Norska dagblaðið Budstikka greindi fyrst frá þessu en fjölskylda hans hefur nú staðfest fráfallið. Hanevold keppti í skíðaskotfimi og var einn sigursælasti íþróttamaður Norðmanna.
„Við höfum misst stóra stjörnu. Það er enginn vafi á því,“ sagði Arne Horten, forseti skotfimisambandsinsins í Noregi, við NTB fjölmiðilinn.
Halvard Hanevold var en herlig representant for norsk idrett. Et forbilde på kryss av idretter.
Hvil i fred
— Jan Aage Fjortoft (@JanAageFjortoft) September 3, 2019
Hanevold fór á sextán heimsmeistaramót. Þar náði hann í fimm gullverðlaun, sjö silfur og fjögur bronsverðlaun. Einnig fór hann á fimm Ólympíuleika þar sem hann vann til þrennra gullverðlauna.
Samanlagt náði hann í 22 verðlaun bæði á HM og Ólympíuleikunum en verðlaunin voru í einstaklings- og liðsflokki. Magnaður íþróttamaður.
Síðasta keppni Hanevold var í Noregi árið 2010 en síðan þá hefur hann einnig unnið sem lýsandi hjá NRK.
Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn.
Halvard Hanevold vil for alltid være en av grunnene til at jeg vier livet mitt til idretten, hvil i fred
— Halvor E Granerud (@HGranerud) September 3, 2019