Orkupakkamálið snýst ekki um orku Þór Rögnvaldsson skrifar 2. september 2019 07:30 Tíundi áratugurinn var að mörgu leyti góður áratugur. Í þann tíma ríkti bjartsýni í heiminum og var ástæðan fyrst og fremst sú að þá höfðu múrar fallið. Fyrst féll Berlínarmúrinn og síðan lauk kalda stríðinu sem sundrað hafði heiminum allt frá stríðslokum. Í bjartsýnum heimi jókst samvinna á milli þjóða og einstaklinga. Menn höfðu ekki verið jafn mikið sama sinnis síðan, tja – ég veit bara ekki hvað segja skal: síðan aldrei fyrr í manna minnum! Heimurinn var sem sagt að sameinast og einangrunarhyggjan að víkja. Á þessum dögum sló „stóra hjartað“ í brjóstum manna sem vildu veg hugsjónarinnar sem mestan; þ.e. þeirrar hugsjónar sem kennir að öll séum við manneskjur og að þess vegna sé engin manneskja annarri æðri – óháð kyni og kynþætti; þjóðerni, menningu, trúarbrögðum og tungumáli. Síðan kom bakslag. Borgarastyrjöld hófst í Sýrlandi – og lauk með því að meiri hluti landsmanna fór á vergang og flúði land. Þetta fólk – sem og aðrir afrískir flóttamenn – flæddi síðan yfir Evrópu í leit að hæli og heimili. Og nú kom fljótlega annað hljóð í strokkinn. Nú bættist stöðugt í hóp þeirra sem fóru að líta á aðkomufólk þetta óvildaraugum. Hugsjónin um mennsku allra manna fór smátt og smátt hallloka fyrir því viðhorfi sem hafnaði samvinnu og hampaði einangrunarhyggju. Og því var rökrétt að nú efldust þær pólitísku hreyfingar sem lengi hafði kraumað í undir sléttu og felldu yfirborðinu: þær hreyfingar „litla hjartans“ sem kenna að hver sé sjálfum sér næstur. Þetta eru „hugsjónir“ poppúlismans sem um fram allt vill reisa múra og stefna að sem mestri einangrun. Og nú hefur þessi ófögnuður – poppúlisminn – líka fest rætur hér á landi. Og nú fara fulltrúar hreyfingarinnar hamförum – belgja sig upp af heilagri vandlætingu – út af málefni sem skiptir okkur Íslendinga litlu sem engu máli. Þriðji orkupakkinn lýtur að frjálsu flæði á orkuvörum – og þar af leiðandi líka rafmagni – þvert yfir landamæri þeirra ríkja sem gengið hafa Evrópusamvinnunni á hönd. Hér er um eðlilega löggjöf að ræða sem staðfestir þá staðreynd að markmiðið með Evrópusamstarfi þjóðanna sé, já – að stuðla að samstarfi! Í annan stað er ástæðan fyrir því að pakkinn skiptir okkur Íslendinga nánast engu máli sú staðreynd að við búum á eylandi lengst úti á ballarhafi – og að allar bollaleggingar um sæstreng eru ekki nema fleipur einar. Umræðan um þriðja orkupakkann snýst því ekki um orkumál. Umræðan um þriðja orkupakkann snýst um það hvort við Íslendingar eigum að kjósa samvinnu – eða einangrunarhyggju; hvort við eigum að kjósa viðhorf „stóra hjartans“ sem breiðir út arma sína – eða viðhorf „litla hjartans“ sem krýpur inn í eigin skel og bægir helst öllum „öðrum“ frá sér. Á hitt ber loks að líta að það væri stórhættulegt fyrir okkur Íslendinga að hafna þriðja orkupakkanum vegna þess að þannig værum við að vega að EES-aðild okkar og EES-samningurinn er langtum mikilvægasti og hagstæðasti milliríkjasamningur sem við höfum gert – og hér liggur hundurinn grafinn – vegna þess að þetta vita poppúlistarnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þór Rögnvaldsson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Tíundi áratugurinn var að mörgu leyti góður áratugur. Í þann tíma ríkti bjartsýni í heiminum og var ástæðan fyrst og fremst sú að þá höfðu múrar fallið. Fyrst féll Berlínarmúrinn og síðan lauk kalda stríðinu sem sundrað hafði heiminum allt frá stríðslokum. Í bjartsýnum heimi jókst samvinna á milli þjóða og einstaklinga. Menn höfðu ekki verið jafn mikið sama sinnis síðan, tja – ég veit bara ekki hvað segja skal: síðan aldrei fyrr í manna minnum! Heimurinn var sem sagt að sameinast og einangrunarhyggjan að víkja. Á þessum dögum sló „stóra hjartað“ í brjóstum manna sem vildu veg hugsjónarinnar sem mestan; þ.e. þeirrar hugsjónar sem kennir að öll séum við manneskjur og að þess vegna sé engin manneskja annarri æðri – óháð kyni og kynþætti; þjóðerni, menningu, trúarbrögðum og tungumáli. Síðan kom bakslag. Borgarastyrjöld hófst í Sýrlandi – og lauk með því að meiri hluti landsmanna fór á vergang og flúði land. Þetta fólk – sem og aðrir afrískir flóttamenn – flæddi síðan yfir Evrópu í leit að hæli og heimili. Og nú kom fljótlega annað hljóð í strokkinn. Nú bættist stöðugt í hóp þeirra sem fóru að líta á aðkomufólk þetta óvildaraugum. Hugsjónin um mennsku allra manna fór smátt og smátt hallloka fyrir því viðhorfi sem hafnaði samvinnu og hampaði einangrunarhyggju. Og því var rökrétt að nú efldust þær pólitísku hreyfingar sem lengi hafði kraumað í undir sléttu og felldu yfirborðinu: þær hreyfingar „litla hjartans“ sem kenna að hver sé sjálfum sér næstur. Þetta eru „hugsjónir“ poppúlismans sem um fram allt vill reisa múra og stefna að sem mestri einangrun. Og nú hefur þessi ófögnuður – poppúlisminn – líka fest rætur hér á landi. Og nú fara fulltrúar hreyfingarinnar hamförum – belgja sig upp af heilagri vandlætingu – út af málefni sem skiptir okkur Íslendinga litlu sem engu máli. Þriðji orkupakkinn lýtur að frjálsu flæði á orkuvörum – og þar af leiðandi líka rafmagni – þvert yfir landamæri þeirra ríkja sem gengið hafa Evrópusamvinnunni á hönd. Hér er um eðlilega löggjöf að ræða sem staðfestir þá staðreynd að markmiðið með Evrópusamstarfi þjóðanna sé, já – að stuðla að samstarfi! Í annan stað er ástæðan fyrir því að pakkinn skiptir okkur Íslendinga nánast engu máli sú staðreynd að við búum á eylandi lengst úti á ballarhafi – og að allar bollaleggingar um sæstreng eru ekki nema fleipur einar. Umræðan um þriðja orkupakkann snýst því ekki um orkumál. Umræðan um þriðja orkupakkann snýst um það hvort við Íslendingar eigum að kjósa samvinnu – eða einangrunarhyggju; hvort við eigum að kjósa viðhorf „stóra hjartans“ sem breiðir út arma sína – eða viðhorf „litla hjartans“ sem krýpur inn í eigin skel og bægir helst öllum „öðrum“ frá sér. Á hitt ber loks að líta að það væri stórhættulegt fyrir okkur Íslendinga að hafna þriðja orkupakkanum vegna þess að þannig værum við að vega að EES-aðild okkar og EES-samningurinn er langtum mikilvægasti og hagstæðasti milliríkjasamningur sem við höfum gert – og hér liggur hundurinn grafinn – vegna þess að þetta vita poppúlistarnir.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun