Stefna að því að gera Norðurlöndin að sjálfbærasta svæði í heimi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. ágúst 2019 12:00 Leiðtogar Norðurlandanna. F.v Katrin Sjögren, forsætisráðherra Álandseyja, Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands, Mette fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur og Katrín jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands. Mynd/Egill Sumarfundur forsætisráðherra Norðurlandanna hófst í Hörpu í morgun. Forsætisráðherrar Norðurlandanna fimm ásamt leiðtogum Grænlands og Álandseyja funduðu með fulltrúum norrænna stórfyrirtækja um heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og hvað Norðurlöndin og norræn fyrirtæki gætu gert til að uppfylla þau markmið. Leiðtogarnir og fulltrúar fyrirtækjanna undirrituðu í dag yfirlýsingu sem leggur áherslu á þrjú heimsmarkmiðanna. Jafnrétti kynjanna, sjálfbæra neyslu og framleiðslu og loftslagsbreytingar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tilkynnti meðal annars á fundinum að leiðtogar Norðurlandanna sammæltust um nýja stefnu fyrir Norðurlöndin. Að svæðið yrði það sjálfbærasta í heiminum. „Okkar sameiginlega sýn fyrir Norðurlöndin er að svæðið verði það sjálfbærasta í heiminum,“ sagði Katrín. „Ég held að það sýni hversu brýnt það er að takast á við loftslagsvandann. Loftslagsmálin eru orðin þungamiðja ákvarðanatöku á samnorrænum vettvangi.“ Á blaðamannafundi forsætisráðherranna kom greinilega fram að nokkur einhugur væri um að öflugt samstarf hins opinbera og einkaaðila væri nauðsynlegt til að berjast gegn hnattrænni hlýnun og fyrir auknu kynjajafnrétti. Það kom meðal annars fram í máli Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur.Leiðtogar Norðurlandanna og fulltrúar fyrirtækjanna stilltu sér upp á „fjölskyldumynd“ í lok fundar.Mynd/Egill„Ég held að það sé rosalega mikilvægt að hið opinbera og einkageirinn haldist hönd í hönd,“ sagði Fredriksen. „Ég tel að ég tali fyrir hönd allra hér þegar ég segi að forysta norrænna forstjóra í þessum málum er mikill innblástur og við eigum að vinna að þessu saman sem forysta á hnattrænum vettvangi.“ „Við þurfum að vinna í auknu mæli með einkageiranum,“ sagði Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. „Við þurfum að gera það í nærumhverfinu, á landsvísu og á hnattræna vísu einfaldlega af því að við erum sterkari sameinuð.“ Johann Dennilind, forstjóri sænska fjarskiptarisans Telia, og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka undirrituðu yfirlýsinguna fyrir hönd norrænna fyrirtækja. „Við sjáum það að þetta gerist ekki nema með samvinnu þessara tveggja aðila,“ segir Birna. „Það er mikill áhugi í viðskiptalífinu að ýta þessu áfram og að sjálfsögðu eiga stjórnvöld að nýta sér það.“ Hún segir að einn af lykilþáttunum í yfirlýsingunni snúi að byrjum fyrirtækjanna. Að þeir virði bæði umhverfið og jafnrétti. „Það sem er kannski stærst í þessu er að við erum að fara að gera meiri kröfur til okkar byrgja varðandi það hvernig þeir eru að stunda sín viðskipti.“ Danmörk Finnland Grænland Jafnréttismál Noregur Svíþjóð Umhverfismál Tengdar fréttir „Hefur verið draumur lengi að koma til Íslands“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti Angelu Merkel, kanslara þýskalands, á Þingvöllum í dag. 19. ágúst 2019 21:30 Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15 Blaðamannafundur Katrínar Jakobsdóttur og Angelu Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, héldu blaðamannafund í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum. 19. ágúst 2019 19:15 Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19. ágúst 2019 19:33 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Sumarfundur forsætisráðherra Norðurlandanna hófst í Hörpu í morgun. Forsætisráðherrar Norðurlandanna fimm ásamt leiðtogum Grænlands og Álandseyja funduðu með fulltrúum norrænna stórfyrirtækja um heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og hvað Norðurlöndin og norræn fyrirtæki gætu gert til að uppfylla þau markmið. Leiðtogarnir og fulltrúar fyrirtækjanna undirrituðu í dag yfirlýsingu sem leggur áherslu á þrjú heimsmarkmiðanna. Jafnrétti kynjanna, sjálfbæra neyslu og framleiðslu og loftslagsbreytingar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tilkynnti meðal annars á fundinum að leiðtogar Norðurlandanna sammæltust um nýja stefnu fyrir Norðurlöndin. Að svæðið yrði það sjálfbærasta í heiminum. „Okkar sameiginlega sýn fyrir Norðurlöndin er að svæðið verði það sjálfbærasta í heiminum,“ sagði Katrín. „Ég held að það sýni hversu brýnt það er að takast á við loftslagsvandann. Loftslagsmálin eru orðin þungamiðja ákvarðanatöku á samnorrænum vettvangi.“ Á blaðamannafundi forsætisráðherranna kom greinilega fram að nokkur einhugur væri um að öflugt samstarf hins opinbera og einkaaðila væri nauðsynlegt til að berjast gegn hnattrænni hlýnun og fyrir auknu kynjajafnrétti. Það kom meðal annars fram í máli Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur.Leiðtogar Norðurlandanna og fulltrúar fyrirtækjanna stilltu sér upp á „fjölskyldumynd“ í lok fundar.Mynd/Egill„Ég held að það sé rosalega mikilvægt að hið opinbera og einkageirinn haldist hönd í hönd,“ sagði Fredriksen. „Ég tel að ég tali fyrir hönd allra hér þegar ég segi að forysta norrænna forstjóra í þessum málum er mikill innblástur og við eigum að vinna að þessu saman sem forysta á hnattrænum vettvangi.“ „Við þurfum að vinna í auknu mæli með einkageiranum,“ sagði Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. „Við þurfum að gera það í nærumhverfinu, á landsvísu og á hnattræna vísu einfaldlega af því að við erum sterkari sameinuð.“ Johann Dennilind, forstjóri sænska fjarskiptarisans Telia, og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka undirrituðu yfirlýsinguna fyrir hönd norrænna fyrirtækja. „Við sjáum það að þetta gerist ekki nema með samvinnu þessara tveggja aðila,“ segir Birna. „Það er mikill áhugi í viðskiptalífinu að ýta þessu áfram og að sjálfsögðu eiga stjórnvöld að nýta sér það.“ Hún segir að einn af lykilþáttunum í yfirlýsingunni snúi að byrjum fyrirtækjanna. Að þeir virði bæði umhverfið og jafnrétti. „Það sem er kannski stærst í þessu er að við erum að fara að gera meiri kröfur til okkar byrgja varðandi það hvernig þeir eru að stunda sín viðskipti.“
Danmörk Finnland Grænland Jafnréttismál Noregur Svíþjóð Umhverfismál Tengdar fréttir „Hefur verið draumur lengi að koma til Íslands“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti Angelu Merkel, kanslara þýskalands, á Þingvöllum í dag. 19. ágúst 2019 21:30 Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15 Blaðamannafundur Katrínar Jakobsdóttur og Angelu Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, héldu blaðamannafund í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum. 19. ágúst 2019 19:15 Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19. ágúst 2019 19:33 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Hefur verið draumur lengi að koma til Íslands“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti Angelu Merkel, kanslara þýskalands, á Þingvöllum í dag. 19. ágúst 2019 21:30
Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15
Blaðamannafundur Katrínar Jakobsdóttur og Angelu Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, héldu blaðamannafund í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum. 19. ágúst 2019 19:15
Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19. ágúst 2019 19:33