Engin miskunn hjá Magnúsi Kolbrún Baldursdóttir skrifar 9. september 2019 14:22 Félagsbústaðir hafa nýlega gert þær breytingar að skuldir sem til verða hjá leigjendum eru sendar í innheimtu til þriðja aðila. Fram til þessa hafa leigjendur getað samið um greiðsludreifingu á skrifstofu félagsins. Nú hafa Félagsbústaðir fallið frá samkomulagi um greiðsludreifingu og greiðslufresti á skrifstofu félagsins. Þetta veldur mér sem borgarfulltrúa áhyggjum. Félagsbústaðir eru í eigu borgarinnar, settir á laggirnar til að halda utan um okkar verst settu borgarbúa. Enginn leikur sér að því að standa ekki við skuldbindingar sínar. Leigjendur Félagsbústaða sem skulda leigu eru uggandi og kvíða því að þurfa að glíma við innheimtulögfræðinga í stað þess að geta samið um skuld sína við skrifstofuna. Engu máli skiptir hvort skuldin er stór eða smá. Dæmi er um að mánaðardráttur á greiðslu leiði til þess að þriðja aðila, Motus, sé falin innheimta með tilheyrandi kostnaði.Leigjendur eru viðkvæmur hópur með lítið milli handanna Margir leigjendur Félagsbústaða eru fjárhagslega aðþrengdir. Fólk sem reglulega hefur staðið í skilum en lendir í greiðsluerfiðleikum vegna óvæntra atvika, t.d. veikinda, verður nú fyrir kostnaðarsömum innheimtuaðgerðum. Það er umhugsunarefni að Félagsbústaðir skuli beina leigjendum sem skulda til lögfræðinga frekar en að gefa þeim kost á að semja við skrifstofuna. Þegar skuld er komin í innheimtu þá bætast fljótt við dráttarvextir sé hún ekki greidd. Það gerir stöðu skuldarans enn erfiðari og dregur úr líkum þess að hann geti greitt skuldina. Vissulega er boðið upp á greiðsludreifingu en það getur skrifstofan allt eins gert og hefur gert í gegnum tíðina. Flokkur fólksins hefur lagt fram tillögu um að þessu verði snúið til baka og að Félagsbústaðir haldi sjálfir utan um greiðsludreifingu leiguskulda hjá leigjendum sínum. Innheimtuþjónusta lögfræðinga er kostnaðarsöm, ekki aðeins fyrir leigjendur heldur einnig fyrir Félagsbústaði. Fyrsta hugsun hjá fyrirtæki eins og Félagsbússtöðum ætti að snúast um hag og líðan leigjendanna. Allt regluverk þarf að vera manneskjulegt, sanngjarnt og taka mið af aðstæðum hvers og eins. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Félagsbústaðir hafa nýlega gert þær breytingar að skuldir sem til verða hjá leigjendum eru sendar í innheimtu til þriðja aðila. Fram til þessa hafa leigjendur getað samið um greiðsludreifingu á skrifstofu félagsins. Nú hafa Félagsbústaðir fallið frá samkomulagi um greiðsludreifingu og greiðslufresti á skrifstofu félagsins. Þetta veldur mér sem borgarfulltrúa áhyggjum. Félagsbústaðir eru í eigu borgarinnar, settir á laggirnar til að halda utan um okkar verst settu borgarbúa. Enginn leikur sér að því að standa ekki við skuldbindingar sínar. Leigjendur Félagsbústaða sem skulda leigu eru uggandi og kvíða því að þurfa að glíma við innheimtulögfræðinga í stað þess að geta samið um skuld sína við skrifstofuna. Engu máli skiptir hvort skuldin er stór eða smá. Dæmi er um að mánaðardráttur á greiðslu leiði til þess að þriðja aðila, Motus, sé falin innheimta með tilheyrandi kostnaði.Leigjendur eru viðkvæmur hópur með lítið milli handanna Margir leigjendur Félagsbústaða eru fjárhagslega aðþrengdir. Fólk sem reglulega hefur staðið í skilum en lendir í greiðsluerfiðleikum vegna óvæntra atvika, t.d. veikinda, verður nú fyrir kostnaðarsömum innheimtuaðgerðum. Það er umhugsunarefni að Félagsbústaðir skuli beina leigjendum sem skulda til lögfræðinga frekar en að gefa þeim kost á að semja við skrifstofuna. Þegar skuld er komin í innheimtu þá bætast fljótt við dráttarvextir sé hún ekki greidd. Það gerir stöðu skuldarans enn erfiðari og dregur úr líkum þess að hann geti greitt skuldina. Vissulega er boðið upp á greiðsludreifingu en það getur skrifstofan allt eins gert og hefur gert í gegnum tíðina. Flokkur fólksins hefur lagt fram tillögu um að þessu verði snúið til baka og að Félagsbústaðir haldi sjálfir utan um greiðsludreifingu leiguskulda hjá leigjendum sínum. Innheimtuþjónusta lögfræðinga er kostnaðarsöm, ekki aðeins fyrir leigjendur heldur einnig fyrir Félagsbústaði. Fyrsta hugsun hjá fyrirtæki eins og Félagsbússtöðum ætti að snúast um hag og líðan leigjendanna. Allt regluverk þarf að vera manneskjulegt, sanngjarnt og taka mið af aðstæðum hvers og eins. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun