Heimsþekktur leikari á RIFF Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2019 15:30 John Hawkes í Winter´s Bone Hinn heimsfrægi Hollywood leikari John Hawkes mun koma á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (RIFF) sem haldin verður 26. september til 6. október.John Hawkes er margverðlaunaður listamaður og var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Winter´s Bone. Hann hefur leikið í bíómyndum eins og Three Billboards Outside Ebbing, Missouri sem fékk Óskarsverðlaun, Golden Globe og BAFTA verðlaun, aukahlutverk í The American Gangster, The Sessions, Everest sem Baltasar Kormákur stýrði, Spielberg myndinni Lincoln og Life of Crime að ógleymdu stóru hlutverki sínu í sjónvarpsþáttunum Deadwood. John Hawkes leikur aðalhlutverkið í opnunarmynd RIFF hátíðarinnar End of Sentence, í leikstjórn Elfars Aðalsteins, og mun koma til landsins í tilefni af frumsýningu á myndinni fimmtudaginn 26. september og daginn eftir, föstudaginn 27. september mun leikstjórinn Elfar eiga klukkustundar spjall við Hawkes um feril hans og í lokin mega áhorfendur spyrja spurninga úr sal. End of Sentence er vegamynd sem segir sögu feðga er leggja land undir fót til að heiðra minningu móður og eiginkonu, en hennar hinsta ósk var að ösku hennar yrði dreift í lítið vatn á æskuslóðunum á Írlandi. Samband feðganna er vægast sagt stirt og á vegferð þeirra um landið kemur margt upp úr kafinu. Myndin er í senn ljúfsár og kómísk en umfram allt hjartnæm. End of sentence var nýlega frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Edinborg og fékk í kjölfarið lofsamlega dóma í virtum erlendum fagmiðlum. Fjölmargir Íslendingar koma að gerð myndarinnar, eins og til dæmis Ólafur Darri Ólafsson, Kristján Loðmfjörð, Eva María Daníels, Karl Óskarsson, Valdís Óskarsdóttur, Pétur Ben, Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Eggert Baldvinsson og þá er Sigurjón Sighvatsson einn framleiðenda myndarinnar. Kvikmyndamiðstöð Íslands styrkti myndina. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Sjá meira
Hinn heimsfrægi Hollywood leikari John Hawkes mun koma á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (RIFF) sem haldin verður 26. september til 6. október.John Hawkes er margverðlaunaður listamaður og var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Winter´s Bone. Hann hefur leikið í bíómyndum eins og Three Billboards Outside Ebbing, Missouri sem fékk Óskarsverðlaun, Golden Globe og BAFTA verðlaun, aukahlutverk í The American Gangster, The Sessions, Everest sem Baltasar Kormákur stýrði, Spielberg myndinni Lincoln og Life of Crime að ógleymdu stóru hlutverki sínu í sjónvarpsþáttunum Deadwood. John Hawkes leikur aðalhlutverkið í opnunarmynd RIFF hátíðarinnar End of Sentence, í leikstjórn Elfars Aðalsteins, og mun koma til landsins í tilefni af frumsýningu á myndinni fimmtudaginn 26. september og daginn eftir, föstudaginn 27. september mun leikstjórinn Elfar eiga klukkustundar spjall við Hawkes um feril hans og í lokin mega áhorfendur spyrja spurninga úr sal. End of Sentence er vegamynd sem segir sögu feðga er leggja land undir fót til að heiðra minningu móður og eiginkonu, en hennar hinsta ósk var að ösku hennar yrði dreift í lítið vatn á æskuslóðunum á Írlandi. Samband feðganna er vægast sagt stirt og á vegferð þeirra um landið kemur margt upp úr kafinu. Myndin er í senn ljúfsár og kómísk en umfram allt hjartnæm. End of sentence var nýlega frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Edinborg og fékk í kjölfarið lofsamlega dóma í virtum erlendum fagmiðlum. Fjölmargir Íslendingar koma að gerð myndarinnar, eins og til dæmis Ólafur Darri Ólafsson, Kristján Loðmfjörð, Eva María Daníels, Karl Óskarsson, Valdís Óskarsdóttur, Pétur Ben, Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Eggert Baldvinsson og þá er Sigurjón Sighvatsson einn framleiðenda myndarinnar. Kvikmyndamiðstöð Íslands styrkti myndina.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Sjá meira