Félag eldri borgara nýtti kauprétt að íbúð sem deilt er um fyrir dómstólum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 18:45 Fjölbýlishúsið við Árskóga sem Félag eldri borgara lét byggja. Vísir Félag eldri borgara í Reykjavík (FEB) hefur nýtt kauprétt sinn að íbúð sem deilt hefur verið um fyrir dómstólum þar sem kaupendurnir neita að greiða hærra verð fyrir íbúðina en kveðið er á um í kaupsamningi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FEB. Þar segir að félagið nýti kaupréttinn samkvæmt kvöð sem þinglýst er á Árskóga 1 til 3 og vísað er í til í kaupsamningum og úthlutunarreglum félagsins. „Um er að ræða þrautarlausn til að varna því að málsókn kaupandans, nái hún fram að ganga, setji félagið í þrot. Aðgerð félagsins byggir á þeim sama kaupsamningi og deilt er um og er studd bæði óháðu lögfræðiáliti og fjölmörgum málsástæðum sem fram koma í greinargerð félagsins sem lögð var fram við fyrirtöku málsins í héraðsdómi í morgun,“ segir í tilkynningunni. Kaupendur að tveimur íbúðum höfðuðu mál gegn FEB vegna aukagreiðslu sem félagið krefur kaupendur að íbúðum um vegna mistaka sem gerð voru við verðlagningu þeirra á sínum tíma. FEB náði samkomulagi við kaupendur annarrar íbúðarinnar fyrr í vikunni en hitt málið er enn fyrir dómstólum.„Það hefði verið óskandi ef báðum þessum málum hefði lokið með samkomulagi en því miður var aðeins annar aðilinn tilbúinn til að fallast á sáttatilboð sem byggði á jafnræði þeirra beggja. Von Félags eldri borgara stendur til að meðferð málsins fyrir dómstólum taki skamman tíma og að óvissunni ljúki sem fyrst,“ segir í tilkynningu FEB. Þar kemur jafnframt fram að 49 núverandi og verðandi íbúar í Árskógum hafi nú lýst því yfir að þeir séu samþykkir tilboði FEB um að greiða hærra verð fyrir íbúðirnar en upphaflega var samið um í kaupsamningum. „45 hafa þegar skrifað undir skilmálabreytingu þess efnis en fjórir til viðbótar, sem allir eiga það sameiginlegt að dvelja utan höfuðborgarsvæðisins, hyggjast gera sér ferð til að skrifa undir á næstunni. Þá hafa allir nema tveir af þeim 33 sem voru með afhendingardag á íbúð í lok júlí samþykkt að greiða hækkað verð, en einn á eftir að skrifa undir. Enn á eftir ræða við 10 kaupendur, en illa hefur gengið að ná í suma þeirra. Eftir meðbyr síðustu daga er Félag eldri borgara orðið bjartsýnt á að nær allir samþykki aukagreiðsluna. Þá vonast stjórn félagsins til að dómari í máli kaupandans sem ekki hefur viljað samþykkja aukagreiðsluna, úrskurði félaginu í hag,“ segir í tilkynningu FEB sem lesa má í heild sinni hér. Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Halda máli sínu til streitu vegna „grófrar framkomu og mikillar hörku“ Félags eldri borgara Segja félagið skorta samningsvilja og fara fram með hótunum. 21. ágúst 2019 18:32 Fallið frá öðru málinu á hendur FEB Félag eldri borgara hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur einstaklingum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna íbúðanna í Árskógum. 21. ágúst 2019 13:13 Reynt að ná samningum við FEB í Árskógamálinu Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. 21. ágúst 2019 10:26 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Félag eldri borgara í Reykjavík (FEB) hefur nýtt kauprétt sinn að íbúð sem deilt hefur verið um fyrir dómstólum þar sem kaupendurnir neita að greiða hærra verð fyrir íbúðina en kveðið er á um í kaupsamningi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FEB. Þar segir að félagið nýti kaupréttinn samkvæmt kvöð sem þinglýst er á Árskóga 1 til 3 og vísað er í til í kaupsamningum og úthlutunarreglum félagsins. „Um er að ræða þrautarlausn til að varna því að málsókn kaupandans, nái hún fram að ganga, setji félagið í þrot. Aðgerð félagsins byggir á þeim sama kaupsamningi og deilt er um og er studd bæði óháðu lögfræðiáliti og fjölmörgum málsástæðum sem fram koma í greinargerð félagsins sem lögð var fram við fyrirtöku málsins í héraðsdómi í morgun,“ segir í tilkynningunni. Kaupendur að tveimur íbúðum höfðuðu mál gegn FEB vegna aukagreiðslu sem félagið krefur kaupendur að íbúðum um vegna mistaka sem gerð voru við verðlagningu þeirra á sínum tíma. FEB náði samkomulagi við kaupendur annarrar íbúðarinnar fyrr í vikunni en hitt málið er enn fyrir dómstólum.„Það hefði verið óskandi ef báðum þessum málum hefði lokið með samkomulagi en því miður var aðeins annar aðilinn tilbúinn til að fallast á sáttatilboð sem byggði á jafnræði þeirra beggja. Von Félags eldri borgara stendur til að meðferð málsins fyrir dómstólum taki skamman tíma og að óvissunni ljúki sem fyrst,“ segir í tilkynningu FEB. Þar kemur jafnframt fram að 49 núverandi og verðandi íbúar í Árskógum hafi nú lýst því yfir að þeir séu samþykkir tilboði FEB um að greiða hærra verð fyrir íbúðirnar en upphaflega var samið um í kaupsamningum. „45 hafa þegar skrifað undir skilmálabreytingu þess efnis en fjórir til viðbótar, sem allir eiga það sameiginlegt að dvelja utan höfuðborgarsvæðisins, hyggjast gera sér ferð til að skrifa undir á næstunni. Þá hafa allir nema tveir af þeim 33 sem voru með afhendingardag á íbúð í lok júlí samþykkt að greiða hækkað verð, en einn á eftir að skrifa undir. Enn á eftir ræða við 10 kaupendur, en illa hefur gengið að ná í suma þeirra. Eftir meðbyr síðustu daga er Félag eldri borgara orðið bjartsýnt á að nær allir samþykki aukagreiðsluna. Þá vonast stjórn félagsins til að dómari í máli kaupandans sem ekki hefur viljað samþykkja aukagreiðsluna, úrskurði félaginu í hag,“ segir í tilkynningu FEB sem lesa má í heild sinni hér.
Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Halda máli sínu til streitu vegna „grófrar framkomu og mikillar hörku“ Félags eldri borgara Segja félagið skorta samningsvilja og fara fram með hótunum. 21. ágúst 2019 18:32 Fallið frá öðru málinu á hendur FEB Félag eldri borgara hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur einstaklingum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna íbúðanna í Árskógum. 21. ágúst 2019 13:13 Reynt að ná samningum við FEB í Árskógamálinu Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. 21. ágúst 2019 10:26 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Halda máli sínu til streitu vegna „grófrar framkomu og mikillar hörku“ Félags eldri borgara Segja félagið skorta samningsvilja og fara fram með hótunum. 21. ágúst 2019 18:32
Fallið frá öðru málinu á hendur FEB Félag eldri borgara hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur einstaklingum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna íbúðanna í Árskógum. 21. ágúst 2019 13:13
Reynt að ná samningum við FEB í Árskógamálinu Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. 21. ágúst 2019 10:26