Brown endaði í Patriots eftir rússibanareið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. september 2019 11:00 Antonio Brown er oftast skælbrosandi. Ekki síst í dag. Vísir/Getty Á föstudag baðst NFL-leikmaðurinn Antonio Brown liðsfélaga sína í Oakland Raiders innilega afsökunar á framferði sínu daginn áður, þegar hann hnakkreifst við framkvæmdastjórann Mike Mayock. Rúmum sólarhringi síðar var hann orðinn leikmaður Super Bowl-meistaranna í New England Patriots. Nýtt keppnistímabil í NFL-deildinni hófst aðfaranótt fimmtudags en flest lið spila í dag - þeirra á meðal Patriots sem mætir einmitt Pittsburgh Steelers, liðinu sem Brown yfirgaf eftir síðasta tímabil. Brown lenti í útistöðum við þjálfara og stjórnendur Raiders, skrópaði á æfingu daginn fyrir síðasta og mikilvægasta leik tímabilsins. Hann spilaði ekki í umræddum leik og átti ekki afturkvæmt. Brown spilar þó ekki í kvöld en hann verður ekki löglegur með Patriots fyrr en á morgun. Eins og fjallað hefur verið um á íþróttavef Vísis hefur gengið á ýmsu á undirbúningstímabilinu hjá Oakland Raiders og stjörnuleikmanninum Antonio Brown, sem gekk í raðir ræningjanna í Oakland í mars. https://www.visir.is/g/2019190319873/besti-utherji-nfl-deildarinnar-for-til-raiders Í fyrstu virtist allt í blóma. Raiders gekk skelfilega á síðustu leiktíð, þeirri fyrstu hjá þjálfaranum Jon Gruden sem hafði tekið margar umdeildar ákvarðanir í leikmannamálm liðsins. Allra helst að leyfa varnartröllinu Khalil Mack að fara til Chicago Bears. En koma Brown færði stuðningsmönnum Raiders bjartsýni um að betri tíð væri í vændum. Brown virtist tilbúinn í að gefa allt sitt til nýja liðsins. https://www.visir.is/g/2019190729660/aefir-sig-fyrir-timabilid-med-thvi-ad-gripa-mursteina Æfingabúðir liðanna í NFL-deildinni hófust seint í júlí eftir sumarfrí. En fljótlega fóru að berast furðufréttir úr herbúðum æfingabúðum Oakland, sér í lagi af fótum Brown sem hafði fengið svæsin kalsár um mitt sumar í sólinni í Kaliforníu. https://www.visir.is/g/2019190809461/spyrja-hvernig-faetur-eins-besta-utherja-nfl-deildarinnar-geti-litid-svona-ut Í ljós kom að hann hafði verið með rangan skóbúnað í kælifklefa sem íþróttamenn nota í endurheimt eftir leiki og æfingar. https://www.visir.is/g/2019190809042/spyrja-sig-ad-thvi-hvernig-nfl-storstjarna-gat-fengid-kalsar-a-faetur-um-mitt-sumar Það var fjallað um allt saman í Hard Knocks þáttaröðinni frá HBO, sem einnig var sýnd á Stöð 2 Sport (lokaþátturinn var sýndur á föstudagskvöldið). En fótamálið gleymdist fljótlega þegar Brown neitaði að skipta út gömlum og úreldum hjálmi sínum á æfingum Raiders. Hjálmurinn sem Brown hafði notað allan sinn feril var nefnilega ólöglegur samkvæmt nýjum reglum NFL-deildarinnar um öryggi leikmanna. https://www.visir.is/g/2019190819444/fyrsti-thattur-hard-knocks-er-a-stod-2-sport-i-kvold Það gekk á ýmsu í hjálmamálum Brown. Hann auglýsti eftir gömlum en löglegum hjálmum á samfélagsmiðlum, sendi tvær kvartanir til NFL-deildarinnar og skrópaði ítrekað á æfingar. Um tíma virtist enginn í þjálfaraliði Raiders vita hvar í veröldinni Brown væri staddur. https://www.visir.is/g/2019190819450/dramadrottning-nfl-deildarinnar-auglysir-eftir-hjalmi-a-twitter Svo fann Brown hjálm sem hann vildi nota og loksins virtist allt með felldu. Það var stutt í fyrsta leik en Brown virtist klár í slaginn. Á miðvikudag byrjaði svo aftur að berast furðufréttir af Brown. Í þetta sinn birti hann á Instragram-síðu sinni mynd af bréfi sem Mayock, framkvæmdastjóri Raiders, sendi honum þar sem fram kom að félagið hafði sektað hann fyrir að missa af æfingum. https://www.visir.is/g/2019190909213/meira-ad-segja-o.j.