Meistararnir byrjuðu með látum | Mahomes í stuði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. september 2019 10:00 Brady var frábær í nótt. vísir/getty Fyrsti sunnudagurinn í NFL-deildinni var stórkostlegur og mikið að gerast. Upp úr stendur þó að meistarar New England Patriots völtuðu yfir Pittsburgh Steelers, 33-3. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, var frábær og kláraði 24 af 36 sendingum sínum fyrir 34o jördum og þremur snertimörkum.FINAL: @TomBrady's three TDs lead the @Patriots to an #SNF win! #PITvsNE#GoPats (by @Lexus) pic.twitter.com/WK6IJLr7y4 — NFL (@NFL) September 9, 2019 Philipp Dorsett greip tvær snertimarkssendingar fyrir Patriots og Josh Gordon eina. Nýjasti leikmaður liðsins, Antonio Brown, spilaði ekki með gegn sínum gömlu félögum enda ekki orðinn löglegur. Það er búist við miklu af Cleveland Browns í vetur, enda með frábært sóknarlið, en liðið virðist eiga nokkuð í land því það fékk á baukinn gegn Tennessee.FINAL: The @Titans force three turnovers in a dominating season-opening win over the Browns! #TENvsCLEpic.twitter.com/ds1qim4lCB — NFL (@NFL) September 8, 2019 Íslandsvinurinn Patrick Mahomes, sem var valinn besti leikmaður deildarinnar í fyrra, byrjaði af sama krafti og hann endaði í fyrra. Var búinn að kasta fyrir fyrsta snertimarkinu eftir rúma mínútu og kom sínu liði í 40 stig í öruggum sigri á Jacksonville.FINAL: @sammywatkins' three TDs lead the @Chiefs over the Jaguars! #KCvsJAXpic.twitter.com/4apfo0TecM — NFL (@NFL) September 8, 2019 Jaguars varð fyrir miklu áfalli í leiknum því leikstjórnandi liðsins, Nick Foles, meiddist og fer í aðgerð í dag. Hann verður líklega frá í um 10 vikur. Það er ekki búist við miklu af Miami í vetur og liðið er samt líklega lélegra en menn töldu það vera. Liðið fékk á sig 59 stig gegn Baltimore og þar af 52 í þremur leiklutum. Leikstjórnandi Baltimore, Lamar Jackson, fór mikinn og kastaði boltanum fimm sinnum fyrir snertimarki. Hann var með sex snertimarkssendingar í fyrra og var sagt að hann þyrfti að bæta þann hluta síns leiks. Það virðist ganga. „Þetta var ekki slæmt af hlaupara,“ sagði Jackson sposkur eftir leik.FINAL: With 5 TDs, @Lj_era8 leads the @Ravens to a commanding Week 1 win! #BALvsMIApic.twitter.com/aPw2aHsoJz — NFL (@NFL) September 8, 2019 Carson Wentz, leikstjórnandi Philadelphia, sýndi styrk sinn gegn Redskins í gær. Liðið lenti 17-0 undir í leiknum en Wentz kom til baka og tryggði sínu liði 32-27 sigur.FINAL: @Eagles put up 25 points in the second half to defeat the Redskins! #WASvsPHI#FlyEaglesFlypic.twitter.com/pIZ6wKcoxf — NFL (@NFL) September 8, 2019 Það var eitt jafntefli í gær er Arizona átti magnaða endurkomu gegn Detroit. Það gekk mjög illa framan af hjá Kyler Murray, leikstjórnanda Arizona sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu, en það kviknaði á honum undir lokin og hann sýndi þá af hverju hann var valinn fyrstur.FINAL: #DETvsAZ ends in a tie! #NFL100pic.twitter.com/40fLrJFcF7 — NFL (@NFL) September 9, 2019 Dallas virðist hafa öll tólin til þess að fara alla leið í vetur og liðið ætlar sér alla leið. Kúrekarnir slátruðu NY Giants þar sem leikstjórnandinn Dak Prescott var stórkostlegur.FINAL: @Dak's four TDs lead the @dallascowboys over the Giants! #NYGvsDAL#DallasCowboyspic.twitter.com/XEuvVwalEx — NFL (@NFL) September 8, 2019 Hlauparinn Ezekiel Elliott spilaði töluvert þó svo hann sé nýbúinn að semja og þar af leiðandi nýbyrjaður að æfa. Hann náði að skora eitt snertimark.Úrslit: New England - Pittsburgh 33-3 Carolina - LA Rams 27-30 Cleveland - Tennessee 13-43 Jacksonville - Kansas City 26-40 Miami - Baltimore 10-59 Minnesota - Atlanta 28-12 NY Jets - Buffalo 16-17 Philadelphia - Washington 32-27 LA Chargers - Indianapolis 30-24 (eftir framlengingu) Seattle - Cincinnati 21-20 Arizona - Detroit 27-27 Dallas - NY Giants 35-17 Tampa Bay - San Francisco 17-31Í kvöld: New Orleans - Houston NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sjá meira
Fyrsti sunnudagurinn í NFL-deildinni var stórkostlegur og mikið að gerast. Upp úr stendur þó að meistarar New England Patriots völtuðu yfir Pittsburgh Steelers, 33-3. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, var frábær og kláraði 24 af 36 sendingum sínum fyrir 34o jördum og þremur snertimörkum.FINAL: @TomBrady's three TDs lead the @Patriots to an #SNF win! #PITvsNE#GoPats (by @Lexus) pic.twitter.com/WK6IJLr7y4 — NFL (@NFL) September 9, 2019 Philipp Dorsett greip tvær snertimarkssendingar fyrir Patriots og Josh Gordon eina. Nýjasti leikmaður liðsins, Antonio Brown, spilaði ekki með gegn sínum gömlu félögum enda ekki orðinn löglegur. Það er búist við miklu af Cleveland Browns í vetur, enda með frábært sóknarlið, en liðið virðist eiga nokkuð í land því það fékk á baukinn gegn Tennessee.FINAL: The @Titans force three turnovers in a dominating season-opening win over the Browns! #TENvsCLEpic.twitter.com/ds1qim4lCB — NFL (@NFL) September 8, 2019 Íslandsvinurinn Patrick Mahomes, sem var valinn besti leikmaður deildarinnar í fyrra, byrjaði af sama krafti og hann endaði í fyrra. Var búinn að kasta fyrir fyrsta snertimarkinu eftir rúma mínútu og kom sínu liði í 40 stig í öruggum sigri á Jacksonville.FINAL: @sammywatkins' three TDs lead the @Chiefs over the Jaguars! #KCvsJAXpic.twitter.com/4apfo0TecM — NFL (@NFL) September 8, 2019 Jaguars varð fyrir miklu áfalli í leiknum því leikstjórnandi liðsins, Nick Foles, meiddist og fer í aðgerð í dag. Hann verður líklega frá í um 10 vikur. Það er ekki búist við miklu af Miami í vetur og liðið er samt líklega lélegra en menn töldu það vera. Liðið fékk á sig 59 stig gegn Baltimore og þar af 52 í þremur leiklutum. Leikstjórnandi Baltimore, Lamar Jackson, fór mikinn og kastaði boltanum fimm sinnum fyrir snertimarki. Hann var með sex snertimarkssendingar í fyrra og var sagt að hann þyrfti að bæta þann hluta síns leiks. Það virðist ganga. „Þetta var ekki slæmt af hlaupara,“ sagði Jackson sposkur eftir leik.FINAL: With 5 TDs, @Lj_era8 leads the @Ravens to a commanding Week 1 win! #BALvsMIApic.twitter.com/aPw2aHsoJz — NFL (@NFL) September 8, 2019 Carson Wentz, leikstjórnandi Philadelphia, sýndi styrk sinn gegn Redskins í gær. Liðið lenti 17-0 undir í leiknum en Wentz kom til baka og tryggði sínu liði 32-27 sigur.FINAL: @Eagles put up 25 points in the second half to defeat the Redskins! #WASvsPHI#FlyEaglesFlypic.twitter.com/pIZ6wKcoxf — NFL (@NFL) September 8, 2019 Það var eitt jafntefli í gær er Arizona átti magnaða endurkomu gegn Detroit. Það gekk mjög illa framan af hjá Kyler Murray, leikstjórnanda Arizona sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu, en það kviknaði á honum undir lokin og hann sýndi þá af hverju hann var valinn fyrstur.FINAL: #DETvsAZ ends in a tie! #NFL100pic.twitter.com/40fLrJFcF7 — NFL (@NFL) September 9, 2019 Dallas virðist hafa öll tólin til þess að fara alla leið í vetur og liðið ætlar sér alla leið. Kúrekarnir slátruðu NY Giants þar sem leikstjórnandinn Dak Prescott var stórkostlegur.FINAL: @Dak's four TDs lead the @dallascowboys over the Giants! #NYGvsDAL#DallasCowboyspic.twitter.com/XEuvVwalEx — NFL (@NFL) September 8, 2019 Hlauparinn Ezekiel Elliott spilaði töluvert þó svo hann sé nýbúinn að semja og þar af leiðandi nýbyrjaður að æfa. Hann náði að skora eitt snertimark.Úrslit: New England - Pittsburgh 33-3 Carolina - LA Rams 27-30 Cleveland - Tennessee 13-43 Jacksonville - Kansas City 26-40 Miami - Baltimore 10-59 Minnesota - Atlanta 28-12 NY Jets - Buffalo 16-17 Philadelphia - Washington 32-27 LA Chargers - Indianapolis 30-24 (eftir framlengingu) Seattle - Cincinnati 21-20 Arizona - Detroit 27-27 Dallas - NY Giants 35-17 Tampa Bay - San Francisco 17-31Í kvöld: New Orleans - Houston
NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sjá meira