Ekki séns, Mike Pence Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 08:00 Í fréttum undanfarið hefur farið töluvert fyrir fyrirhugaðri en þó óstaðfestri komu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, til Íslands. Lítið hefur þó verið fjallað um þá staðreynd að hann er mótfallinn sjálfsögðum mannréttindum hluta íslensku þjóðarinnar. Hinsegin fólk á Íslandi þarf að sitja undir því að íslensk stjórnvöld vinni nú hörðum höndum að komu manns sem hefur allan sinn feril - í stjórnmálum og utan þeirra - barist af fullum krafti gegn hinsegin réttindum. Við skulum tæpa á nokkrum atriðum. Mike Pence er á móti hjónaböndum okkar. Hann er svo eindregið á móti þeim að árið 2013 skrifaði hann sem ríkisstjóri undir lög í Indiana sem gerðu það refsivert fyrir samkynja pör að reyna að sækja um hjónavígsluvottorð. Mike Pence er fylgjandi því að okkur sé mismunað. Hann telur það eðlilegt að fólk megi neita okkur um þjónustu fyrir það hver við erum. Sem ríkisstjóri skrifaði hann undir lög árið 2015 sem veittu heimild til mismununar á hinsegin fólki á grundvelli trúarskoðana. Mike Pence hefur harðlega gagnrýnt löggjöf sem á að vernda okkur fyrir hatursglæpum og birti sem ritstjóri Indiana Policy Review m.a. greinar um að homma og lesbíur ætti ekki að ráða til vinnu. Það tók hann og hans nánasta samstarfsmann enda ekki langan tíma að fá þúsundir trans fólks reknar úr gervöllum Bandaríkjaher, en bann við trans fólki í hernum tók gildi 12. apríl síðastliðinn. Mike Pence nýtur ráðgjafar og stuðnings haturssamtaka sem berjast gegn réttindum okkar með kjafti og klóm. Raunar sat hann sjálfur eitt sinn í stjórn slíkra samtaka, Indiana Family Institute, sem mæla t.d. með afhommunarmeðferðum og eru alfarið á móti því að samkynja pör ættleiði börn. Afhommunarmeðferðir eru pyntingar og til slíkra meðferða vildi Mike Pence færa ríkisfjármuni árið 2000 - úr sjóðum samtaka sem veita aðstoð vegna HIV og alnæmis. Eins og þessi upptalning, sem því miður er alls ekki tæmandi, gefur til kynna eru það engar nýjar fréttir að Mike Pence er annálaður andstæðingur og illgjörðarmaður hinsegin fólks. Eða eins og Bandaríkjaforseti grínaðist með samkvæmt heimildarmönnum the New Yorker þegar réttindi hinsegin fólks bar á góma innan veggja Hvíta hússins: “Ekki spurja þennan gaur - hann vill hengja þau öll!” Hvort í þessum ummælum leynist sannleikur er ógjörningur að segja, en ljóst er að Mike Pence hefur valdið hinsegin fólki þjáningum svo áratugum skiptir og er hvergi nærri hættur. Nú ætlar ríkisstjórn Íslands að taka á móti Mike Pence, ræða kurteisislega við hann um viðskiptasamráð og efla með því tengslin við Bandaríkin. Allar slíkar áætlanir eru hrein og klár vanvirðing við samfélag hinsegin fólks á Íslandi. Við munum ekki sitja undir því þegjandi að hann sé boðinn velkominn hingað til lands. Ekki séns.Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimsókn Mike Pence Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í fréttum undanfarið hefur farið töluvert fyrir fyrirhugaðri en þó óstaðfestri komu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, til Íslands. Lítið hefur þó verið fjallað um þá staðreynd að hann er mótfallinn sjálfsögðum mannréttindum hluta íslensku þjóðarinnar. Hinsegin fólk á Íslandi þarf að sitja undir því að íslensk stjórnvöld vinni nú hörðum höndum að komu manns sem hefur allan sinn feril - í stjórnmálum og utan þeirra - barist af fullum krafti gegn hinsegin réttindum. Við skulum tæpa á nokkrum atriðum. Mike Pence er á móti hjónaböndum okkar. Hann er svo eindregið á móti þeim að árið 2013 skrifaði hann sem ríkisstjóri undir lög í Indiana sem gerðu það refsivert fyrir samkynja pör að reyna að sækja um hjónavígsluvottorð. Mike Pence er fylgjandi því að okkur sé mismunað. Hann telur það eðlilegt að fólk megi neita okkur um þjónustu fyrir það hver við erum. Sem ríkisstjóri skrifaði hann undir lög árið 2015 sem veittu heimild til mismununar á hinsegin fólki á grundvelli trúarskoðana. Mike Pence hefur harðlega gagnrýnt löggjöf sem á að vernda okkur fyrir hatursglæpum og birti sem ritstjóri Indiana Policy Review m.a. greinar um að homma og lesbíur ætti ekki að ráða til vinnu. Það tók hann og hans nánasta samstarfsmann enda ekki langan tíma að fá þúsundir trans fólks reknar úr gervöllum Bandaríkjaher, en bann við trans fólki í hernum tók gildi 12. apríl síðastliðinn. Mike Pence nýtur ráðgjafar og stuðnings haturssamtaka sem berjast gegn réttindum okkar með kjafti og klóm. Raunar sat hann sjálfur eitt sinn í stjórn slíkra samtaka, Indiana Family Institute, sem mæla t.d. með afhommunarmeðferðum og eru alfarið á móti því að samkynja pör ættleiði börn. Afhommunarmeðferðir eru pyntingar og til slíkra meðferða vildi Mike Pence færa ríkisfjármuni árið 2000 - úr sjóðum samtaka sem veita aðstoð vegna HIV og alnæmis. Eins og þessi upptalning, sem því miður er alls ekki tæmandi, gefur til kynna eru það engar nýjar fréttir að Mike Pence er annálaður andstæðingur og illgjörðarmaður hinsegin fólks. Eða eins og Bandaríkjaforseti grínaðist með samkvæmt heimildarmönnum the New Yorker þegar réttindi hinsegin fólks bar á góma innan veggja Hvíta hússins: “Ekki spurja þennan gaur - hann vill hengja þau öll!” Hvort í þessum ummælum leynist sannleikur er ógjörningur að segja, en ljóst er að Mike Pence hefur valdið hinsegin fólki þjáningum svo áratugum skiptir og er hvergi nærri hættur. Nú ætlar ríkisstjórn Íslands að taka á móti Mike Pence, ræða kurteisislega við hann um viðskiptasamráð og efla með því tengslin við Bandaríkin. Allar slíkar áætlanir eru hrein og klár vanvirðing við samfélag hinsegin fólks á Íslandi. Við munum ekki sitja undir því þegjandi að hann sé boðinn velkominn hingað til lands. Ekki séns.Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar