Vilja fá myndavélar í afskekkt borgarhverfi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. ágúst 2019 08:30 Seltjarnarnes, Garðabær og Árborg eru meðal þeirra sveitarfélaga þar sem eftirlitsmyndavélar hafa verið settar upp. Fréttablaðið/Anton brink Á fimmtudag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að eftirlitsmyndavélar yrðu settar upp í afskekktum hverfum og útjöðrum borgarinnar. Þegar hafa Garðabær, Seltjarnarnes, Árborg og fleiri sveitarfélög farið þessa leið til að reyna að stemma stigu við afbrotum. Eru slíkar myndavélar þá settar upp í samstarfi við lögreglu sem hefur aðgang að upptökunum. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi segir að tillagan hafi verið lögð fram eftir kynningarfund með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en gerir ráð fyrir að þetta verði tilraunaverkefni. „Íbúar í sumum hverfum hafa verið að kalla eftir eftirlitsmyndavélum. Í fyrra var þetta ein af þeim hugmyndum sem íbúar í Grafarvogi gáfu flest atkvæði í kosningu Betri Reykjavíkur,“ segir Marta. Annað hverfi sem Marta nefnir í þessu samhengi er Skerjafjörðurinn. „Íbúar þar hafa verið að skoða leiðir til að koma slíku kerfi upp sjálfir en rekist á veggi, meðal annars vegna persónuverndarsjónarmiða. Vitaskuld er það eðlilegra að þetta sé unnið í samstarfi við lögreglu og neyðarlínu líkt og annars staðar,“ segir hún. Að sögn Mörtu hafa myndavélarnar gefið góða raun hingað til. „Bæði hafa myndavélar fælingarmátt og geta hjálpað til við að upplýsa afbrot. Þetta eru öryggistæki líkt og til dæmis hraðamyndavélar. Hugmyndin er ekki sú að fylgjast með borgarbúum,“ segir Marta.Dóra Björt guðjónsdóttir oddviti Pírata. Fréttablaðið/Anton.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist mótfallin tillögunni, sem var frestað í borgarráði. „Notkun á eftirlitsmyndavélum skapar frekar ímynd öryggis en raunverulegt öryggi,“ segir Dóra og vísar í tölfræði erlendis, til dæmis í Lundúnum þar sem hlutfall myndavéla er ein á hverja tuttugu íbúa. „Þetta hefur einnig í för með sér að hinn almenni borgari fer að upplifa sig sem hugsanlegt skotmark þeirra sem vilja fylgja öllum reglum með stálhnefa á meðan raunverulegir glæpir færast út fyrir sjónarsvið myndavélanna.“ Telur hún ekki ríka ástæðu til þess að taka þessi tilteknu hverfi sérstaklega fyrir. Ef efla þurfi öryggi sé betri leið að stytta svartíma lögreglunnar. Í þeim tilvikum þar sem myndavélar eru verði að vera takmarkað aðgengi að upptökum. „Heilt á litið er ég ekki hrifin af því að skapa eftirlitssamfélag,“ segir Dóra. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Á fimmtudag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að eftirlitsmyndavélar yrðu settar upp í afskekktum hverfum og útjöðrum borgarinnar. Þegar hafa Garðabær, Seltjarnarnes, Árborg og fleiri sveitarfélög farið þessa leið til að reyna að stemma stigu við afbrotum. Eru slíkar myndavélar þá settar upp í samstarfi við lögreglu sem hefur aðgang að upptökunum. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi segir að tillagan hafi verið lögð fram eftir kynningarfund með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en gerir ráð fyrir að þetta verði tilraunaverkefni. „Íbúar í sumum hverfum hafa verið að kalla eftir eftirlitsmyndavélum. Í fyrra var þetta ein af þeim hugmyndum sem íbúar í Grafarvogi gáfu flest atkvæði í kosningu Betri Reykjavíkur,“ segir Marta. Annað hverfi sem Marta nefnir í þessu samhengi er Skerjafjörðurinn. „Íbúar þar hafa verið að skoða leiðir til að koma slíku kerfi upp sjálfir en rekist á veggi, meðal annars vegna persónuverndarsjónarmiða. Vitaskuld er það eðlilegra að þetta sé unnið í samstarfi við lögreglu og neyðarlínu líkt og annars staðar,“ segir hún. Að sögn Mörtu hafa myndavélarnar gefið góða raun hingað til. „Bæði hafa myndavélar fælingarmátt og geta hjálpað til við að upplýsa afbrot. Þetta eru öryggistæki líkt og til dæmis hraðamyndavélar. Hugmyndin er ekki sú að fylgjast með borgarbúum,“ segir Marta.Dóra Björt guðjónsdóttir oddviti Pírata. Fréttablaðið/Anton.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist mótfallin tillögunni, sem var frestað í borgarráði. „Notkun á eftirlitsmyndavélum skapar frekar ímynd öryggis en raunverulegt öryggi,“ segir Dóra og vísar í tölfræði erlendis, til dæmis í Lundúnum þar sem hlutfall myndavéla er ein á hverja tuttugu íbúa. „Þetta hefur einnig í för með sér að hinn almenni borgari fer að upplifa sig sem hugsanlegt skotmark þeirra sem vilja fylgja öllum reglum með stálhnefa á meðan raunverulegir glæpir færast út fyrir sjónarsvið myndavélanna.“ Telur hún ekki ríka ástæðu til þess að taka þessi tilteknu hverfi sérstaklega fyrir. Ef efla þurfi öryggi sé betri leið að stytta svartíma lögreglunnar. Í þeim tilvikum þar sem myndavélar eru verði að vera takmarkað aðgengi að upptökum. „Heilt á litið er ég ekki hrifin af því að skapa eftirlitssamfélag,“ segir Dóra.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira