Minnst 25 dánir í eldsvoða undan ströndum Kaliforníu Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2019 08:46 Eitt líkanna sem fundist hafa flutt í land. AP/Christian Monterrosa Minnst 25 eru dánir eftir að eldur kom upp í skipi undan ströndum Kaliforníu í gærmorgun. 39 manns voru um borð í skipinu Conception og er að mestu að ræða um áhugakafara sem voru í þriggja daga siglingu. Fimm úr áhöfn skipsins björguðust en þeir sváfu á efsta þilfari skipsins. Enn var nótt í Kaliforníu og þegar eldurinn blossaði upp stukku þeir frá borði. Aðrir virðast hafa verið sofandi á neðri þilförum skipsins og hafa lík fundist í skipinu á hafsbotni en það sökk í kjölfar eldsvoðans. Til þess að komast frá svefnrými skipsins þarf að fara upp þröngan stiga og er í raun bara ein útgönguleið þaðan. „Þú gætir ekki beðið um verra ástand,“ hefur AP fréttaveitan eftir fógetanum Bill Brown.Ekki er vitað til þess að aðrir hafi lifað eldsvoðann af, enn sem komið er og ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði. Báturinn var staddur um það bil 145 kílómetrum vestur af Los Angeles þegar eldurinn kom upp, í grennd við eyjuna Santa Cruz. Áhafnarmeðlimirnir sem sluppu frá borði sigldu björgunarbát að öðrum báti sem var þar nærri og vöktu eigendur hans. Í samtali við New York Times segja þau Bob og Shirley Hansen að þegar þau vöknuðu hafi skemmtiskipið verið í ljósum logum og áhafnarmeðlimirnir hafi verið kaldir og hraktir. Þeir hafi einungis verið á nærfötunum þegar þeir stukku í sjóinn.„Ég sá eldinn koma út um göt á hlið skipsins. Þá heyrðust reglulega sprengingar. Þú getur ekki undirbúið þig fyrir eitthvað svona. Þetta var hræðilegt,“ sagði Bob Hansen. Tveir úr áhöfn skipsins fóru aftur að Conception í leit að eftirlifendum en fundu enga.Samkvæmt AP fréttaveitunni sýna opinber gögn að eigendur Conception hafi ávallt brugðist fljótt við ábendingum frá Strandgæslunni við ástandsskoðanir. Á síðustu fimm árum hafi einhverjar ábendingar verið vegna brunavarna og meðal annars hafi eigendurnir þurft að skipta um hitaskynjara í messa skipsins og brunaslöngu.Skipið liggur á hafsbotni en ekki á miklu dýpi. Það ku vera á töluverðri hreyfingu vegna strauma og því hefur gengið erfiðlega að ná líkum úr því. Bandaríkin Tengdar fréttir Staðfest að fjórir hafi látist í bátsbrunanum 38 voru um borð í bátnum Conception undan strönd Kaliforníuríkis þegar eldur kom upp í bátnum snemma í morgun. 2. september 2019 20:50 Tugir látnir í eldsvoða í báti undan ströndum Kaliforníu Eldur kviknaði í bát undan strönd Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum í morgun. Héraðsmiðillinn KTLA hefur eftir slökkviliði í Ventura-sýslu að 34 hafi látið lífið í eldsvoðanum. 2. september 2019 13:39 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent Fleiri fréttir Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Sjá meira
Minnst 25 eru dánir eftir að eldur kom upp í skipi undan ströndum Kaliforníu í gærmorgun. 39 manns voru um borð í skipinu Conception og er að mestu að ræða um áhugakafara sem voru í þriggja daga siglingu. Fimm úr áhöfn skipsins björguðust en þeir sváfu á efsta þilfari skipsins. Enn var nótt í Kaliforníu og þegar eldurinn blossaði upp stukku þeir frá borði. Aðrir virðast hafa verið sofandi á neðri þilförum skipsins og hafa lík fundist í skipinu á hafsbotni en það sökk í kjölfar eldsvoðans. Til þess að komast frá svefnrými skipsins þarf að fara upp þröngan stiga og er í raun bara ein útgönguleið þaðan. „Þú gætir ekki beðið um verra ástand,“ hefur AP fréttaveitan eftir fógetanum Bill Brown.Ekki er vitað til þess að aðrir hafi lifað eldsvoðann af, enn sem komið er og ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði. Báturinn var staddur um það bil 145 kílómetrum vestur af Los Angeles þegar eldurinn kom upp, í grennd við eyjuna Santa Cruz. Áhafnarmeðlimirnir sem sluppu frá borði sigldu björgunarbát að öðrum báti sem var þar nærri og vöktu eigendur hans. Í samtali við New York Times segja þau Bob og Shirley Hansen að þegar þau vöknuðu hafi skemmtiskipið verið í ljósum logum og áhafnarmeðlimirnir hafi verið kaldir og hraktir. Þeir hafi einungis verið á nærfötunum þegar þeir stukku í sjóinn.„Ég sá eldinn koma út um göt á hlið skipsins. Þá heyrðust reglulega sprengingar. Þú getur ekki undirbúið þig fyrir eitthvað svona. Þetta var hræðilegt,“ sagði Bob Hansen. Tveir úr áhöfn skipsins fóru aftur að Conception í leit að eftirlifendum en fundu enga.Samkvæmt AP fréttaveitunni sýna opinber gögn að eigendur Conception hafi ávallt brugðist fljótt við ábendingum frá Strandgæslunni við ástandsskoðanir. Á síðustu fimm árum hafi einhverjar ábendingar verið vegna brunavarna og meðal annars hafi eigendurnir þurft að skipta um hitaskynjara í messa skipsins og brunaslöngu.Skipið liggur á hafsbotni en ekki á miklu dýpi. Það ku vera á töluverðri hreyfingu vegna strauma og því hefur gengið erfiðlega að ná líkum úr því.
Bandaríkin Tengdar fréttir Staðfest að fjórir hafi látist í bátsbrunanum 38 voru um borð í bátnum Conception undan strönd Kaliforníuríkis þegar eldur kom upp í bátnum snemma í morgun. 2. september 2019 20:50 Tugir látnir í eldsvoða í báti undan ströndum Kaliforníu Eldur kviknaði í bát undan strönd Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum í morgun. Héraðsmiðillinn KTLA hefur eftir slökkviliði í Ventura-sýslu að 34 hafi látið lífið í eldsvoðanum. 2. september 2019 13:39 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent Fleiri fréttir Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Sjá meira
Staðfest að fjórir hafi látist í bátsbrunanum 38 voru um borð í bátnum Conception undan strönd Kaliforníuríkis þegar eldur kom upp í bátnum snemma í morgun. 2. september 2019 20:50
Tugir látnir í eldsvoða í báti undan ströndum Kaliforníu Eldur kviknaði í bát undan strönd Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum í morgun. Héraðsmiðillinn KTLA hefur eftir slökkviliði í Ventura-sýslu að 34 hafi látið lífið í eldsvoðanum. 2. september 2019 13:39