Búist við miklum umferðartöfum vegna komu varaforsetans Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2019 17:40 Heimsókn Mike Pence mun hafa mikil áhrif á umferð í höfuðborginni á morgun, sérstaklega í kringum Höfða. Vísir/Vilhelm Sæbraut og Borgartúni verður lokað um tíma á morgun vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að búast megi við miklum töfum á umferð bifreiða vegna lokananna. Höfði við Borgartún hefur verið girtur af vegna heimsóknarinnar. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir við Vísi að vítækar götulokanir verði vegna heimsóknarinnar á morgun. Þær afmarkist af Snorrabraut, Sæbraut og Kringlumýrarbraut. Byrjað verði að loka einhverjum götum strax í fyrramálið en lokanir taki gildi af fullum þunga undir hádegi. Þannig verði Sæbraut, ein helsta umferðaræð borgarinnar, lokuð frá hádegi og fram eftir degi. Þá segir Ásgeir Þór að gera megi ráð fyrir miklu inngripi í umferð þegar bílalest varaforsetans verður á ferðinni. „Þetta mun hafa víðtæk áhrif á umferðina í Reykjavík á morgun,“ segir hann. Ríkisútvarpið segir að stórt svæði umhverfis Höfða hafi verið girt af í dag en þar fundar Pence með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, á morgun. Búist er við einhverjum mótmælum vegna heimsóknar Pence en hann er meðal annars þekktur fyrir íhaldssamar skoðanir á réttindum hinsegin fólks. Lokað verður fyrir alla umferð á Sæbraut á milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar. Lokað verður frá hádegi þar til síðdegis. Öllum akreinum Sæbrautar verður lokað. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu. Þá má gera ráð fyrir að talsverðar tafir verði á höfuðborgarsvæðinu áálagstímum. Hluta Borgartúns verður einnig lokaðá meðan á heimsókn varaforsetans stendur. Einhverjar breytingar geta orðiðáþessum áætlunum. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Reykjavík Tengdar fréttir Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. 3. september 2019 10:37 Ellefu félagasamtök boða til mótmæla vegna „ógeðfelldrar“ stefnu Mike Pence Ellefu félagsmenn hafa tekið höndum saman og boðað til mótmæla vegna heimsóknar Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna. 3. september 2019 11:47 Guðlaugur Þór lét snyrta skeggið sem hafði fengið dræmar undirtektir Gerði þetta í aðdraganda fundar með Mike Pence. 3. september 2019 13:07 Mike Pence hættir við hádegisverð með Guðna vegna breyttrar ferðatilhögunar Pence er væntanlegur til landsins á morgun en hann mun meðal annars funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra en síðar um kvöldið mun hann funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem einnig er væntanleg til landsins. 3. september 2019 16:23 Íslendingar megi ekki verða undirokaðir skósveinar í valdabrölti heimsveldis Smári sagðist ætla að fylgjast grannt með gangi mála og gera sitt besta til að ekkert fari úr böndunum. Hann virti fyrir sér viðbúnaðinn í morgunn. 3. september 2019 14:47 Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sjá meira
Sæbraut og Borgartúni verður lokað um tíma á morgun vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að búast megi við miklum töfum á umferð bifreiða vegna lokananna. Höfði við Borgartún hefur verið girtur af vegna heimsóknarinnar. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir við Vísi að vítækar götulokanir verði vegna heimsóknarinnar á morgun. Þær afmarkist af Snorrabraut, Sæbraut og Kringlumýrarbraut. Byrjað verði að loka einhverjum götum strax í fyrramálið en lokanir taki gildi af fullum þunga undir hádegi. Þannig verði Sæbraut, ein helsta umferðaræð borgarinnar, lokuð frá hádegi og fram eftir degi. Þá segir Ásgeir Þór að gera megi ráð fyrir miklu inngripi í umferð þegar bílalest varaforsetans verður á ferðinni. „Þetta mun hafa víðtæk áhrif á umferðina í Reykjavík á morgun,“ segir hann. Ríkisútvarpið segir að stórt svæði umhverfis Höfða hafi verið girt af í dag en þar fundar Pence með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, á morgun. Búist er við einhverjum mótmælum vegna heimsóknar Pence en hann er meðal annars þekktur fyrir íhaldssamar skoðanir á réttindum hinsegin fólks. Lokað verður fyrir alla umferð á Sæbraut á milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar. Lokað verður frá hádegi þar til síðdegis. Öllum akreinum Sæbrautar verður lokað. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu. Þá má gera ráð fyrir að talsverðar tafir verði á höfuðborgarsvæðinu áálagstímum. Hluta Borgartúns verður einnig lokaðá meðan á heimsókn varaforsetans stendur. Einhverjar breytingar geta orðiðáþessum áætlunum.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Reykjavík Tengdar fréttir Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. 3. september 2019 10:37 Ellefu félagasamtök boða til mótmæla vegna „ógeðfelldrar“ stefnu Mike Pence Ellefu félagsmenn hafa tekið höndum saman og boðað til mótmæla vegna heimsóknar Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna. 3. september 2019 11:47 Guðlaugur Þór lét snyrta skeggið sem hafði fengið dræmar undirtektir Gerði þetta í aðdraganda fundar með Mike Pence. 3. september 2019 13:07 Mike Pence hættir við hádegisverð með Guðna vegna breyttrar ferðatilhögunar Pence er væntanlegur til landsins á morgun en hann mun meðal annars funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra en síðar um kvöldið mun hann funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem einnig er væntanleg til landsins. 3. september 2019 16:23 Íslendingar megi ekki verða undirokaðir skósveinar í valdabrölti heimsveldis Smári sagðist ætla að fylgjast grannt með gangi mála og gera sitt besta til að ekkert fari úr böndunum. Hann virti fyrir sér viðbúnaðinn í morgunn. 3. september 2019 14:47 Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sjá meira
Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. 3. september 2019 10:37
Ellefu félagasamtök boða til mótmæla vegna „ógeðfelldrar“ stefnu Mike Pence Ellefu félagsmenn hafa tekið höndum saman og boðað til mótmæla vegna heimsóknar Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna. 3. september 2019 11:47
Guðlaugur Þór lét snyrta skeggið sem hafði fengið dræmar undirtektir Gerði þetta í aðdraganda fundar með Mike Pence. 3. september 2019 13:07
Mike Pence hættir við hádegisverð með Guðna vegna breyttrar ferðatilhögunar Pence er væntanlegur til landsins á morgun en hann mun meðal annars funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra en síðar um kvöldið mun hann funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem einnig er væntanleg til landsins. 3. september 2019 16:23
Íslendingar megi ekki verða undirokaðir skósveinar í valdabrölti heimsveldis Smári sagðist ætla að fylgjast grannt með gangi mála og gera sitt besta til að ekkert fari úr böndunum. Hann virti fyrir sér viðbúnaðinn í morgunn. 3. september 2019 14:47