Hríðlækkandi verðbólga í kortunum Birgir Haraldsson skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Heimshagkerfið stendur frammi fyrir krefjandi niðursveiflu líkt og flestum er kunnugt um og hafa væntingar alþjóðlegra fagfjárfesta um efnahagslegan samdrátt á heimsvísu ekki mælst hærri síðan í október 2011. Rekstrarskilyrði iðnaðar- og þjónustugeiranna eru á sama tíma nærri þau verstu sem hafa sést fyrir heimsbúskapinn síðan um mitt ár 2012 og hátíðni-hagvísar halda áfram að veikjast. Það er því fátt sem bendir til að niðursveiflunni ljúki í bráð. Því er eðlilegt að spyrja hverjar afleiðingarnar gætu orðið fyrir Ísland ef núverandi þróttleysi heimshagkerfisins varir lengur. Fyrst ber þó að nefna að Ísland virðist hafa slitið sig frá alþjóðahagsveiflunni að einhverju leyti síðustu átta ár en næmnin við erlend efnahagsáhrif var talsvert sterkari á árunum fyrir hrunið 2008. Það skrifast að mestu á kröftugan vöxt ferðaþjónustunnar yfir þetta tímabil og því er líklegt að Ísland muni í meiri mæli flytja inn ytri skilyrði – bæði góð og slæm – nú þegar uppsveiflu túrismans er lokið. Erfitt verður að reiða sig á þennan hluta hagkerfisins til að hlífa Íslandi við erfiðleikum erlendis frá. Ef það reynist rétt þá bendir margt til þess að hraðlækkandi verðbólga á Íslandi verði birtingarmynd þessara versnandi aðstæðna. Hvers vegna? Það má gróflega skipta upp vísitölu neysluverðs í þrjá undirflokka sem hafa mismunandi vægi við útreikning á verðbólgutölum hvers mánaðar. Þessir liðir eru húsnæðiskostnaður, innflutningsverð, og innlent verðlag fyrir utan húsnæði. Það er vissulega ákveðin einföldun en það má áætla að síðasti liðurinn vegi rétt um helming í neysluverðinu og hinir tveir fjórðung hvor. Út frá þessari nálgun má síðan skissa upp sviðsmyndir til að áhættugreina verðbólguhorfur hérlendis. Niðursveifla heimshagkerfisins mun þannig hafa bein áhrif á verðbólguna í gegnum innflutningsverð, en sterk merki eru um töluverðan verðþrýsting niður á við á margvíslegum vörum heimsviðskiptanna. Þetta gildir jafnt um hrávörur sem og iðnaðarvörur en olía hefur til að mynda fallið skarpt í verði síðan í lok apríl á meðan fremstu viðskiptaþjóðir heims eru nú að lækka verð á iðnaðarframleiðslu sinni. Birgðastaða er að sama skapi talsverð innan þess geira og eykur það líkurnar á brunaútsölu á heimsvörum til að styðja við markaðshlutdeild nú þegar eftirspurnin hefur minnkað. Svo lengi sem íslenska krónan helst stöðug þá er því margt sem bendir til mögulegrar verðhjöðnunar á innfluttum vörum. Þessi erlendi þáttur mun því magna upp áhrifin af kólnandi húsnæðismarkaði á verðbólguna, en þessi liður neysluverðsins hefur að mörgu leyti endurvarpað hröðum uppgangi ferðaþjónustunnar síðastliðin ár í gegnum húsnæðiseftirspurn vegna Airbnb og innflutts vinnuafls. Nú þegar framboðshliðin hefur tekið við sér, þá bæði á húsnæðis- og hótelmarkaðnum, á sama tíma og túrisminn tekur dýfu þá er líklegt að áhrif húsnæðiskostnaðar á verðbólgu verði hóflegur næstu ársfjórðunga. Tveir af þremur undirflokkum neysluverðs með helmingsvigt í vísitölunni stefna því hratt að hlutlausu framlagi (0%) til verðbólgunnar á ársgrundvelli. Öll spjót beinast því að innlendu verðlagi, en þar er á brattann að sækja að draga verðbólguna að 2,5% markmiðinu miðað við núverandi stöðu mála. Þessu er best lýst á tölulegan máta, en til að halda verðbólgumarkmiðinu innan þessarar sviðsmyndar þá þyrfti innlendi verðlagsliðurinn að liggja í 5,0% árshækkun. Það er ólíkleg útkoma í hagkerfi með vaxandi slaka og fæli í sér tvöföldun á árshækkuninni frá núverandi gildum. Við höfum einnig ekki prentað 5,0% í þessum lið síðan í lok 2013 og hefur meðaltalið setið í 2,0% eftir það. Ef þetta meðaltal heldur næstu misserin þá gæti verðbólga á Íslandi endað í 1,0% inn í vorið 2020; langt undir verðbólgumarkmiðinu og við neðri vikmörk þess. Þróttleysi heimsbúskaparins hefur því töluverð áhrif á verðbólguhorfur nú þegar íslenskur efnahagur er marinn eftir innlend áföll. Verðstöðugleiki gæti komið undir pressu og á illviðráðanlegri enda verðbólgurófsins – starf nýs seðlabankastjóra verður ærið.Höfundur er sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Haraldsson Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Heimshagkerfið stendur frammi fyrir krefjandi niðursveiflu líkt og flestum er kunnugt um og hafa væntingar alþjóðlegra fagfjárfesta um efnahagslegan samdrátt á heimsvísu ekki mælst hærri síðan í október 2011. Rekstrarskilyrði iðnaðar- og þjónustugeiranna eru á sama tíma nærri þau verstu sem hafa sést fyrir heimsbúskapinn síðan um mitt ár 2012 og hátíðni-hagvísar halda áfram að veikjast. Það er því fátt sem bendir til að niðursveiflunni ljúki í bráð. Því er eðlilegt að spyrja hverjar afleiðingarnar gætu orðið fyrir Ísland ef núverandi þróttleysi heimshagkerfisins varir lengur. Fyrst ber þó að nefna að Ísland virðist hafa slitið sig frá alþjóðahagsveiflunni að einhverju leyti síðustu átta ár en næmnin við erlend efnahagsáhrif var talsvert sterkari á árunum fyrir hrunið 2008. Það skrifast að mestu á kröftugan vöxt ferðaþjónustunnar yfir þetta tímabil og því er líklegt að Ísland muni í meiri mæli flytja inn ytri skilyrði – bæði góð og slæm – nú þegar uppsveiflu túrismans er lokið. Erfitt verður að reiða sig á þennan hluta hagkerfisins til að hlífa Íslandi við erfiðleikum erlendis frá. Ef það reynist rétt þá bendir margt til þess að hraðlækkandi verðbólga á Íslandi verði birtingarmynd þessara versnandi aðstæðna. Hvers vegna? Það má gróflega skipta upp vísitölu neysluverðs í þrjá undirflokka sem hafa mismunandi vægi við útreikning á verðbólgutölum hvers mánaðar. Þessir liðir eru húsnæðiskostnaður, innflutningsverð, og innlent verðlag fyrir utan húsnæði. Það er vissulega ákveðin einföldun en það má áætla að síðasti liðurinn vegi rétt um helming í neysluverðinu og hinir tveir fjórðung hvor. Út frá þessari nálgun má síðan skissa upp sviðsmyndir til að áhættugreina verðbólguhorfur hérlendis. Niðursveifla heimshagkerfisins mun þannig hafa bein áhrif á verðbólguna í gegnum innflutningsverð, en sterk merki eru um töluverðan verðþrýsting niður á við á margvíslegum vörum heimsviðskiptanna. Þetta gildir jafnt um hrávörur sem og iðnaðarvörur en olía hefur til að mynda fallið skarpt í verði síðan í lok apríl á meðan fremstu viðskiptaþjóðir heims eru nú að lækka verð á iðnaðarframleiðslu sinni. Birgðastaða er að sama skapi talsverð innan þess geira og eykur það líkurnar á brunaútsölu á heimsvörum til að styðja við markaðshlutdeild nú þegar eftirspurnin hefur minnkað. Svo lengi sem íslenska krónan helst stöðug þá er því margt sem bendir til mögulegrar verðhjöðnunar á innfluttum vörum. Þessi erlendi þáttur mun því magna upp áhrifin af kólnandi húsnæðismarkaði á verðbólguna, en þessi liður neysluverðsins hefur að mörgu leyti endurvarpað hröðum uppgangi ferðaþjónustunnar síðastliðin ár í gegnum húsnæðiseftirspurn vegna Airbnb og innflutts vinnuafls. Nú þegar framboðshliðin hefur tekið við sér, þá bæði á húsnæðis- og hótelmarkaðnum, á sama tíma og túrisminn tekur dýfu þá er líklegt að áhrif húsnæðiskostnaðar á verðbólgu verði hóflegur næstu ársfjórðunga. Tveir af þremur undirflokkum neysluverðs með helmingsvigt í vísitölunni stefna því hratt að hlutlausu framlagi (0%) til verðbólgunnar á ársgrundvelli. Öll spjót beinast því að innlendu verðlagi, en þar er á brattann að sækja að draga verðbólguna að 2,5% markmiðinu miðað við núverandi stöðu mála. Þessu er best lýst á tölulegan máta, en til að halda verðbólgumarkmiðinu innan þessarar sviðsmyndar þá þyrfti innlendi verðlagsliðurinn að liggja í 5,0% árshækkun. Það er ólíkleg útkoma í hagkerfi með vaxandi slaka og fæli í sér tvöföldun á árshækkuninni frá núverandi gildum. Við höfum einnig ekki prentað 5,0% í þessum lið síðan í lok 2013 og hefur meðaltalið setið í 2,0% eftir það. Ef þetta meðaltal heldur næstu misserin þá gæti verðbólga á Íslandi endað í 1,0% inn í vorið 2020; langt undir verðbólgumarkmiðinu og við neðri vikmörk þess. Þróttleysi heimsbúskaparins hefur því töluverð áhrif á verðbólguhorfur nú þegar íslenskur efnahagur er marinn eftir innlend áföll. Verðstöðugleiki gæti komið undir pressu og á illviðráðanlegri enda verðbólgurófsins – starf nýs seðlabankastjóra verður ærið.Höfundur er sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun