Stefnir allt í að Katrín fundi með Pence eftir allt saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2019 16:28 Pence og Katrín munu að öllum líkindum funda að kvöldi 4. september. Mynd/Samsett Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilbúin að funda með Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna að kvöldi dags 4. september. Ráðherra lýsti þeirri afstöðu sinni á fundi með nýjum sendiherra Bandaríkjanna í dag. Lára Björg Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi forsætisráðherra, segir í samtali við fréttastofu að fundur Jeffrey Ross Gunther, sendiherrans nýja, og Katrínar hafi verið löngu ákveðinn. Um sé að ræða kurteisisheimsókn þegar nýr sendiherra sækir forsætisráðherra heim. Gunther opnaði á þann möguleika á fundinum að leitað yrði leiða til þess að Katrín og Pence gætu hist á meðan á dvöl hans á Íslandi stæði. Þá var sá möguleiki ræddur að Pence framlengdi dvöl sína svo þau gætu hist, eins og Fréttablaðið fullyrti í dag að stefnt væri að. Katrín lýsti sig að sögn Láru Bjargar reiðubúna til þess ef tími fyndist. Katrín heldur erindi á þingi Norræna verkalýðssambandsins í Malmö þann 3. september en þingið stendur til 5. september. Hún mun sitja fundinn 4. september en halda heim í framhaldinu.Sá ekki ástæðu til að breyta dagskrá sinni Ákvörðun Katrínar um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Pence hefur vakið athygli heimsmiðlanna. Katrín hefur látið hafa eftir sér að mikið hringl hafi verið með mögulega dagsetningu á heimsókn varaforsetans en þegar hún lá endanlega fyrir hafi Katrín ekki séð tilefni til að breyta dagskrá sinni. Sú afstaða virðist þó hafa breyst eftir fund dagsins með bandaríska sendiherranum sem fyrr segir.Í tilkynningu frá Hvíta húsinu, sem send var þann 15. ágúst síðastliðinn, sagði að Pence myndi koma hingað til lands þann 4. september. Hann ætli sér að funda með forseta Íslands og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, þar sem meðal annars verður rætt um viðskipta- og varnarmál, ekki síst vegna framgöngu Rússlands á norðurslóðum. Daginn eftir myndi Pence síðan funda á Bretlandi og dagana 6. til 7. september yrði hann á Írlandi. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort fundavilji Katrínar breyti þessum fyrirætlunum Pence. Ef svo er má vænta yfirlýsingar frá Hvíta húsinu. Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Tengdar fréttir ASÍ lýsir furðu á gagnrýni vegna ákvörðunar Katrínar Alþýðusamband Íslands lýsir furðu sinni á fréttaflutningi undanfarinna daga og viðhorfum ýmissa stjórnmálamanna vegna þátttöku Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á þingi Norræna verkalýðssambandsins (NFS) á sama tíma og varaforseti Bandaríkjanna sæki landið heim. 23. ágúst 2019 15:37 Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsmiðlanna Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann kemur til Íslands í byrjun september hefur vakið athygli heimsmiðlanna. 22. ágúst 2019 12:15 Ákvörðun Katrínar valdi engu fjaðrafoki í alþjóðasamskiptum Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, segir að ekki sé hægt að lesa neitt mikið í ákvörðun forsætisráðherra. 19. ágúst 2019 12:12 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilbúin að funda með Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna að kvöldi dags 4. september. Ráðherra lýsti þeirri afstöðu sinni á fundi með nýjum sendiherra Bandaríkjanna í dag. Lára Björg Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi forsætisráðherra, segir í samtali við fréttastofu að fundur Jeffrey Ross Gunther, sendiherrans nýja, og Katrínar hafi verið löngu ákveðinn. Um sé að ræða kurteisisheimsókn þegar nýr sendiherra sækir forsætisráðherra heim. Gunther opnaði á þann möguleika á fundinum að leitað yrði leiða til þess að Katrín og Pence gætu hist á meðan á dvöl hans á Íslandi stæði. Þá var sá möguleiki ræddur að Pence framlengdi dvöl sína svo þau gætu hist, eins og Fréttablaðið fullyrti í dag að stefnt væri að. Katrín lýsti sig að sögn Láru Bjargar reiðubúna til þess ef tími fyndist. Katrín heldur erindi á þingi Norræna verkalýðssambandsins í Malmö þann 3. september en þingið stendur til 5. september. Hún mun sitja fundinn 4. september en halda heim í framhaldinu.Sá ekki ástæðu til að breyta dagskrá sinni Ákvörðun Katrínar um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Pence hefur vakið athygli heimsmiðlanna. Katrín hefur látið hafa eftir sér að mikið hringl hafi verið með mögulega dagsetningu á heimsókn varaforsetans en þegar hún lá endanlega fyrir hafi Katrín ekki séð tilefni til að breyta dagskrá sinni. Sú afstaða virðist þó hafa breyst eftir fund dagsins með bandaríska sendiherranum sem fyrr segir.Í tilkynningu frá Hvíta húsinu, sem send var þann 15. ágúst síðastliðinn, sagði að Pence myndi koma hingað til lands þann 4. september. Hann ætli sér að funda með forseta Íslands og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, þar sem meðal annars verður rætt um viðskipta- og varnarmál, ekki síst vegna framgöngu Rússlands á norðurslóðum. Daginn eftir myndi Pence síðan funda á Bretlandi og dagana 6. til 7. september yrði hann á Írlandi. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort fundavilji Katrínar breyti þessum fyrirætlunum Pence. Ef svo er má vænta yfirlýsingar frá Hvíta húsinu.
Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Tengdar fréttir ASÍ lýsir furðu á gagnrýni vegna ákvörðunar Katrínar Alþýðusamband Íslands lýsir furðu sinni á fréttaflutningi undanfarinna daga og viðhorfum ýmissa stjórnmálamanna vegna þátttöku Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á þingi Norræna verkalýðssambandsins (NFS) á sama tíma og varaforseti Bandaríkjanna sæki landið heim. 23. ágúst 2019 15:37 Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsmiðlanna Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann kemur til Íslands í byrjun september hefur vakið athygli heimsmiðlanna. 22. ágúst 2019 12:15 Ákvörðun Katrínar valdi engu fjaðrafoki í alþjóðasamskiptum Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, segir að ekki sé hægt að lesa neitt mikið í ákvörðun forsætisráðherra. 19. ágúst 2019 12:12 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
ASÍ lýsir furðu á gagnrýni vegna ákvörðunar Katrínar Alþýðusamband Íslands lýsir furðu sinni á fréttaflutningi undanfarinna daga og viðhorfum ýmissa stjórnmálamanna vegna þátttöku Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á þingi Norræna verkalýðssambandsins (NFS) á sama tíma og varaforseti Bandaríkjanna sæki landið heim. 23. ágúst 2019 15:37
Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsmiðlanna Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann kemur til Íslands í byrjun september hefur vakið athygli heimsmiðlanna. 22. ágúst 2019 12:15
Ákvörðun Katrínar valdi engu fjaðrafoki í alþjóðasamskiptum Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, segir að ekki sé hægt að lesa neitt mikið í ákvörðun forsætisráðherra. 19. ágúst 2019 12:12