Furðulegar og strangar reglur sem keppendur í The Bachelorette þurfa að fara eftir Stefán Árni Pálsson skrifar 3. september 2019 15:30 Það er ekkert grín að taka þátt. Furðulegar og strangar reglur sem keppendur í The Bachelorette þurfa að fara eftir Þættirnir The Bachelorette, The Bachelor og Bachelor in Paradise eru allir mjög vinsælar raunveruleikaþáttaraðir. Þættirnir hafa verið í framleiðslu hjá ABC í Bandaríkjunum í mörg ár. Til að taka þátt verða allir keppendur að samþykkja að fara eftir mjög ströngum reglum en á YouTube-síðunni The Talko er farið ítarlega yfir þær reglur sem þátttakendur í The Bachelorette þurfa að fara eftir á meðan tökum stendur. - Þættirnir eru teknir upp nokkrum mánuðum áður en þeir fara í loftið og því þurfa allir sem koma að þáttunum að halda allri atburðarrás leyndri. Ef einhver verður uppvís af því að kjafta frá því sem gerist í upptökunum gæti sá aðili þurft að borga 5 milljónir dollara í sekt. - Keppendur mega aðeins drekka tvo áfenga drykki á hverri klukkustund til að koma í veg fyrir of mikla ölvun. - Keppendur þurf að borða á ákveðnum tímum og mega ekki nærast þegar verið er að taka upp. Smjatt fer ekki vel í áhorfendur sem vilja frekar hlusta á samtöl á milli fólks. Það er ástæðan fyrir því að keppendur borða aldrei á stefnumótum í þáttunum. - Ef þú tekur þátt er ekki leyfilegt að vera í öðru rómantísku sambandi með öðrum aðila. Þessi regla hefur aftur á móti verið brotin nokkrum sinnum. - Allir þátttakendur þurfa að fara í gegnum heljarinnar læknisskoðun, bæði líkamleg og andleg. Fólk með smitandi sjúkdóma fá ekki að taka þátt. - Á meðan keppendur eru í tökum mega þeir ekki nota síma, hlusta á tónlist, fara á netið eða lesa bók. Eina bókin sem leyfilegt er að lesa er Biblían. - Ákveðin orð eru bönnuð í þáttunum og hika framleiðendur ekki við það að taka upp ákveðin atriði aftur ef orðalagið er ekki rétt. - Keppendur fá ekki krónu borgað fyrir það að taka þátt. Sumir segja upp atvinnu sinni til að fá að vera með og hafa því ekki neina vinnu til að snúa við í þegar þátttöku þeirra er lokið. Ef þú ferð alla leið í þáttunum fá keppendur trúlofunarhring að andvirði um 12 milljónir króna. Aftur á móti til að fá að halda hringnum verður parið að vera saman í að minnsta kosti tvö ár. - Keppendur verða að taka þátt í öllum stefnumótum. Stundum eru stefnumótin hreinlega ógnvekjandi eins og til að mynda að fara í teygjustökk. Ekki er leyfilegt að sneiða framhjá ákveðnum hlutum af stefnumótinni og hafa þátttakendur skrifað undir samning þess efnis. - ABC ræður til sín einkaspæjara til fara vel og vandlega yfir alla keppendur og fortíð þeirra. Svo að það komi ekki upp erfið mál fyrir sjónvarpsstöðina seinna meir. - Keppendur mega aðeins taka með sér tvær ferðatöskur í þættina en sumir þurfa að vera að heiman í margar vikur við gerð þáttanna. - Það má enginn tjá sig um stjórnmál í þáttunum. - Keppendur hafa allir skrifað undir samning að framleiðendur mega taka upp allt sem gerist. Í raun má ABC taka upp efni af öllum þátttakendum í heilt ár. Ekki er leyfilegt að taka þátt í öðrum þáttaröðum á annarri sjónvarpsstöð á þeim tíma. Hollywood Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Sjá meira
Furðulegar og strangar reglur sem keppendur í The Bachelorette þurfa að fara eftir Þættirnir The Bachelorette, The Bachelor og Bachelor in Paradise eru allir mjög vinsælar raunveruleikaþáttaraðir. Þættirnir hafa verið í framleiðslu hjá ABC í Bandaríkjunum í mörg ár. Til að taka þátt verða allir keppendur að samþykkja að fara eftir mjög ströngum reglum en á YouTube-síðunni The Talko er farið ítarlega yfir þær reglur sem þátttakendur í The Bachelorette þurfa að fara eftir á meðan tökum stendur. - Þættirnir eru teknir upp nokkrum mánuðum áður en þeir fara í loftið og því þurfa allir sem koma að þáttunum að halda allri atburðarrás leyndri. Ef einhver verður uppvís af því að kjafta frá því sem gerist í upptökunum gæti sá aðili þurft að borga 5 milljónir dollara í sekt. - Keppendur mega aðeins drekka tvo áfenga drykki á hverri klukkustund til að koma í veg fyrir of mikla ölvun. - Keppendur þurf að borða á ákveðnum tímum og mega ekki nærast þegar verið er að taka upp. Smjatt fer ekki vel í áhorfendur sem vilja frekar hlusta á samtöl á milli fólks. Það er ástæðan fyrir því að keppendur borða aldrei á stefnumótum í þáttunum. - Ef þú tekur þátt er ekki leyfilegt að vera í öðru rómantísku sambandi með öðrum aðila. Þessi regla hefur aftur á móti verið brotin nokkrum sinnum. - Allir þátttakendur þurfa að fara í gegnum heljarinnar læknisskoðun, bæði líkamleg og andleg. Fólk með smitandi sjúkdóma fá ekki að taka þátt. - Á meðan keppendur eru í tökum mega þeir ekki nota síma, hlusta á tónlist, fara á netið eða lesa bók. Eina bókin sem leyfilegt er að lesa er Biblían. - Ákveðin orð eru bönnuð í þáttunum og hika framleiðendur ekki við það að taka upp ákveðin atriði aftur ef orðalagið er ekki rétt. - Keppendur fá ekki krónu borgað fyrir það að taka þátt. Sumir segja upp atvinnu sinni til að fá að vera með og hafa því ekki neina vinnu til að snúa við í þegar þátttöku þeirra er lokið. Ef þú ferð alla leið í þáttunum fá keppendur trúlofunarhring að andvirði um 12 milljónir króna. Aftur á móti til að fá að halda hringnum verður parið að vera saman í að minnsta kosti tvö ár. - Keppendur verða að taka þátt í öllum stefnumótum. Stundum eru stefnumótin hreinlega ógnvekjandi eins og til að mynda að fara í teygjustökk. Ekki er leyfilegt að sneiða framhjá ákveðnum hlutum af stefnumótinni og hafa þátttakendur skrifað undir samning þess efnis. - ABC ræður til sín einkaspæjara til fara vel og vandlega yfir alla keppendur og fortíð þeirra. Svo að það komi ekki upp erfið mál fyrir sjónvarpsstöðina seinna meir. - Keppendur mega aðeins taka með sér tvær ferðatöskur í þættina en sumir þurfa að vera að heiman í margar vikur við gerð þáttanna. - Það má enginn tjá sig um stjórnmál í þáttunum. - Keppendur hafa allir skrifað undir samning að framleiðendur mega taka upp allt sem gerist. Í raun má ABC taka upp efni af öllum þátttakendum í heilt ár. Ekki er leyfilegt að taka þátt í öðrum þáttaröðum á annarri sjónvarpsstöð á þeim tíma.
Hollywood Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Sjá meira