-simpson-er-buinn-ad-fa-nog-af-latalatunum-i-antonio-brown Þennan sama dag mætti hann á æfingasvæði Raiders, þar sem hann hnakkreifst við Mayock og hótaði honum ofbeldi. Félagið brást við því næsta dag með því að setja hann í bann. Á föstudag mætti Brown aftur á æfingasvæðið, í þetta sinn til að biðjast afsökunar. Það gerði hann á liðsfundi, með stuðningi fyrirliða Raiders, og bæði Gruden og Mayock tóku honum opnum örmum. Allt var fyrirgefið og átti Brown að fá að spila fyrsta leik tímabilsins með Raiders. Svo rann gærdagurinn upp. Hann hófst með fréttum af því að Raiders hafði sektað Brown um 215 þúsund Bandaríkjadala fyrir hegðun sína. Með sektinni varð ljóst að Brown hefði brotið ákvæði í samningi sínum sem gerði að verkum að grunnlaun hans voru ekki lengur tryggð. Það er engin smá upphæð - 30 milljónir dollara. Þetta fór illa í Brown sem birti færslu á Instagram þar sem hann bað einfaldlega Raiders um að rifta samningi hans við félagið. Það var svo gert stuttu síðar. Fáeinum klukkustundum síðar bárust enn ný tíðindi af Brown - hann var búinn að semja við New England Patriots. Samningurinn var til eins árs með tryggðum grunnlaunum að upphæð níu milljónum dollara. Ef hann spilar allt tímabilið og nær ákveðnum markmiðum fær hann sex milljónir til viðbótar í vasann. Það er rétt að taka fram að það sem er tíundað hér fyrir ofan er aðeins það helsta sem drifið hefur á daga Brown síðan hann gekk í raðir Oakland Raiders. Ýmislegt annað hefur gengið á, til að mynda málsókn frá kokki og afskipti lögreglu eftir að Brown kastaði húsgögnum út um glugga. En ekkert því breytir þeirri staðreynd að Antonio Brown er nú orðinn leikmaður New England Patriots og mun framvegis grípa sendingar frá Tom Brady - það er að segja ef ekkert breytist á næstu viku. Sóknarlið Patriots er nú orðin ógnvekjandi. Í útherjasveit liðsins eru einnig Julian Edelman og Josh Gordon og í hlaupaleiknum er Sony Michel líklegur til afreka. Innherjinn Rob Gronkowski hætti reyndar eftir síðasta tímabil en hver veit nema að hann taki fram hjálminn á nýjan leik nú þegar sókn Patriots er enn og aftur orðin ein sú allra besta í deildinni. Stöð 2 Sport 2 sýnir beint frá tveimur leikjum í NFL-deildinni í kvöld. Viðureign Kansas City Chiefs og Jacksonville Jaguars hefst klukkan 17.00 en að honum loknum, klukkan 20.20, byrjar leikur Dallas Cowboys og New York Giants. NFL Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira
Á föstudag baðst NFL-leikmaðurinn Antonio Brown liðsfélaga sína í Oakland Raiders innilega afsökunar á framferði sínu daginn áður, þegar hann hnakkreifst við framkvæmdastjórann Mike Mayock. Rúmum sólarhringi síðar var hann orðinn leikmaður Super Bowl-meistaranna í New England Patriots. Nýtt keppnistímabil í NFL-deildinni hófst aðfaranótt fimmtudags en flest lið spila í dag - þeirra á meðal Patriots sem mætir einmitt Pittsburgh Steelers, liðinu sem Brown yfirgaf eftir síðasta tímabil. Brown lenti í útistöðum við þjálfara og stjórnendur Raiders, skrópaði á æfingu daginn fyrir síðasta og mikilvægasta leik tímabilsins. Hann spilaði ekki í umræddum leik og átti ekki afturkvæmt. Brown spilar þó ekki í kvöld en hann verður ekki löglegur með Patriots fyrr en á morgun. Eins og fjallað hefur verið um á íþróttavef Vísis hefur gengið á ýmsu á undirbúningstímabilinu hjá Oakland Raiders og stjörnuleikmanninum Antonio Brown, sem gekk í raðir ræningjanna í Oakland í mars. https://www.visir.is/g/2019190319873/besti-utherji-nfl-deildarinnar-for-til-raiders Í fyrstu virtist allt í blóma. Raiders gekk skelfilega á síðustu leiktíð, þeirri fyrstu hjá þjálfaranum Jon Gruden sem hafði tekið margar umdeildar ákvarðanir í leikmannamálm liðsins. Allra helst að leyfa varnartröllinu Khalil Mack að fara til Chicago Bears. En koma Brown færði stuðningsmönnum Raiders bjartsýni um að betri tíð væri í vændum. Brown virtist tilbúinn í að gefa allt sitt til nýja liðsins. https://www.visir.is/g/2019190729660/aefir-sig-fyrir-timabilid-med-thvi-ad-gripa-mursteina Æfingabúðir liðanna í NFL-deildinni hófust seint í júlí eftir sumarfrí. En fljótlega fóru að berast furðufréttir úr herbúðum æfingabúðum Oakland, sér í lagi af fótum Brown sem hafði fengið svæsin kalsár um mitt sumar í sólinni í Kaliforníu. https://www.visir.is/g/2019190809461/spyrja-hvernig-faetur-eins-besta-utherja-nfl-deildarinnar-geti-litid-svona-ut Í ljós kom að hann hafði verið með rangan skóbúnað í kælifklefa sem íþróttamenn nota í endurheimt eftir leiki og æfingar. https://www.visir.is/g/2019190809042/spyrja-sig-ad-thvi-hvernig-nfl-storstjarna-gat-fengid-kalsar-a-faetur-um-mitt-sumar Það var fjallað um allt saman í Hard Knocks þáttaröðinni frá HBO, sem einnig var sýnd á Stöð 2 Sport (lokaþátturinn var sýndur á föstudagskvöldið). En fótamálið gleymdist fljótlega þegar Brown neitaði að skipta út gömlum og úreldum hjálmi sínum á æfingum Raiders. Hjálmurinn sem Brown hafði notað allan sinn feril var nefnilega ólöglegur samkvæmt nýjum reglum NFL-deildarinnar um öryggi leikmanna. https://www.visir.is/g/2019190819444/fyrsti-thattur-hard-knocks-er-a-stod-2-sport-i-kvold Það gekk á ýmsu í hjálmamálum Brown. Hann auglýsti eftir gömlum en löglegum hjálmum á samfélagsmiðlum, sendi tvær kvartanir til NFL-deildarinnar og skrópaði ítrekað á æfingar. Um tíma virtist enginn í þjálfaraliði Raiders vita hvar í veröldinni Brown væri staddur. https://www.visir.is/g/2019190819450/dramadrottning-nfl-deildarinnar-auglysir-eftir-hjalmi-a-twitter Svo fann Brown hjálm sem hann vildi nota og loksins virtist allt með felldu. Það var stutt í fyrsta leik en Brown virtist klár í slaginn. Á miðvikudag byrjaði svo aftur að berast furðufréttir af Brown. Í þetta sinn birti hann á Instragram-síðu sinni mynd af bréfi sem Mayock, framkvæmdastjóri Raiders, sendi honum þar sem fram kom að félagið hafði sektað hann fyrir að missa af æfingum. https://www.visir.is/g/2019190909213/meira-ad-segja-o.j.-simpson-er-buinn-ad-fa-nog-af-latalatunum-i-antonio-brown Þennan sama dag mætti hann á æfingasvæði Raiders, þar sem hann hnakkreifst við Mayock og hótaði honum ofbeldi. Félagið brást við því næsta dag með því að setja hann í bann. Á föstudag mætti Brown aftur á æfingasvæðið, í þetta sinn til að biðjast afsökunar. Það gerði hann á liðsfundi, með stuðningi fyrirliða Raiders, og bæði Gruden og Mayock tóku honum opnum örmum. Allt var fyrirgefið og átti Brown að fá að spila fyrsta leik tímabilsins með Raiders. Svo rann gærdagurinn upp. Hann hófst með fréttum af því að Raiders hafði sektað Brown um 215 þúsund Bandaríkjadala fyrir hegðun sína. Með sektinni varð ljóst að Brown hefði brotið ákvæði í samningi sínum sem gerði að verkum að grunnlaun hans voru ekki lengur tryggð. Það er engin smá upphæð - 30 milljónir dollara. Þetta fór illa í Brown sem birti færslu á Instagram þar sem hann bað einfaldlega Raiders um að rifta samningi hans við félagið. Það var svo gert stuttu síðar. Fáeinum klukkustundum síðar bárust enn ný tíðindi af Brown - hann var búinn að semja við New England Patriots. Samningurinn var til eins árs með tryggðum grunnlaunum að upphæð níu milljónum dollara. Ef hann spilar allt tímabilið og nær ákveðnum markmiðum fær hann sex milljónir til viðbótar í vasann. Það er rétt að taka fram að það sem er tíundað hér fyrir ofan er aðeins það helsta sem drifið hefur á daga Brown síðan hann gekk í raðir Oakland Raiders. Ýmislegt annað hefur gengið á, til að mynda málsókn frá kokki og afskipti lögreglu eftir að Brown kastaði húsgögnum út um glugga. En ekkert því breytir þeirri staðreynd að Antonio Brown er nú orðinn leikmaður New England Patriots og mun framvegis grípa sendingar frá Tom Brady - það er að segja ef ekkert breytist á næstu viku. Sóknarlið Patriots er nú orðin ógnvekjandi. Í útherjasveit liðsins eru einnig Julian Edelman og Josh Gordon og í hlaupaleiknum er Sony Michel líklegur til afreka. Innherjinn Rob Gronkowski hætti reyndar eftir síðasta tímabil en hver veit nema að hann taki fram hjálminn á nýjan leik nú þegar sókn Patriots er enn og aftur orðin ein sú allra besta í deildinni. Stöð 2 Sport 2 sýnir beint frá tveimur leikjum í NFL-deildinni í kvöld. Viðureign Kansas City Chiefs og Jacksonville Jaguars hefst klukkan 17.00 en að honum loknum, klukkan 20.20, byrjar leikur Dallas Cowboys og New York Giants.
NFL Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti