Halda máli sínu til streitu vegna „grófrar framkomu og mikillar hörku“ Félags eldri borgara Birgir Olgeirsson skrifar 21. ágúst 2019 18:32 Fjölbýlishúsið við Árskóga sem Félag eldri borgara lét byggja. Vísir Kaupendur íbúðar við Árskóga hafa sent tilkynningu á fjölmiðla þar sem þeir árétta að þeir ætli að halda máli sínu gegn Félagi eldri borgara fyrir dómstólum til streitu. Tveir kaupendur höfðu höfðað mál gegn Félagi eldri borgara vegna íbúðarkaupanna við Árskóga en félagið sendi tilkynningu í morgun þar sem fram kom að annar af kaupendum íbúðanna hefði ákveðið að falla frá málshöfðun. Í tilkynningunni kom fram að félagið væri enn að reyna að ná sátt við kaupendur hinnar íbúðarinnar. Kaupendurnir sem reynt var að ná sátt við hafa nú tilkynnt að þeir ætli að halda innsetningarmáli sínu til streitu. Kaupendurnir, sem eru hjón, segja í tilkynningunni að þeir séu nauðbeygðir til þess vegna grófar framgöngu og mikillar hörku sem Félag eldri borgara hefur sýnt í málinu. „Mikill skortur á samningsvilja hjá FEB og grófar aðdróttanir í fjölmiðlum, þ.m.t. hótanir um að leysa til sín íbúðirnar ef ekki er gengið að afarkostum, gera það að verkum að ekki náðust samningar,“ segir í tilkynningu frá hjónunum sem má lesa í heild hér fyrir neðan:Kaupendum að íbúð við Árskóga þykir það afar leitt að samningar náðust ekki við FEB. Gróf framganga og mikil harka FEB í málinu gerir það að verkum að kaupendur sjá sig nauðbeygða til þess að halda innsetningarmáli sínu til streitu.Mikill skortur á samningsvilja hjá FEB og grófar aðdróttanir í fjölmiðlum, þ.m.t. hótanir um að leysa til sín íbúðirnar ef ekki er gengið að afarkostum, gera það að verkum að ekki náðust samningar.Samningaleiðin við FEB er fullreynd og því verður innsetningarmáli haldið áfram og þingfest föstudaginn 23. ágúst kl. 10:15.Frá fyrsta degi hafa kaupendur sýnt fullan samstarfsvilja í málinu og komið honum margsinnis á framfæri við Félag eldri borgara. Samningsstaðan í málinu er ójöfn, samningurinn einhliða og upplýsingar af skornum skammti.Félag eldri borgara hefur einkum notað tvenns konar áróður til að knýja kaupendur til að samþykkja þá afakosti sem félagið hefur sett fram. Annars vegar hefur verið talað um gjaldþrot félagsins og afleiðingar þess og hins vegar hefur félagið hótað því að virkja kauprétt að íbúðunum. Þannig heldur félagið því fram að það geti einhliða hrifsað til sín íbúðir fólks. Þessi túlkun á kauprétti félagsins við endursölu virðist okkur í besta falli undarleg.Hvað gjaldþrot varðar geta kaupendur ekki einir borið ábyrgð á þeim mistökum sem komið hafa í ljós hjá Félagi eldri borgara. Það er leiðinlegt að sjá hvernig félagið hefur reynt að varpa ábyrgð sinni yfir á félagsmenn sína sem í góðri trú voru að kaupa húsnæði á ákveðnum forsendum.Kaupendur telja því réttast að halda innsetningarmáli til streitu meðan FEB fer fram með þeim hætti sem það hefur gert undanfarna daga og vikur. Að óbreyttu verður málið því tekið fyrir föstudaginn 23. ágúst kl. 10:15.Forsaga málsins:Forsaga málsins er sú að kaupendur undirrituðum kaupsamning að íbúð að Árskógum við Félag eldri borgara fyrr á þessu ári. Afhendingu var fyrst lofað í júní en var svo ítrekað frestað og ástæðan sögð vera tafir á öryggisúttekt af hálfu Reykjavíkurborgar. Þegar kom að loka afhendingardegi samkvæmt kaupsamningi 31. júlí náðist ekki í forsvarsmenn FEB. Degi eftir löggiltan afhendingardag voru kaupendur loks boðaðir á fasteignasöluna Torg undir því yfirskyni að lyklar yrðu afhentir. Þeir mætu því grunlausir á fundinn um það sem koma skyldi. Á fundinum eru lagðir fram tveir afarkostir, annars vegar að þeir skrifuðu undir einhliða viðauka við kaupsamning um rúmlega 10% hækkun á kaupverði íbúðarinnar og hins vegar að þeir féllu frá kaupunum. Hvort tveggja afar vondir kostir fyrir kaupendurna þar sem þeir afhentu lyklana af sinni íbúð þennan sama dag og vorum því heimilislausir. Þetta var FEB fullljóst enda nýttu forsvarsmenn félagsins sér þessar upplýsingar og kölluðu þá fyrsta á fund þá sem þeir vissu að voru komnir á götuna og væru því líklegastir til að ganga strax að þessum afarkostum. Jafnframt var kaupendunum tjáð að þeir mættu ekki tala um efni fundarins við nokkurn mann og alls ekki aðra kaupendur. Þarna fóru strax að renna á þá tvær grímur.Eftir að FEB hafði knúið þá sem í mestri neyð voru til að samþykkja rúmlega 10% hækkun á kaupverði hófst fjölmiðlaáróður félagsins. Fluttar voru þær “gleðifréttir” að fólk væri byrjað að streyma inn í nýju íbúðirnar sínar og allir hefðu fallist á þessar skilmálabreytingar en tveir væru að hugsa málið. Upplýsingagjöf frá FEB hefur síðan þá verið af mjög skornum skammti og þá einkum í gegnum fjölmiðla. Engin gögn eða aðrar upplýsingar um ástæður þessarar framúrkeyrslu hafa verið lögð fram. Kaupendurnir eru enn tæpum mánuði seinna algjörlega í myrkrinu.Áróðurinn heldur svo áfram næstu daga þar sem þeim kaupendum sem óska eftir frekari gögnum áður en þeir skrifa undir afarkosti er stillt upp sem óheiðarlegu fólki sem hafi það eitt að markmiði að knésetja Félag eldri borgara. Félag sem hefur það yfirlýsta markmið að berjast fyrir hagsmunum félagsmanna sinna og stuðla að félagslegri virkni þeirra og velferð er þar með farið í stríð við félagsmenn sína og niðurlægir þá á opinberum vettvangi.Það er deginum ljósara að aldrei stóð annað til hjá Félagi eldri borgara en að velta mistökum félagsins yfir á kaupendur enda kom sáttatilboð félagsins um 37% “afslátt” ekki fram fyrr en tveir kaupendur ákváðu að höfða innsetningarmál til að krefjast afhendingar eigna sinna. Síðan þá hefur varið milljónum í ráðgjöf frá almannatengslasérfræðingum, fjármálasérfræðingum og lögfræðingum með það eitt að markmiði að sverta æru heiðarlegra eldri borgara og hræða þá til að gangast undir afarkosti.Nýjasta útspil Félags eldri borgara var svo hótun um að hafa íbúðirnar af kaupendum með því að virkja kauprétt í lóðaleigusamningi. Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Kemur vel til greina að stjórnarmenn segi af sér vegna Árskógamálsins Fer ekki vel fyrir félaginu ef kaupendur íbúða höfða mál. 8. ágúst 2019 13:36 Fallið frá öðru málinu á hendur FEB Félag eldri borgara hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur einstaklingum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna íbúðanna í Árskógum. 21. ágúst 2019 13:13 87 ára kona neitar að taka þátt í „fasteignabraski“ Kaupandi íbúðar að Árskógum hefur hafnað sáttartilboði Félags eldri borgara um að þeim verði gefinn afsláttur af aukagreiðslu sem krafist var fyrir íbúðirnar. 13. ágúst 2019 12:40 Reynt að ná samningum við FEB í Árskógamálinu Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. 21. ágúst 2019 10:26 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Kaupendur íbúðar við Árskóga hafa sent tilkynningu á fjölmiðla þar sem þeir árétta að þeir ætli að halda máli sínu gegn Félagi eldri borgara fyrir dómstólum til streitu. Tveir kaupendur höfðu höfðað mál gegn Félagi eldri borgara vegna íbúðarkaupanna við Árskóga en félagið sendi tilkynningu í morgun þar sem fram kom að annar af kaupendum íbúðanna hefði ákveðið að falla frá málshöfðun. Í tilkynningunni kom fram að félagið væri enn að reyna að ná sátt við kaupendur hinnar íbúðarinnar. Kaupendurnir sem reynt var að ná sátt við hafa nú tilkynnt að þeir ætli að halda innsetningarmáli sínu til streitu. Kaupendurnir, sem eru hjón, segja í tilkynningunni að þeir séu nauðbeygðir til þess vegna grófar framgöngu og mikillar hörku sem Félag eldri borgara hefur sýnt í málinu. „Mikill skortur á samningsvilja hjá FEB og grófar aðdróttanir í fjölmiðlum, þ.m.t. hótanir um að leysa til sín íbúðirnar ef ekki er gengið að afarkostum, gera það að verkum að ekki náðust samningar,“ segir í tilkynningu frá hjónunum sem má lesa í heild hér fyrir neðan:Kaupendum að íbúð við Árskóga þykir það afar leitt að samningar náðust ekki við FEB. Gróf framganga og mikil harka FEB í málinu gerir það að verkum að kaupendur sjá sig nauðbeygða til þess að halda innsetningarmáli sínu til streitu.Mikill skortur á samningsvilja hjá FEB og grófar aðdróttanir í fjölmiðlum, þ.m.t. hótanir um að leysa til sín íbúðirnar ef ekki er gengið að afarkostum, gera það að verkum að ekki náðust samningar.Samningaleiðin við FEB er fullreynd og því verður innsetningarmáli haldið áfram og þingfest föstudaginn 23. ágúst kl. 10:15.Frá fyrsta degi hafa kaupendur sýnt fullan samstarfsvilja í málinu og komið honum margsinnis á framfæri við Félag eldri borgara. Samningsstaðan í málinu er ójöfn, samningurinn einhliða og upplýsingar af skornum skammti.Félag eldri borgara hefur einkum notað tvenns konar áróður til að knýja kaupendur til að samþykkja þá afakosti sem félagið hefur sett fram. Annars vegar hefur verið talað um gjaldþrot félagsins og afleiðingar þess og hins vegar hefur félagið hótað því að virkja kauprétt að íbúðunum. Þannig heldur félagið því fram að það geti einhliða hrifsað til sín íbúðir fólks. Þessi túlkun á kauprétti félagsins við endursölu virðist okkur í besta falli undarleg.Hvað gjaldþrot varðar geta kaupendur ekki einir borið ábyrgð á þeim mistökum sem komið hafa í ljós hjá Félagi eldri borgara. Það er leiðinlegt að sjá hvernig félagið hefur reynt að varpa ábyrgð sinni yfir á félagsmenn sína sem í góðri trú voru að kaupa húsnæði á ákveðnum forsendum.Kaupendur telja því réttast að halda innsetningarmáli til streitu meðan FEB fer fram með þeim hætti sem það hefur gert undanfarna daga og vikur. Að óbreyttu verður málið því tekið fyrir föstudaginn 23. ágúst kl. 10:15.Forsaga málsins:Forsaga málsins er sú að kaupendur undirrituðum kaupsamning að íbúð að Árskógum við Félag eldri borgara fyrr á þessu ári. Afhendingu var fyrst lofað í júní en var svo ítrekað frestað og ástæðan sögð vera tafir á öryggisúttekt af hálfu Reykjavíkurborgar. Þegar kom að loka afhendingardegi samkvæmt kaupsamningi 31. júlí náðist ekki í forsvarsmenn FEB. Degi eftir löggiltan afhendingardag voru kaupendur loks boðaðir á fasteignasöluna Torg undir því yfirskyni að lyklar yrðu afhentir. Þeir mætu því grunlausir á fundinn um það sem koma skyldi. Á fundinum eru lagðir fram tveir afarkostir, annars vegar að þeir skrifuðu undir einhliða viðauka við kaupsamning um rúmlega 10% hækkun á kaupverði íbúðarinnar og hins vegar að þeir féllu frá kaupunum. Hvort tveggja afar vondir kostir fyrir kaupendurna þar sem þeir afhentu lyklana af sinni íbúð þennan sama dag og vorum því heimilislausir. Þetta var FEB fullljóst enda nýttu forsvarsmenn félagsins sér þessar upplýsingar og kölluðu þá fyrsta á fund þá sem þeir vissu að voru komnir á götuna og væru því líklegastir til að ganga strax að þessum afarkostum. Jafnframt var kaupendunum tjáð að þeir mættu ekki tala um efni fundarins við nokkurn mann og alls ekki aðra kaupendur. Þarna fóru strax að renna á þá tvær grímur.Eftir að FEB hafði knúið þá sem í mestri neyð voru til að samþykkja rúmlega 10% hækkun á kaupverði hófst fjölmiðlaáróður félagsins. Fluttar voru þær “gleðifréttir” að fólk væri byrjað að streyma inn í nýju íbúðirnar sínar og allir hefðu fallist á þessar skilmálabreytingar en tveir væru að hugsa málið. Upplýsingagjöf frá FEB hefur síðan þá verið af mjög skornum skammti og þá einkum í gegnum fjölmiðla. Engin gögn eða aðrar upplýsingar um ástæður þessarar framúrkeyrslu hafa verið lögð fram. Kaupendurnir eru enn tæpum mánuði seinna algjörlega í myrkrinu.Áróðurinn heldur svo áfram næstu daga þar sem þeim kaupendum sem óska eftir frekari gögnum áður en þeir skrifa undir afarkosti er stillt upp sem óheiðarlegu fólki sem hafi það eitt að markmiði að knésetja Félag eldri borgara. Félag sem hefur það yfirlýsta markmið að berjast fyrir hagsmunum félagsmanna sinna og stuðla að félagslegri virkni þeirra og velferð er þar með farið í stríð við félagsmenn sína og niðurlægir þá á opinberum vettvangi.Það er deginum ljósara að aldrei stóð annað til hjá Félagi eldri borgara en að velta mistökum félagsins yfir á kaupendur enda kom sáttatilboð félagsins um 37% “afslátt” ekki fram fyrr en tveir kaupendur ákváðu að höfða innsetningarmál til að krefjast afhendingar eigna sinna. Síðan þá hefur varið milljónum í ráðgjöf frá almannatengslasérfræðingum, fjármálasérfræðingum og lögfræðingum með það eitt að markmiði að sverta æru heiðarlegra eldri borgara og hræða þá til að gangast undir afarkosti.Nýjasta útspil Félags eldri borgara var svo hótun um að hafa íbúðirnar af kaupendum með því að virkja kauprétt í lóðaleigusamningi.
Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Kemur vel til greina að stjórnarmenn segi af sér vegna Árskógamálsins Fer ekki vel fyrir félaginu ef kaupendur íbúða höfða mál. 8. ágúst 2019 13:36 Fallið frá öðru málinu á hendur FEB Félag eldri borgara hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur einstaklingum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna íbúðanna í Árskógum. 21. ágúst 2019 13:13 87 ára kona neitar að taka þátt í „fasteignabraski“ Kaupandi íbúðar að Árskógum hefur hafnað sáttartilboði Félags eldri borgara um að þeim verði gefinn afsláttur af aukagreiðslu sem krafist var fyrir íbúðirnar. 13. ágúst 2019 12:40 Reynt að ná samningum við FEB í Árskógamálinu Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. 21. ágúst 2019 10:26 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Kemur vel til greina að stjórnarmenn segi af sér vegna Árskógamálsins Fer ekki vel fyrir félaginu ef kaupendur íbúða höfða mál. 8. ágúst 2019 13:36
Fallið frá öðru málinu á hendur FEB Félag eldri borgara hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur einstaklingum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna íbúðanna í Árskógum. 21. ágúst 2019 13:13
87 ára kona neitar að taka þátt í „fasteignabraski“ Kaupandi íbúðar að Árskógum hefur hafnað sáttartilboði Félags eldri borgara um að þeim verði gefinn afsláttur af aukagreiðslu sem krafist var fyrir íbúðirnar. 13. ágúst 2019 12:40
Reynt að ná samningum við FEB í Árskógamálinu Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. 21. ágúst 2019 10:26