Telur ólíklegt að Boris Johnson fái Merkel til að skipta um skoðun Eiður Þór Árnason skrifar 21. ágúst 2019 11:00 Sérfræðingar telja mikilvægt að landamæri Írlands og Norður-Írlands haldist opin til að tryggja áframhaldandi frið á svæðinu. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, mun funda með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Berlín í dag til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Reiknað er með því að Boris muni ítreka þá kröfu sína að sambandið falli frá svokölluðu „backstop“ ákvæði í útgöngusamningi Breta og ESB. Norbert Röttgen, formaður utanríkismálanefndar þýska þingsins og samflokksmaður Merkel, telur ólíklegt að Boris nái að sannfæra Merkel um að breyta afstöðu sinni en Þjóðverjar hafa stutt samkomulagið. Umrætt ákvæði felur í sér áframhaldandi veru Bretlands í tollabandalagi ESB til að tryggja opin landamæri Írlands og Norður-Írlands. Samkomulagið felur einnig í sér að Bretar verði áfram í tollabandalaginu eftir útgöngu þangað til að gengið verður frá fríverslunarsamningi milli Bretlands og ESB. Forsætisráðherrann hefur kallað „backstop“ fyrirkomulagið „ólýðræðislegt“ og að fjarlæga þurfi ákvæðið úr úrsagnarsamningi Bretlands og Evrópusambandsins til að samkomulag náist um útgöngu Breta. Umræddur samningur var unninn í tíð Theresa May, forvera Boris í forsætisráðuneytinu. Því samkomulagi hefur verið hafnað í þrígang af breska þinginu. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa þó ítrekað greint frá því að engar frekari samningaviðræður séu í boði og hafa hafnað kröfum Boris um breytingar á ákvæðinu. Boris Johnson hefur heitið því að reyna að endursemja við ESB en einnig gefið út að Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, þó það þýði að Bretar fari út án samnings. Slíkt gæti falið í sér mikla óvissu fyrir viðskipti og samskipti Breta við Evrópusambandsríkin. Bretland Brexit Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Johnson sakar andstæðinga Brexit um samvinnu við ESB Forsætisráðherra Bretlands sakar Evrópusambandið um óbilgirni. Á meðan segir forseti neðri deildar Bandaríkjaþings að Bretar fái ekki fríverslunarsamning eftir Brexit nema friður á Írlandi sé tryggður. 14. ágúst 2019 17:01 Telja matar-, eldsneytis- og lyfjaskort líklegan eftir Brexit án samnings Í trúnaðarskýrslu breska stjórnarráðsins eru þetta taldar líklegustu afleiðingar útgöngu úr ESB án samnings, ekki þær verstu mögulegu. 18. ágúst 2019 08:16 Boris segir írsku baktrygginguna vera ólýðræðislega Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir í bréfi til Evrópusambandsins að írska baktryggingin, einn helsti ásteitingarsteinninn í útgöngusamningum Breta og ESB vegna Brexit, sé andlýðræðisleg og alls ófær. Því verði Evrópusambandið að falla frá þeirri kröfu. 20. ágúst 2019 07:41 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, mun funda með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Berlín í dag til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Reiknað er með því að Boris muni ítreka þá kröfu sína að sambandið falli frá svokölluðu „backstop“ ákvæði í útgöngusamningi Breta og ESB. Norbert Röttgen, formaður utanríkismálanefndar þýska þingsins og samflokksmaður Merkel, telur ólíklegt að Boris nái að sannfæra Merkel um að breyta afstöðu sinni en Þjóðverjar hafa stutt samkomulagið. Umrætt ákvæði felur í sér áframhaldandi veru Bretlands í tollabandalagi ESB til að tryggja opin landamæri Írlands og Norður-Írlands. Samkomulagið felur einnig í sér að Bretar verði áfram í tollabandalaginu eftir útgöngu þangað til að gengið verður frá fríverslunarsamningi milli Bretlands og ESB. Forsætisráðherrann hefur kallað „backstop“ fyrirkomulagið „ólýðræðislegt“ og að fjarlæga þurfi ákvæðið úr úrsagnarsamningi Bretlands og Evrópusambandsins til að samkomulag náist um útgöngu Breta. Umræddur samningur var unninn í tíð Theresa May, forvera Boris í forsætisráðuneytinu. Því samkomulagi hefur verið hafnað í þrígang af breska þinginu. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa þó ítrekað greint frá því að engar frekari samningaviðræður séu í boði og hafa hafnað kröfum Boris um breytingar á ákvæðinu. Boris Johnson hefur heitið því að reyna að endursemja við ESB en einnig gefið út að Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, þó það þýði að Bretar fari út án samnings. Slíkt gæti falið í sér mikla óvissu fyrir viðskipti og samskipti Breta við Evrópusambandsríkin.
Bretland Brexit Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Johnson sakar andstæðinga Brexit um samvinnu við ESB Forsætisráðherra Bretlands sakar Evrópusambandið um óbilgirni. Á meðan segir forseti neðri deildar Bandaríkjaþings að Bretar fái ekki fríverslunarsamning eftir Brexit nema friður á Írlandi sé tryggður. 14. ágúst 2019 17:01 Telja matar-, eldsneytis- og lyfjaskort líklegan eftir Brexit án samnings Í trúnaðarskýrslu breska stjórnarráðsins eru þetta taldar líklegustu afleiðingar útgöngu úr ESB án samnings, ekki þær verstu mögulegu. 18. ágúst 2019 08:16 Boris segir írsku baktrygginguna vera ólýðræðislega Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir í bréfi til Evrópusambandsins að írska baktryggingin, einn helsti ásteitingarsteinninn í útgöngusamningum Breta og ESB vegna Brexit, sé andlýðræðisleg og alls ófær. Því verði Evrópusambandið að falla frá þeirri kröfu. 20. ágúst 2019 07:41 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Johnson sakar andstæðinga Brexit um samvinnu við ESB Forsætisráðherra Bretlands sakar Evrópusambandið um óbilgirni. Á meðan segir forseti neðri deildar Bandaríkjaþings að Bretar fái ekki fríverslunarsamning eftir Brexit nema friður á Írlandi sé tryggður. 14. ágúst 2019 17:01
Telja matar-, eldsneytis- og lyfjaskort líklegan eftir Brexit án samnings Í trúnaðarskýrslu breska stjórnarráðsins eru þetta taldar líklegustu afleiðingar útgöngu úr ESB án samnings, ekki þær verstu mögulegu. 18. ágúst 2019 08:16
Boris segir írsku baktrygginguna vera ólýðræðislega Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir í bréfi til Evrópusambandsins að írska baktryggingin, einn helsti ásteitingarsteinninn í útgöngusamningum Breta og ESB vegna Brexit, sé andlýðræðisleg og alls ófær. Því verði Evrópusambandið að falla frá þeirri kröfu. 20. ágúst 2019 07:41