Erling ósáttur við að þurfa að láta af störfum Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2019 18:28 Erling Ólafsson, skordýrafræðingur. Erling Ólafsson lætur af störfum sem skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands í haust. Greint var frá þessu í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni nú síðdegis þar sem rætt var við Erling um skordýralífið á Íslandi. Erling fór yfir ýmis mál, þar á meðal hvernig býflugum, geitungum og lúsmý hefur vegnað í sumar. Sagði hann lítið hafa verið af geitungum í sumar og lúsmýið hefði verið tímabundið til vandræða. Greint var frá því fyrr í sumar að margir hefðu verið illa út leiknir eftir lúsmý á suðvesturhorni landsins en Erling segir það aðeins hafa staðið yfir um ákveðið tímabil þetta sumarið. Annar skordýrafræðingur sagði fyrr í sumar að útbreiðsla lúsmýsins kæmi sér ekki á óvart og í framtíðinni yrði þessi vargur um allt land. Erling sagði í Reykjavík síðdegis að lúsmýið hefði ekki færst meira í vöxt í ár heldur en undanfarin ár. Þáttastjórnendur bentu á að Erlingur væri að láta af störfum í haust en Erling benti á að það væri aðeins það sem sneri að vinnu hans hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Hann sagðist ekki ætla að hverfa frá köllun sinni að fræðast um skordýr. Hann er kominn á eftirlaunaaldur og segist vera með mann í uppeldi. „Íslenska lýðveldið vill ekki fólk yfir sjötugt. Það er óábyrgt,“ sagði Erling sem var ekki beint sáttur við að þurfa að láta af störfum. „Manni finnst það dálítið skrýtið þegar maður er fullur af fjöri og áhuga og telur sig ekki hafa gleymt neinu. Það er kannski misskilningur,“ sagði Erling. Dýr Reykjavík síðdegis Tímamót Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Erling Ólafsson lætur af störfum sem skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands í haust. Greint var frá þessu í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni nú síðdegis þar sem rætt var við Erling um skordýralífið á Íslandi. Erling fór yfir ýmis mál, þar á meðal hvernig býflugum, geitungum og lúsmý hefur vegnað í sumar. Sagði hann lítið hafa verið af geitungum í sumar og lúsmýið hefði verið tímabundið til vandræða. Greint var frá því fyrr í sumar að margir hefðu verið illa út leiknir eftir lúsmý á suðvesturhorni landsins en Erling segir það aðeins hafa staðið yfir um ákveðið tímabil þetta sumarið. Annar skordýrafræðingur sagði fyrr í sumar að útbreiðsla lúsmýsins kæmi sér ekki á óvart og í framtíðinni yrði þessi vargur um allt land. Erling sagði í Reykjavík síðdegis að lúsmýið hefði ekki færst meira í vöxt í ár heldur en undanfarin ár. Þáttastjórnendur bentu á að Erlingur væri að láta af störfum í haust en Erling benti á að það væri aðeins það sem sneri að vinnu hans hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Hann sagðist ekki ætla að hverfa frá köllun sinni að fræðast um skordýr. Hann er kominn á eftirlaunaaldur og segist vera með mann í uppeldi. „Íslenska lýðveldið vill ekki fólk yfir sjötugt. Það er óábyrgt,“ sagði Erling sem var ekki beint sáttur við að þurfa að láta af störfum. „Manni finnst það dálítið skrýtið þegar maður er fullur af fjöri og áhuga og telur sig ekki hafa gleymt neinu. Það er kannski misskilningur,“ sagði Erling.
Dýr Reykjavík síðdegis Tímamót Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira