Vilja fá myndavélar í afskekkt borgarhverfi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. ágúst 2019 08:30 Seltjarnarnes, Garðabær og Árborg eru meðal þeirra sveitarfélaga þar sem eftirlitsmyndavélar hafa verið settar upp. Fréttablaðið/Anton brink Á fimmtudag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að eftirlitsmyndavélar yrðu settar upp í afskekktum hverfum og útjöðrum borgarinnar. Þegar hafa Garðabær, Seltjarnarnes, Árborg og fleiri sveitarfélög farið þessa leið til að reyna að stemma stigu við afbrotum. Eru slíkar myndavélar þá settar upp í samstarfi við lögreglu sem hefur aðgang að upptökunum. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi segir að tillagan hafi verið lögð fram eftir kynningarfund með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en gerir ráð fyrir að þetta verði tilraunaverkefni. „Íbúar í sumum hverfum hafa verið að kalla eftir eftirlitsmyndavélum. Í fyrra var þetta ein af þeim hugmyndum sem íbúar í Grafarvogi gáfu flest atkvæði í kosningu Betri Reykjavíkur,“ segir Marta. Annað hverfi sem Marta nefnir í þessu samhengi er Skerjafjörðurinn. „Íbúar þar hafa verið að skoða leiðir til að koma slíku kerfi upp sjálfir en rekist á veggi, meðal annars vegna persónuverndarsjónarmiða. Vitaskuld er það eðlilegra að þetta sé unnið í samstarfi við lögreglu og neyðarlínu líkt og annars staðar,“ segir hún. Að sögn Mörtu hafa myndavélarnar gefið góða raun hingað til. „Bæði hafa myndavélar fælingarmátt og geta hjálpað til við að upplýsa afbrot. Þetta eru öryggistæki líkt og til dæmis hraðamyndavélar. Hugmyndin er ekki sú að fylgjast með borgarbúum,“ segir Marta.Dóra Björt guðjónsdóttir oddviti Pírata. Fréttablaðið/Anton.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist mótfallin tillögunni, sem var frestað í borgarráði. „Notkun á eftirlitsmyndavélum skapar frekar ímynd öryggis en raunverulegt öryggi,“ segir Dóra og vísar í tölfræði erlendis, til dæmis í Lundúnum þar sem hlutfall myndavéla er ein á hverja tuttugu íbúa. „Þetta hefur einnig í för með sér að hinn almenni borgari fer að upplifa sig sem hugsanlegt skotmark þeirra sem vilja fylgja öllum reglum með stálhnefa á meðan raunverulegir glæpir færast út fyrir sjónarsvið myndavélanna.“ Telur hún ekki ríka ástæðu til þess að taka þessi tilteknu hverfi sérstaklega fyrir. Ef efla þurfi öryggi sé betri leið að stytta svartíma lögreglunnar. Í þeim tilvikum þar sem myndavélar eru verði að vera takmarkað aðgengi að upptökum. „Heilt á litið er ég ekki hrifin af því að skapa eftirlitssamfélag,“ segir Dóra. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Á fimmtudag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að eftirlitsmyndavélar yrðu settar upp í afskekktum hverfum og útjöðrum borgarinnar. Þegar hafa Garðabær, Seltjarnarnes, Árborg og fleiri sveitarfélög farið þessa leið til að reyna að stemma stigu við afbrotum. Eru slíkar myndavélar þá settar upp í samstarfi við lögreglu sem hefur aðgang að upptökunum. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi segir að tillagan hafi verið lögð fram eftir kynningarfund með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en gerir ráð fyrir að þetta verði tilraunaverkefni. „Íbúar í sumum hverfum hafa verið að kalla eftir eftirlitsmyndavélum. Í fyrra var þetta ein af þeim hugmyndum sem íbúar í Grafarvogi gáfu flest atkvæði í kosningu Betri Reykjavíkur,“ segir Marta. Annað hverfi sem Marta nefnir í þessu samhengi er Skerjafjörðurinn. „Íbúar þar hafa verið að skoða leiðir til að koma slíku kerfi upp sjálfir en rekist á veggi, meðal annars vegna persónuverndarsjónarmiða. Vitaskuld er það eðlilegra að þetta sé unnið í samstarfi við lögreglu og neyðarlínu líkt og annars staðar,“ segir hún. Að sögn Mörtu hafa myndavélarnar gefið góða raun hingað til. „Bæði hafa myndavélar fælingarmátt og geta hjálpað til við að upplýsa afbrot. Þetta eru öryggistæki líkt og til dæmis hraðamyndavélar. Hugmyndin er ekki sú að fylgjast með borgarbúum,“ segir Marta.Dóra Björt guðjónsdóttir oddviti Pírata. Fréttablaðið/Anton.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist mótfallin tillögunni, sem var frestað í borgarráði. „Notkun á eftirlitsmyndavélum skapar frekar ímynd öryggis en raunverulegt öryggi,“ segir Dóra og vísar í tölfræði erlendis, til dæmis í Lundúnum þar sem hlutfall myndavéla er ein á hverja tuttugu íbúa. „Þetta hefur einnig í för með sér að hinn almenni borgari fer að upplifa sig sem hugsanlegt skotmark þeirra sem vilja fylgja öllum reglum með stálhnefa á meðan raunverulegir glæpir færast út fyrir sjónarsvið myndavélanna.“ Telur hún ekki ríka ástæðu til þess að taka þessi tilteknu hverfi sérstaklega fyrir. Ef efla þurfi öryggi sé betri leið að stytta svartíma lögreglunnar. Í þeim tilvikum þar sem myndavélar eru verði að vera takmarkað aðgengi að upptökum. „Heilt á litið er ég ekki hrifin af því að skapa eftirlitssamfélag,“ segir Dóra.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent