Höfn í Hornafirði gott dæmi um áhrif loftslagsbreytinga Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. ágúst 2019 06:00 Páll Einarsson prófessor emiritus í jarðeðlisfræði. Fréttablaðið/Eyþór. „Þetta eru mjög áþreifanlegar breytingar, sérstaklega í kringum Vatnajökul,“ segir Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði, um landris í tengslum við jöklabreytingar. Ein mesta váin í tengslum við hlýnun jarðar og bráðnun jökla í heiminum er hækkandi sjávarmál. Talið er að láglendi á meginlöndum og litlum eyjum standi mikil ógn af að verða drekkt í sjó. Hér rís landið hins vegar vegna þess bráðnunarinnar. „Þetta hefur þegar haft veruleg áhrif á Höfn í Hornafirði. Þar er landrisið um einn sentimetri á ári,“ segir Páll. Í tvo áratugi hafa staðið yfir kostnaðarsamar framkvæmdir til þess að sporna við þróuninni. „Hornafjörður er skínandi dæmi um áhrif loftslagsbreytinga. Á Höfn er þetta spurning upp á líf og dauða þorpsins. Ef land rís mikið fer að verða ófært að sigla inn í fjörðinn.“ Hornafjörður varð skipfær í kringum 1930, þegar land hafði sigið nógu mikið. Áður var kaupstaður við Papós í Lóni en hann lagðist af þegar Höfn byggðist upp. Jarðfræðistofnun mælir landris og -sig á öllu landinu en það er mismikið eftir svæðum. „Þegar jöklarnir bráðna og léttast þá rís jarðskorpan,“ segir Páll. „Undirlagið, neðri hluti skorpunnar og möttullinn, undir Íslandi er lint og gefur eftir. Þetta var mest áberandi í lok ísaldar fyrir 10 til 18 þúsund árum. Núna er landið að svara jöklabreytingum sem eru nægilega stórar til þess að þær mælist.“ Langmest er landrisið á Sprengisandi. Undanfarna áratugi hefur það verið um þrír sentimetrar á ári og fer vaxandi. Á suðvesturhorninu, sem er langt frá öllum jöklum, er landið að síga. Páll segir skort á eldvirkni þar mestu skipta. „Reykjanesið stendur á flekaskilum þar sem land gliðnar í sundur. Það hefur ekki verið nein eldvirkni í um það bil 800 ár sem þýðir að flekaskilin síga, það vantar efni,“ segir Páll. Það mun hins vegar breytast eftir tugi eða hundruð ára þegar virkni eykst á nýjan leik. Á höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að bregðast við landsigi með dýrum sjóvörnum, til dæmis á Álftanesi og Seltjarnarnesi. Stærð Grænlandsjökuls hefur áhrif á Ísland á tvennan hátt, en hann hefur verið að minnka mikið vegna hlýnandi loftslags. „Massi Grænlandsjökuls dregur að sér sjó og myndar eins konar kúlu. Heilmikill massi jökulsins er að hverfa og aðdráttaraflið minnkar sem hefur áhrif á sjávarstöðuna,“ segir Páll. Grænland rís vegna bráðnunar jökla, rétt eins og Ísland, og það hefur einnig áhrif á Ísland. Efni í möttlinum streymir í áttina að Grænlandi sem þýðir að landið undir Íslandi sígur. Páll segir að áhrif jöklabreytinga á Íslandi sjálfu hafi hins vegar mun meiri áhrif hér. Samkvæmt líkönum sem byggð eru á því að núverandi hitastig haldist verða allir íslenskir jöklar horfnir eftir 200 ár. Jöklar eru lengi að bregðast við hitabreytingum en ef það fer að kólna munu þeir vaxa á nýjan leik. „Eins og málin standa virðist hitastigið vera að hækka í heiminum,“ segir Páll. „Þá mun bráðnunin taka skemmri tíma.“ Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Umhverfismál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira
„Þetta eru mjög áþreifanlegar breytingar, sérstaklega í kringum Vatnajökul,“ segir Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði, um landris í tengslum við jöklabreytingar. Ein mesta váin í tengslum við hlýnun jarðar og bráðnun jökla í heiminum er hækkandi sjávarmál. Talið er að láglendi á meginlöndum og litlum eyjum standi mikil ógn af að verða drekkt í sjó. Hér rís landið hins vegar vegna þess bráðnunarinnar. „Þetta hefur þegar haft veruleg áhrif á Höfn í Hornafirði. Þar er landrisið um einn sentimetri á ári,“ segir Páll. Í tvo áratugi hafa staðið yfir kostnaðarsamar framkvæmdir til þess að sporna við þróuninni. „Hornafjörður er skínandi dæmi um áhrif loftslagsbreytinga. Á Höfn er þetta spurning upp á líf og dauða þorpsins. Ef land rís mikið fer að verða ófært að sigla inn í fjörðinn.“ Hornafjörður varð skipfær í kringum 1930, þegar land hafði sigið nógu mikið. Áður var kaupstaður við Papós í Lóni en hann lagðist af þegar Höfn byggðist upp. Jarðfræðistofnun mælir landris og -sig á öllu landinu en það er mismikið eftir svæðum. „Þegar jöklarnir bráðna og léttast þá rís jarðskorpan,“ segir Páll. „Undirlagið, neðri hluti skorpunnar og möttullinn, undir Íslandi er lint og gefur eftir. Þetta var mest áberandi í lok ísaldar fyrir 10 til 18 þúsund árum. Núna er landið að svara jöklabreytingum sem eru nægilega stórar til þess að þær mælist.“ Langmest er landrisið á Sprengisandi. Undanfarna áratugi hefur það verið um þrír sentimetrar á ári og fer vaxandi. Á suðvesturhorninu, sem er langt frá öllum jöklum, er landið að síga. Páll segir skort á eldvirkni þar mestu skipta. „Reykjanesið stendur á flekaskilum þar sem land gliðnar í sundur. Það hefur ekki verið nein eldvirkni í um það bil 800 ár sem þýðir að flekaskilin síga, það vantar efni,“ segir Páll. Það mun hins vegar breytast eftir tugi eða hundruð ára þegar virkni eykst á nýjan leik. Á höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að bregðast við landsigi með dýrum sjóvörnum, til dæmis á Álftanesi og Seltjarnarnesi. Stærð Grænlandsjökuls hefur áhrif á Ísland á tvennan hátt, en hann hefur verið að minnka mikið vegna hlýnandi loftslags. „Massi Grænlandsjökuls dregur að sér sjó og myndar eins konar kúlu. Heilmikill massi jökulsins er að hverfa og aðdráttaraflið minnkar sem hefur áhrif á sjávarstöðuna,“ segir Páll. Grænland rís vegna bráðnunar jökla, rétt eins og Ísland, og það hefur einnig áhrif á Ísland. Efni í möttlinum streymir í áttina að Grænlandi sem þýðir að landið undir Íslandi sígur. Páll segir að áhrif jöklabreytinga á Íslandi sjálfu hafi hins vegar mun meiri áhrif hér. Samkvæmt líkönum sem byggð eru á því að núverandi hitastig haldist verða allir íslenskir jöklar horfnir eftir 200 ár. Jöklar eru lengi að bregðast við hitabreytingum en ef það fer að kólna munu þeir vaxa á nýjan leik. „Eins og málin standa virðist hitastigið vera að hækka í heiminum,“ segir Páll. „Þá mun bráðnunin taka skemmri tíma.“
Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Umhverfismál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira