Borgin þarf sjálfstæða skóla Pawel Bartoszek skrifar 19. september 2019 08:00 Fjölmargir sjálfstætt starfandi grunn- og leikskólar eru í Reykjavík og gegna þeir mikilvægu hlutverki í menntakerfi borgarinnar. Um 1000 börn eru í sjálfstætt reknum leikskólum í borginni og um 700 stunda nám í sjálfstætt reknum grunnskólum. Það sem af er kjörtímabilinu höfum við í Viðreisn, og meirihlutinn allur, lagt okkur fram við að stuðla að því að starfsumhverfi sjálfstætt rekinna skóla sé sem best. Við tekið höfum freistast til að tryggja rekstrargrundvöll þeirra og tekið nýjum hugmyndum vel. Við kláruðum samninga við nítján sjálfstætt starfandi leikskóla til þriggja ára. Meðal annars jukum við svokallað faghlutfall sem þýðir að við skólar sem ná að manna stöður sínar með fagmenntuðu starfsfólki, umfram lagaskyldu, njóta þess fjárhagslega betur en áður. Við samþykktum aukið starfsleyfi til leikskólans Mánagarðs sem rekinn er af Félagsstofnun stúdenta. Leikskólinn getur nú tekið við 60 fleiri börnum. Margir sjálfstætt starfandi skólar hafa nú samið um að hefja rekstur ungbarnadeilda, til dæmis Sælukot, Barnaheimilið Ós og Askja. Nýr sjálfstætt starfandi leikskóli, Krílasel, tók til starfa í Seljahverfinu. Skólinn hefur leyfi fyrir 20 börn, að þriggja ára aldri. Stærsta verkefni næstu ára er að brúa bilið, sem sagt að fjölga daggæsluúrræðum að loknu fæðingarorlofi. Sjálfstætt reknir leikskóla munu taka þátt í því verkefni. Gert er ráð fyrir að börnum í sjálfstætt reknum leikskólum muni fjölga að lágmarki um 100-200 á næstu 3-4 árum. Það má ekki gleyma dagforeldrum. Við hækkuðum greiðslur til dagforeldra um 15%, meira en hefur verið gert í fjöldamörg ár. Þá samþykktum 300 þúsund króna stofnstyrki handa þeim sem eru að hefja störf. Ákveðið var að þeir dagforeldrar sem störfuðu einir fengju öryggishnapp. Við sömdum um stóraukið framlag til sjálfstæðra skóla vegna frístundastarfs. Skólarnir fá nú 80% af framlagi Reykjavíkurborgar til borgarrekinna skóla en fengu áður einungis táknræna niðurgreiðslu á gjaldskrá. Barnaskóli Hjallastefnunnar fékk leyfi til kennslu á miðstigi. Kennsla er þegar hafin. Við samþykktum inntökureglur vegna reykvískra barna fyrir Arnarskóla, sem er nýr sjálfstætt starfandi sérskóli, staðsettur í Kópavogi. Foreldrar eiga að hafa val. Sjálfstæðir skólar gegna mikilvægu hlutverki í menntakerfi höfuðborgarinnar. Áfram verður tryggt að þeir geti unnið störf sín af metnaði og alúð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Pawel Bartoszek Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmargir sjálfstætt starfandi grunn- og leikskólar eru í Reykjavík og gegna þeir mikilvægu hlutverki í menntakerfi borgarinnar. Um 1000 börn eru í sjálfstætt reknum leikskólum í borginni og um 700 stunda nám í sjálfstætt reknum grunnskólum. Það sem af er kjörtímabilinu höfum við í Viðreisn, og meirihlutinn allur, lagt okkur fram við að stuðla að því að starfsumhverfi sjálfstætt rekinna skóla sé sem best. Við tekið höfum freistast til að tryggja rekstrargrundvöll þeirra og tekið nýjum hugmyndum vel. Við kláruðum samninga við nítján sjálfstætt starfandi leikskóla til þriggja ára. Meðal annars jukum við svokallað faghlutfall sem þýðir að við skólar sem ná að manna stöður sínar með fagmenntuðu starfsfólki, umfram lagaskyldu, njóta þess fjárhagslega betur en áður. Við samþykktum aukið starfsleyfi til leikskólans Mánagarðs sem rekinn er af Félagsstofnun stúdenta. Leikskólinn getur nú tekið við 60 fleiri börnum. Margir sjálfstætt starfandi skólar hafa nú samið um að hefja rekstur ungbarnadeilda, til dæmis Sælukot, Barnaheimilið Ós og Askja. Nýr sjálfstætt starfandi leikskóli, Krílasel, tók til starfa í Seljahverfinu. Skólinn hefur leyfi fyrir 20 börn, að þriggja ára aldri. Stærsta verkefni næstu ára er að brúa bilið, sem sagt að fjölga daggæsluúrræðum að loknu fæðingarorlofi. Sjálfstætt reknir leikskóla munu taka þátt í því verkefni. Gert er ráð fyrir að börnum í sjálfstætt reknum leikskólum muni fjölga að lágmarki um 100-200 á næstu 3-4 árum. Það má ekki gleyma dagforeldrum. Við hækkuðum greiðslur til dagforeldra um 15%, meira en hefur verið gert í fjöldamörg ár. Þá samþykktum 300 þúsund króna stofnstyrki handa þeim sem eru að hefja störf. Ákveðið var að þeir dagforeldrar sem störfuðu einir fengju öryggishnapp. Við sömdum um stóraukið framlag til sjálfstæðra skóla vegna frístundastarfs. Skólarnir fá nú 80% af framlagi Reykjavíkurborgar til borgarrekinna skóla en fengu áður einungis táknræna niðurgreiðslu á gjaldskrá. Barnaskóli Hjallastefnunnar fékk leyfi til kennslu á miðstigi. Kennsla er þegar hafin. Við samþykktum inntökureglur vegna reykvískra barna fyrir Arnarskóla, sem er nýr sjálfstætt starfandi sérskóli, staðsettur í Kópavogi. Foreldrar eiga að hafa val. Sjálfstæðir skólar gegna mikilvægu hlutverki í menntakerfi höfuðborgarinnar. Áfram verður tryggt að þeir geti unnið störf sín af metnaði og alúð.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar