Skamma Facebook og Google fyrir „afskipti“ af kosningum í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2019 20:09 Reuters segir kosningaþátttöku ekki hafa verið góða í Moskvu og segir myndbönd í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna kjósendur skila af sér nokkrum kjörseðlum. AP/Dmitri Lovetsky Rússneska eftirlitsstofnunin Roskomnadzor gagnrýndi tæknifyrirtækin Facebook og Google í dag og sagði fyrirtækin hafa dreift pólitískum auglýsingum í Rússlandi. Kosningar fóru fram í Rússlandi í dag og hafði fyrirtækjunum verið meinað að birta pólitískar auglýsingar í dag og í gær, samkvæmt lögum. Í yfirlýsingu frá stofnunni segir að birting slíkra auglýsinga gæti flokkast sem afskipti af fullveldi Rússlands og af lýðræðislegum kosningum þar í landi, samkvæmt Reuters.Fjölmörgum frambjóðendum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi var meinað að bjóða sig fram í kosningunum og hefur það leitt til umfangsmikilla og langra mótmæla í Moskvu. Yfirvöld Rússlands hafa haft afskipti af kosningum í Bandaríkjunum og víðar. Meðal annars með því að beita her nettrölla sem vinna við það að ýta undir deilur og dreifa falsfréttum og áróðri. Meðal annars á samfélagsmiðlum eins og Facebook.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgReuters segir kosningaþátttöku ekki hafa verið góða í Moskvu og segir myndbönd í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna kjósendur skila af sér nokkrum kjörseðlum. Ljóst er að Sameinað Rússland, flokkur Vladimir Pútín, forseta Rússlands, er mjög óvinsæll meðal kjósenda um þessar mundir. Stóran hluta þeirrar óánægju má rekja til viðleitni flokksins til að hækka eftirlaunaaldur í Rússlandi. Óánægjan hefur leitt til þess að nokkrir meðlimir flokksins í Moskvu buðu sig fram sem óháðir. Facebook Google Rússland Tengdar fréttir Áframhaldandi mótmæli marka lengstu mótmælaöldu í Rússlandi í fleiri ár Þúsundir Rússa flykktust um götur Moskvu í dag til þess að krefjast frjálsra kosninga til borgarráðs þann 8. september næstkomandi. 31. ágúst 2019 15:45 Reyna að svipta stjórnarandstæðinga forræði yfir syni sínum Hjón sem segjast hafa átt leið hjá mótmælum í Moskvu fyrir rúmri viku eiga á hættu að missa forræði yfir syni sínum. 6. ágúst 2019 18:44 Navalny sleppt úr haldi Rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr haldi en hann hefur setið inni í þrjátíu daga eftir að hafa hvatt til mótmæla til þess að krefjast kosninga í Rússlandi. 23. ágúst 2019 10:32 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Rússneska eftirlitsstofnunin Roskomnadzor gagnrýndi tæknifyrirtækin Facebook og Google í dag og sagði fyrirtækin hafa dreift pólitískum auglýsingum í Rússlandi. Kosningar fóru fram í Rússlandi í dag og hafði fyrirtækjunum verið meinað að birta pólitískar auglýsingar í dag og í gær, samkvæmt lögum. Í yfirlýsingu frá stofnunni segir að birting slíkra auglýsinga gæti flokkast sem afskipti af fullveldi Rússlands og af lýðræðislegum kosningum þar í landi, samkvæmt Reuters.Fjölmörgum frambjóðendum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi var meinað að bjóða sig fram í kosningunum og hefur það leitt til umfangsmikilla og langra mótmæla í Moskvu. Yfirvöld Rússlands hafa haft afskipti af kosningum í Bandaríkjunum og víðar. Meðal annars með því að beita her nettrölla sem vinna við það að ýta undir deilur og dreifa falsfréttum og áróðri. Meðal annars á samfélagsmiðlum eins og Facebook.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgReuters segir kosningaþátttöku ekki hafa verið góða í Moskvu og segir myndbönd í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna kjósendur skila af sér nokkrum kjörseðlum. Ljóst er að Sameinað Rússland, flokkur Vladimir Pútín, forseta Rússlands, er mjög óvinsæll meðal kjósenda um þessar mundir. Stóran hluta þeirrar óánægju má rekja til viðleitni flokksins til að hækka eftirlaunaaldur í Rússlandi. Óánægjan hefur leitt til þess að nokkrir meðlimir flokksins í Moskvu buðu sig fram sem óháðir.
Facebook Google Rússland Tengdar fréttir Áframhaldandi mótmæli marka lengstu mótmælaöldu í Rússlandi í fleiri ár Þúsundir Rússa flykktust um götur Moskvu í dag til þess að krefjast frjálsra kosninga til borgarráðs þann 8. september næstkomandi. 31. ágúst 2019 15:45 Reyna að svipta stjórnarandstæðinga forræði yfir syni sínum Hjón sem segjast hafa átt leið hjá mótmælum í Moskvu fyrir rúmri viku eiga á hættu að missa forræði yfir syni sínum. 6. ágúst 2019 18:44 Navalny sleppt úr haldi Rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr haldi en hann hefur setið inni í þrjátíu daga eftir að hafa hvatt til mótmæla til þess að krefjast kosninga í Rússlandi. 23. ágúst 2019 10:32 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Áframhaldandi mótmæli marka lengstu mótmælaöldu í Rússlandi í fleiri ár Þúsundir Rússa flykktust um götur Moskvu í dag til þess að krefjast frjálsra kosninga til borgarráðs þann 8. september næstkomandi. 31. ágúst 2019 15:45
Reyna að svipta stjórnarandstæðinga forræði yfir syni sínum Hjón sem segjast hafa átt leið hjá mótmælum í Moskvu fyrir rúmri viku eiga á hættu að missa forræði yfir syni sínum. 6. ágúst 2019 18:44
Navalny sleppt úr haldi Rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr haldi en hann hefur setið inni í þrjátíu daga eftir að hafa hvatt til mótmæla til þess að krefjast kosninga í Rússlandi. 23. ágúst 2019 10:32