Engin miskunn hjá Magnúsi Kolbrún Baldursdóttir skrifar 9. september 2019 14:22 Félagsbústaðir hafa nýlega gert þær breytingar að skuldir sem til verða hjá leigjendum eru sendar í innheimtu til þriðja aðila. Fram til þessa hafa leigjendur getað samið um greiðsludreifingu á skrifstofu félagsins. Nú hafa Félagsbústaðir fallið frá samkomulagi um greiðsludreifingu og greiðslufresti á skrifstofu félagsins. Þetta veldur mér sem borgarfulltrúa áhyggjum. Félagsbústaðir eru í eigu borgarinnar, settir á laggirnar til að halda utan um okkar verst settu borgarbúa. Enginn leikur sér að því að standa ekki við skuldbindingar sínar. Leigjendur Félagsbústaða sem skulda leigu eru uggandi og kvíða því að þurfa að glíma við innheimtulögfræðinga í stað þess að geta samið um skuld sína við skrifstofuna. Engu máli skiptir hvort skuldin er stór eða smá. Dæmi er um að mánaðardráttur á greiðslu leiði til þess að þriðja aðila, Motus, sé falin innheimta með tilheyrandi kostnaði.Leigjendur eru viðkvæmur hópur með lítið milli handanna Margir leigjendur Félagsbústaða eru fjárhagslega aðþrengdir. Fólk sem reglulega hefur staðið í skilum en lendir í greiðsluerfiðleikum vegna óvæntra atvika, t.d. veikinda, verður nú fyrir kostnaðarsömum innheimtuaðgerðum. Það er umhugsunarefni að Félagsbústaðir skuli beina leigjendum sem skulda til lögfræðinga frekar en að gefa þeim kost á að semja við skrifstofuna. Þegar skuld er komin í innheimtu þá bætast fljótt við dráttarvextir sé hún ekki greidd. Það gerir stöðu skuldarans enn erfiðari og dregur úr líkum þess að hann geti greitt skuldina. Vissulega er boðið upp á greiðsludreifingu en það getur skrifstofan allt eins gert og hefur gert í gegnum tíðina. Flokkur fólksins hefur lagt fram tillögu um að þessu verði snúið til baka og að Félagsbústaðir haldi sjálfir utan um greiðsludreifingu leiguskulda hjá leigjendum sínum. Innheimtuþjónusta lögfræðinga er kostnaðarsöm, ekki aðeins fyrir leigjendur heldur einnig fyrir Félagsbústaði. Fyrsta hugsun hjá fyrirtæki eins og Félagsbússtöðum ætti að snúast um hag og líðan leigjendanna. Allt regluverk þarf að vera manneskjulegt, sanngjarnt og taka mið af aðstæðum hvers og eins. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Félagsbústaðir hafa nýlega gert þær breytingar að skuldir sem til verða hjá leigjendum eru sendar í innheimtu til þriðja aðila. Fram til þessa hafa leigjendur getað samið um greiðsludreifingu á skrifstofu félagsins. Nú hafa Félagsbústaðir fallið frá samkomulagi um greiðsludreifingu og greiðslufresti á skrifstofu félagsins. Þetta veldur mér sem borgarfulltrúa áhyggjum. Félagsbústaðir eru í eigu borgarinnar, settir á laggirnar til að halda utan um okkar verst settu borgarbúa. Enginn leikur sér að því að standa ekki við skuldbindingar sínar. Leigjendur Félagsbústaða sem skulda leigu eru uggandi og kvíða því að þurfa að glíma við innheimtulögfræðinga í stað þess að geta samið um skuld sína við skrifstofuna. Engu máli skiptir hvort skuldin er stór eða smá. Dæmi er um að mánaðardráttur á greiðslu leiði til þess að þriðja aðila, Motus, sé falin innheimta með tilheyrandi kostnaði.Leigjendur eru viðkvæmur hópur með lítið milli handanna Margir leigjendur Félagsbústaða eru fjárhagslega aðþrengdir. Fólk sem reglulega hefur staðið í skilum en lendir í greiðsluerfiðleikum vegna óvæntra atvika, t.d. veikinda, verður nú fyrir kostnaðarsömum innheimtuaðgerðum. Það er umhugsunarefni að Félagsbústaðir skuli beina leigjendum sem skulda til lögfræðinga frekar en að gefa þeim kost á að semja við skrifstofuna. Þegar skuld er komin í innheimtu þá bætast fljótt við dráttarvextir sé hún ekki greidd. Það gerir stöðu skuldarans enn erfiðari og dregur úr líkum þess að hann geti greitt skuldina. Vissulega er boðið upp á greiðsludreifingu en það getur skrifstofan allt eins gert og hefur gert í gegnum tíðina. Flokkur fólksins hefur lagt fram tillögu um að þessu verði snúið til baka og að Félagsbústaðir haldi sjálfir utan um greiðsludreifingu leiguskulda hjá leigjendum sínum. Innheimtuþjónusta lögfræðinga er kostnaðarsöm, ekki aðeins fyrir leigjendur heldur einnig fyrir Félagsbústaði. Fyrsta hugsun hjá fyrirtæki eins og Félagsbússtöðum ætti að snúast um hag og líðan leigjendanna. Allt regluverk þarf að vera manneskjulegt, sanngjarnt og taka mið af aðstæðum hvers og eins. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun