öðrum hagsmunaaðilum um veggjöld á stofnæðum á höfuðborgarsvæðinu væru ekki fullunnar.„Menn hafa verið að skoða áætlun til fimmtán ára og það má segja að það sé komin svona beinagrind að þessu. Verðmiðinn á þessu er einhvers staðar 110 milljarðar plús mínus. Það eru mjög háar upphæðir. Það er verið að vinna með þá fjármögnunarleið til þess að geta flýtt þessu sem mest og geta látið þetta vera eins framþungt og hægt er á þessu tímabili, það að er að segja að uppbyggingin verði mun hraðari á fyrri hluta tímabilsins,“ sagði Jón.Sú fjármögnunarleið væri veggjöld. Brýn þörf væri á uppbyggingu í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu. Veggjaldaleiðin væri að mati Jóns hagkvæmari en aðrar leiðir.„Við teljum að með þessari leið verði allar þessar framkvæmdir miklu hagkvæmari fyrir okkur heldur en að gera það með lántöku,“ sagði Jón. Jón Gunnarsson, núverandi formaður Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.Vísir/VilhelmKostnaður notenda megi ekki verða meiri en áður Í máli Jóns kom einnig fram að ekki væri tímabært að ræða tölur í samhengi við hvað hver ferð þar sem veggjöld yrðu rukkað myndi kosta. Hugmyndirnar væru ekki komnar á það stig.Málið er bara rétt hryggjarstykkið í dag. Það á algjörlega eftir að vinna þetta áfram og það er engan veginn tímabært að ræða þessar tölur Forsendurnar fyrir upptöku veggjalda væru í huga Jóns, og félaga hans í Sjálfstæðisflokknum, skýrar. „Þær verða að vera hógværar eins og ég hef alltaf sagt, við þurfum að skoða heildargjaldtökuna í samhengi og lækka gjöld á móti og síðan þarf þetta að vera þannig að í enda dagsins, að ávinningurinn verði alltaf miklu meiri en hann var fyrir. Þannig að það verði ekki að kosta þig meira að keyra þetta eftir að þetta er komið.“ Alþingi Bítið Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 Geðshræring á Alþingi vegna tvíbókunar þingmanna Öll gjöld sem ríkið leggur á eins og eldsneytisgjald, áfengisgjald og önnur gjöld hækka um 2,5 prósent milli ára samkvæmt bandormsfrumvarpi fjármálaráðherra sem hann mælti fyrir á Alþingi í dag. 17. september 2019 20:15 Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Bíleigendur eru margir hverjir ekki tilbúnir til þess að greiða veggjöld á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins en hugmyndir eru uppi um að nota þá leið til þess að fjármagna samgöngur og samgöngubætur. 12. september 2019 17:38 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
„Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um orð Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, að íbúar á ákveðnum svæðum höfuðborgarsvæðisins mættu búast við miklum kostnaði á ársgrundvelli yrðu tekin upp veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins.Í fréttum Ríkisútvarpsins um helgina var greint frá því að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, hefði kynnt hugmyndir um að veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins yrðu tekin upp til að fjármagna samgönguframkvæmdir á svæðinu. Í fréttinni kom fram að hugmyndir væru uppi um að gjöldin yrðu á bilinu tvö til sex hundruð krónur fyrir hverja ferð, hæst á háannatíma en lægri á öðrum tímum sólarhrings.Áhyggjur af útgjöldum íbúaRunólfur var spurður álits á þessum hugmyndum í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina og sagðist hann vera undrandi á þessum hugmyndum.„Ef þetta væri að ganga fram þá mættu íbúar á ákveðnum svæðum á höfuðborgarsvæðinu búast við að fá á sig viðbótarálögur sem væru kannski einhvers staðar á bilinu 30 til 40 þúsund krónur á mánuði. Ef við hugsum þetta í einu ári þá erum við komin í 4-500 þúsund og til að afla þeirra tekna þarf fólk að hafa yfir 700 þúsund í tekjur,“ sagði Runólfur meðal annars.Á mánudaginn var Jón, sem hefur um árabil verið helsti talsmaður veggjalda sem fjármögnunarleið til að flýta fyrir framkvæmdum í samgöngumálum, til viðtals í Bítinu á Bylgjunni og þar var hann spurður um hvort að þær tölur sem nefndar voru í frétt RÚV og komu fram í máli Runólfs, væru á veruleika byggðar. Telur veggjaldaleiðina hagkvæmdari en lántöku „Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um,“ sagði Jón eins og fyrr segir og bætti við að þær hugmyndir sem kynntar hafi verið fyrir þingmönnum og öðrum hagsmunaaðilum um veggjöld á stofnæðum á höfuðborgarsvæðinu væru ekki fullunnar.„Menn hafa verið að skoða áætlun til fimmtán ára og það má segja að það sé komin svona beinagrind að þessu. Verðmiðinn á þessu er einhvers staðar 110 milljarðar plús mínus. Það eru mjög háar upphæðir. Það er verið að vinna með þá fjármögnunarleið til þess að geta flýtt þessu sem mest og geta látið þetta vera eins framþungt og hægt er á þessu tímabili, það að er að segja að uppbyggingin verði mun hraðari á fyrri hluta tímabilsins,“ sagði Jón.Sú fjármögnunarleið væri veggjöld. Brýn þörf væri á uppbyggingu í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu. Veggjaldaleiðin væri að mati Jóns hagkvæmari en aðrar leiðir.„Við teljum að með þessari leið verði allar þessar framkvæmdir miklu hagkvæmari fyrir okkur heldur en að gera það með lántöku,“ sagði Jón. Jón Gunnarsson, núverandi formaður Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.Vísir/VilhelmKostnaður notenda megi ekki verða meiri en áður Í máli Jóns kom einnig fram að ekki væri tímabært að ræða tölur í samhengi við hvað hver ferð þar sem veggjöld yrðu rukkað myndi kosta. Hugmyndirnar væru ekki komnar á það stig.Málið er bara rétt hryggjarstykkið í dag. Það á algjörlega eftir að vinna þetta áfram og það er engan veginn tímabært að ræða þessar tölur Forsendurnar fyrir upptöku veggjalda væru í huga Jóns, og félaga hans í Sjálfstæðisflokknum, skýrar. „Þær verða að vera hógværar eins og ég hef alltaf sagt, við þurfum að skoða heildargjaldtökuna í samhengi og lækka gjöld á móti og síðan þarf þetta að vera þannig að í enda dagsins, að ávinningurinn verði alltaf miklu meiri en hann var fyrir. Þannig að það verði ekki að kosta þig meira að keyra þetta eftir að þetta er komið.“
Alþingi Bítið Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 Geðshræring á Alþingi vegna tvíbókunar þingmanna Öll gjöld sem ríkið leggur á eins og eldsneytisgjald, áfengisgjald og önnur gjöld hækka um 2,5 prósent milli ára samkvæmt bandormsfrumvarpi fjármálaráðherra sem hann mælti fyrir á Alþingi í dag. 17. september 2019 20:15 Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Bíleigendur eru margir hverjir ekki tilbúnir til þess að greiða veggjöld á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins en hugmyndir eru uppi um að nota þá leið til þess að fjármagna samgöngur og samgöngubætur. 12. september 2019 17:38 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25
Geðshræring á Alþingi vegna tvíbókunar þingmanna Öll gjöld sem ríkið leggur á eins og eldsneytisgjald, áfengisgjald og önnur gjöld hækka um 2,5 prósent milli ára samkvæmt bandormsfrumvarpi fjármálaráðherra sem hann mælti fyrir á Alþingi í dag. 17. september 2019 20:15
Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Bíleigendur eru margir hverjir ekki tilbúnir til þess að greiða veggjöld á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins en hugmyndir eru uppi um að nota þá leið til þess að fjármagna samgöngur og samgöngubætur. 12. september 2019 17:38