Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2019 16:10 Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Mynd/Samsett Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna munu hittast á fundi „í tengslum við heimsókn hans til Íslands“, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku.Sjá einnig: Stefnir allt í að Katrín fundi með Pence eftir allt saman Á tímabili leit út fyrir að Katrín myndi ekki ná að funda með Pence, sem boðaði komu sína hingað til lands fyrir nokkru síðan. Ákvörðun forsætisráðherra um að sækja þing Norræna verkalýðssambandsins í Malmö í stað þess að taka á móti Pence vakti athygli heimsmiðlanna.Katrín hefur látið hafa eftir sér að mikið hringl hafi verið með mögulega dagsetningu á heimsókn varaforsetans en þegar hún lá endanlega fyrir hafi Katrín ekki séð tilefni til að breyta dagskrá sinni. Nú er ljóst að af fundinum verður.Umdeild heimsókn Ekki kemur fram í tilkynningu forsætisráðuneytisins hvað Katrín og Pence muni ræða á fundi sínum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gerði ráð fyrir því í samtali við fréttastofu í ágúst að haldið verði málþing hér á landi um tvíhliða viðskipti Bandaríkjanna og Íslands með komu Pence til landsins. Þá sagði hann að varaforsetinn myndi einnig kynna sér varnartengda starfsemi hér á landi, en ekki sé gert ráð fyrir neinum formlegum fundum um varnarmál milli Pence og íslenskra ráðamanna. Reuters-fréttastofan hafði eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar á dögunum að Pence hygðist í Íslandsheimsókn sinni ræða um „innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Fyrirhuguð heimsókn Pence hingað til lands hefur verið umdeild. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar hefur lýst yfir óánægju með „óljósan“ tilgang heimsóknar Pence. Þá sagðist hann óttast að samtal Pence og íslenskra ráðamanna muni snúa að uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna '78 lýsti jafnframt yfir áhyggjum af heimsókn Pence á grundvelli neikvæðra viðhorfa hans til hinseginfólks.Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13 Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00 Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna munu hittast á fundi „í tengslum við heimsókn hans til Íslands“, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku.Sjá einnig: Stefnir allt í að Katrín fundi með Pence eftir allt saman Á tímabili leit út fyrir að Katrín myndi ekki ná að funda með Pence, sem boðaði komu sína hingað til lands fyrir nokkru síðan. Ákvörðun forsætisráðherra um að sækja þing Norræna verkalýðssambandsins í Malmö í stað þess að taka á móti Pence vakti athygli heimsmiðlanna.Katrín hefur látið hafa eftir sér að mikið hringl hafi verið með mögulega dagsetningu á heimsókn varaforsetans en þegar hún lá endanlega fyrir hafi Katrín ekki séð tilefni til að breyta dagskrá sinni. Nú er ljóst að af fundinum verður.Umdeild heimsókn Ekki kemur fram í tilkynningu forsætisráðuneytisins hvað Katrín og Pence muni ræða á fundi sínum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gerði ráð fyrir því í samtali við fréttastofu í ágúst að haldið verði málþing hér á landi um tvíhliða viðskipti Bandaríkjanna og Íslands með komu Pence til landsins. Þá sagði hann að varaforsetinn myndi einnig kynna sér varnartengda starfsemi hér á landi, en ekki sé gert ráð fyrir neinum formlegum fundum um varnarmál milli Pence og íslenskra ráðamanna. Reuters-fréttastofan hafði eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar á dögunum að Pence hygðist í Íslandsheimsókn sinni ræða um „innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Fyrirhuguð heimsókn Pence hingað til lands hefur verið umdeild. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar hefur lýst yfir óánægju með „óljósan“ tilgang heimsóknar Pence. Þá sagðist hann óttast að samtal Pence og íslenskra ráðamanna muni snúa að uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna '78 lýsti jafnframt yfir áhyggjum af heimsókn Pence á grundvelli neikvæðra viðhorfa hans til hinseginfólks.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13 Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00 Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13
Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00
Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45