Erlent

Engin árangur af sím­talinu og fjór­tán látnir eftir á­rás á Kænugarð

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Engin árangur virðist hafa náðst í símtali Trump og Pútín í gær.
Engin árangur virðist hafa náðst í símtali Trump og Pútín í gær. Getty/Hesham Elsherif

Fjórtán létust þegar Rússar gerðu drónaárás á Kænugarð í gær. Sprengingar heyrðust í borginni og nokkrir eldar kviknuðu í kjölfarið, meðal annars í íbúðabyggingum í nokkrum hverfum og í heilbrigðisstofnun í Holosiivskyi.

Einn slasaðist í drónaárás Úkraínumanna á Sergiyev Posad, nærri Moskvu.

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti ræddu saman í síma í gær en Trump sagði eftir samtalið að honum hefði ekkert orðið ágengt með Pútín. Síðarnefndi er sagður hafa ítrekað að hann myndi aðeins stöðva hernaðaraðgerðir að því gefnu að rætur þeirra yrðu upprættar.

Rússar hafa löngum bent á stækkun Atlantshafsbandalagsins og stuðning Vesturlanda við Úkraínu sem réttlætingu fyrir innrásinni.

Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti sagði við blaðamenn í Danmörku í gær að hann vonaðist til þess að ræða við Trump í dag um hlé sem Bandaríkjamenn höfðu gert á vopnasendingum til Úkraínu, sökum minnkandi birgða heima fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×