Flutningabílarnir fullir af einstökum fornbílum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. september 2019 10:30 Hluti þeirra fornbíla sem flutningabílarnir óku frá höfuðborgarsvæðinu í gær. Vísir/vilhelm Bílstjórar flutningabílanna sjö, sem lögðu sig á Kringlumýrarbraut í gær, voru hér á landi á vegum hollenska ferðaskipuleggjandans Wheels on Tour. Farmur þeirra var ekki var verri gerðinni; tugir einstakra fornbíla sem óku um vegi landsins í lok ágúst og í byrjun september.Flutningabílarnir einir og sér vöktu athygli í gær, enda ekki á hverjum degi sem sjö bílaflutningabílar á vegum hins franska Prevost Transports trufla umferð á Kringlumýrarbraut.Sjá einnig: Lögðu sig í sjö flutningabílum á Kringlumýrarbraut Fornbílarnir innaborðs voru alls 38 talsins og eru þeir í eigu belgískra og hollenskra bílaunnenda, sem virðast hafa notið akstursins ef marka má myndir og myndskeið sem fyrrnefnd ferðaskrifstofa hefur birt af ferðalaginu á netinu. Eins og sjá má af myndunum hér að neðan voru bílar á borð við Jaguar XK150DHC, árgerð 1960, Lagonda LG6, árgerð 1936, og Porsche 911, árgerð 1986 með í för. Þátttakendur greiddu sem nemur 1,5 milljónum króna fyrir ferðina að sögn Morgunblaðsins, en innfalið var flutningur á bílnum, gisting á mörgum af betri hótelum landsins og kvöldverður „í hæsta gæðaflokki.“ Aukinheldur var þjónustubíll með í för, mannaður tveimur bifvélavirkjum, til að geta brugðist við ef eitthvað myndi bila í bílunum gömlu. Að sögn ferðaskrifstofunnar verður Íslandsferðin endurtekin að tveimur árum liðnum. Íslendingar ættu því ekki að láta sér bregða þó þeir rekist á fjölda fornbíla, eða flutningabíla á Kringlumýrarbraut, sumarið 2021. Bílar Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Lögðu sig í sjö flutningabílum á Kringlumýrarbraut Vegfarendur sem áttu leið um Kringlumýrarbraut í hádeginu í dag ráku upp stór augu þegar á vegi þeirra urðu sjö, kyrrstæðir flutningabílar af stærri gerðinni. 18. september 2019 15:15 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Bílstjórar flutningabílanna sjö, sem lögðu sig á Kringlumýrarbraut í gær, voru hér á landi á vegum hollenska ferðaskipuleggjandans Wheels on Tour. Farmur þeirra var ekki var verri gerðinni; tugir einstakra fornbíla sem óku um vegi landsins í lok ágúst og í byrjun september.Flutningabílarnir einir og sér vöktu athygli í gær, enda ekki á hverjum degi sem sjö bílaflutningabílar á vegum hins franska Prevost Transports trufla umferð á Kringlumýrarbraut.Sjá einnig: Lögðu sig í sjö flutningabílum á Kringlumýrarbraut Fornbílarnir innaborðs voru alls 38 talsins og eru þeir í eigu belgískra og hollenskra bílaunnenda, sem virðast hafa notið akstursins ef marka má myndir og myndskeið sem fyrrnefnd ferðaskrifstofa hefur birt af ferðalaginu á netinu. Eins og sjá má af myndunum hér að neðan voru bílar á borð við Jaguar XK150DHC, árgerð 1960, Lagonda LG6, árgerð 1936, og Porsche 911, árgerð 1986 með í för. Þátttakendur greiddu sem nemur 1,5 milljónum króna fyrir ferðina að sögn Morgunblaðsins, en innfalið var flutningur á bílnum, gisting á mörgum af betri hótelum landsins og kvöldverður „í hæsta gæðaflokki.“ Aukinheldur var þjónustubíll með í för, mannaður tveimur bifvélavirkjum, til að geta brugðist við ef eitthvað myndi bila í bílunum gömlu. Að sögn ferðaskrifstofunnar verður Íslandsferðin endurtekin að tveimur árum liðnum. Íslendingar ættu því ekki að láta sér bregða þó þeir rekist á fjölda fornbíla, eða flutningabíla á Kringlumýrarbraut, sumarið 2021.
Bílar Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Lögðu sig í sjö flutningabílum á Kringlumýrarbraut Vegfarendur sem áttu leið um Kringlumýrarbraut í hádeginu í dag ráku upp stór augu þegar á vegi þeirra urðu sjö, kyrrstæðir flutningabílar af stærri gerðinni. 18. september 2019 15:15 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Lögðu sig í sjö flutningabílum á Kringlumýrarbraut Vegfarendur sem áttu leið um Kringlumýrarbraut í hádeginu í dag ráku upp stór augu þegar á vegi þeirra urðu sjö, kyrrstæðir flutningabílar af stærri gerðinni. 18. september 2019 15:15