Höfn í Hornafirði gott dæmi um áhrif loftslagsbreytinga Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. ágúst 2019 06:00 Páll Einarsson prófessor emiritus í jarðeðlisfræði. Fréttablaðið/Eyþór. „Þetta eru mjög áþreifanlegar breytingar, sérstaklega í kringum Vatnajökul,“ segir Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði, um landris í tengslum við jöklabreytingar. Ein mesta váin í tengslum við hlýnun jarðar og bráðnun jökla í heiminum er hækkandi sjávarmál. Talið er að láglendi á meginlöndum og litlum eyjum standi mikil ógn af að verða drekkt í sjó. Hér rís landið hins vegar vegna þess bráðnunarinnar. „Þetta hefur þegar haft veruleg áhrif á Höfn í Hornafirði. Þar er landrisið um einn sentimetri á ári,“ segir Páll. Í tvo áratugi hafa staðið yfir kostnaðarsamar framkvæmdir til þess að sporna við þróuninni. „Hornafjörður er skínandi dæmi um áhrif loftslagsbreytinga. Á Höfn er þetta spurning upp á líf og dauða þorpsins. Ef land rís mikið fer að verða ófært að sigla inn í fjörðinn.“ Hornafjörður varð skipfær í kringum 1930, þegar land hafði sigið nógu mikið. Áður var kaupstaður við Papós í Lóni en hann lagðist af þegar Höfn byggðist upp. Jarðfræðistofnun mælir landris og -sig á öllu landinu en það er mismikið eftir svæðum. „Þegar jöklarnir bráðna og léttast þá rís jarðskorpan,“ segir Páll. „Undirlagið, neðri hluti skorpunnar og möttullinn, undir Íslandi er lint og gefur eftir. Þetta var mest áberandi í lok ísaldar fyrir 10 til 18 þúsund árum. Núna er landið að svara jöklabreytingum sem eru nægilega stórar til þess að þær mælist.“ Langmest er landrisið á Sprengisandi. Undanfarna áratugi hefur það verið um þrír sentimetrar á ári og fer vaxandi. Á suðvesturhorninu, sem er langt frá öllum jöklum, er landið að síga. Páll segir skort á eldvirkni þar mestu skipta. „Reykjanesið stendur á flekaskilum þar sem land gliðnar í sundur. Það hefur ekki verið nein eldvirkni í um það bil 800 ár sem þýðir að flekaskilin síga, það vantar efni,“ segir Páll. Það mun hins vegar breytast eftir tugi eða hundruð ára þegar virkni eykst á nýjan leik. Á höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að bregðast við landsigi með dýrum sjóvörnum, til dæmis á Álftanesi og Seltjarnarnesi. Stærð Grænlandsjökuls hefur áhrif á Ísland á tvennan hátt, en hann hefur verið að minnka mikið vegna hlýnandi loftslags. „Massi Grænlandsjökuls dregur að sér sjó og myndar eins konar kúlu. Heilmikill massi jökulsins er að hverfa og aðdráttaraflið minnkar sem hefur áhrif á sjávarstöðuna,“ segir Páll. Grænland rís vegna bráðnunar jökla, rétt eins og Ísland, og það hefur einnig áhrif á Ísland. Efni í möttlinum streymir í áttina að Grænlandi sem þýðir að landið undir Íslandi sígur. Páll segir að áhrif jöklabreytinga á Íslandi sjálfu hafi hins vegar mun meiri áhrif hér. Samkvæmt líkönum sem byggð eru á því að núverandi hitastig haldist verða allir íslenskir jöklar horfnir eftir 200 ár. Jöklar eru lengi að bregðast við hitabreytingum en ef það fer að kólna munu þeir vaxa á nýjan leik. „Eins og málin standa virðist hitastigið vera að hækka í heiminum,“ segir Páll. „Þá mun bráðnunin taka skemmri tíma.“ Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Umhverfismál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Þetta eru mjög áþreifanlegar breytingar, sérstaklega í kringum Vatnajökul,“ segir Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði, um landris í tengslum við jöklabreytingar. Ein mesta váin í tengslum við hlýnun jarðar og bráðnun jökla í heiminum er hækkandi sjávarmál. Talið er að láglendi á meginlöndum og litlum eyjum standi mikil ógn af að verða drekkt í sjó. Hér rís landið hins vegar vegna þess bráðnunarinnar. „Þetta hefur þegar haft veruleg áhrif á Höfn í Hornafirði. Þar er landrisið um einn sentimetri á ári,“ segir Páll. Í tvo áratugi hafa staðið yfir kostnaðarsamar framkvæmdir til þess að sporna við þróuninni. „Hornafjörður er skínandi dæmi um áhrif loftslagsbreytinga. Á Höfn er þetta spurning upp á líf og dauða þorpsins. Ef land rís mikið fer að verða ófært að sigla inn í fjörðinn.“ Hornafjörður varð skipfær í kringum 1930, þegar land hafði sigið nógu mikið. Áður var kaupstaður við Papós í Lóni en hann lagðist af þegar Höfn byggðist upp. Jarðfræðistofnun mælir landris og -sig á öllu landinu en það er mismikið eftir svæðum. „Þegar jöklarnir bráðna og léttast þá rís jarðskorpan,“ segir Páll. „Undirlagið, neðri hluti skorpunnar og möttullinn, undir Íslandi er lint og gefur eftir. Þetta var mest áberandi í lok ísaldar fyrir 10 til 18 þúsund árum. Núna er landið að svara jöklabreytingum sem eru nægilega stórar til þess að þær mælist.“ Langmest er landrisið á Sprengisandi. Undanfarna áratugi hefur það verið um þrír sentimetrar á ári og fer vaxandi. Á suðvesturhorninu, sem er langt frá öllum jöklum, er landið að síga. Páll segir skort á eldvirkni þar mestu skipta. „Reykjanesið stendur á flekaskilum þar sem land gliðnar í sundur. Það hefur ekki verið nein eldvirkni í um það bil 800 ár sem þýðir að flekaskilin síga, það vantar efni,“ segir Páll. Það mun hins vegar breytast eftir tugi eða hundruð ára þegar virkni eykst á nýjan leik. Á höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að bregðast við landsigi með dýrum sjóvörnum, til dæmis á Álftanesi og Seltjarnarnesi. Stærð Grænlandsjökuls hefur áhrif á Ísland á tvennan hátt, en hann hefur verið að minnka mikið vegna hlýnandi loftslags. „Massi Grænlandsjökuls dregur að sér sjó og myndar eins konar kúlu. Heilmikill massi jökulsins er að hverfa og aðdráttaraflið minnkar sem hefur áhrif á sjávarstöðuna,“ segir Páll. Grænland rís vegna bráðnunar jökla, rétt eins og Ísland, og það hefur einnig áhrif á Ísland. Efni í möttlinum streymir í áttina að Grænlandi sem þýðir að landið undir Íslandi sígur. Páll segir að áhrif jöklabreytinga á Íslandi sjálfu hafi hins vegar mun meiri áhrif hér. Samkvæmt líkönum sem byggð eru á því að núverandi hitastig haldist verða allir íslenskir jöklar horfnir eftir 200 ár. Jöklar eru lengi að bregðast við hitabreytingum en ef það fer að kólna munu þeir vaxa á nýjan leik. „Eins og málin standa virðist hitastigið vera að hækka í heiminum,“ segir Páll. „Þá mun bráðnunin taka skemmri tíma.“
Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Umhverfismál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira