Lögreglumaður í vanda eftir að hafa logið til um leyniskyttu Andri Eysteinsson skrifar 25. ágúst 2019 19:33 Frá aðgerðum lögreglu í Kalíforníu 2016. Getty/Anadolu Agency Lögreglumaður hjá lögreglunni í Los Angeles sýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum á yfir höfði sér ákæru eftir að í ljós kom að frásögn hans um að hafa verið skotinn af leyniskyttu við lögreglustöð í borginni Lancaster hafi verið uppspuni frá rótum. AP greinir frá. Hinn 21 árs gamli Angel Reinosa, bað um aðstoð samstarfsfélaga sinna í gegnum talstöðvarkerfi lögreglunnar síðasta miðvikudag. Reinosa sagði félögum sínum að hann hafi verið skotinn á meðan hann gekk út í bíl sinn við stöðina. Lögreglan var með mikinn viðbúnað eftir tilkynninguna, lokaði götum og sérsveit gekk í nærliggjandi hús og leitaði að leyniskyttunni.Ótrúleg heppni og skortur á ummerkjum Í fyrstu var talið að skothelt vesti sem Reinosa klæddist hafi bjargað lífi hans en þó hafi önnur byssukúla hruflað öxl hans. Í yfirlýsingu embættisins daginn eftir atvikið var greint frá því að kúla hafi hæft Reinosa efst í öxlina, eyðilagt skyrtu hans án þess að hafa valdið áverkum á húð hans. Athygli vakti þó að engar kúlur fundust á vettvangi og þá þótti heppni Reinosa vera grunsamleg. Rannsókn fór af stað og nú hefur Reinosa viðurkennt að hafa skáldað frásögn sína og notað hníf til þess að skera göt í skyrtuna sína. Reinosa hefur verið rekinn úr starfi og á yfir höfði sér ákæru vegna lyganna. Hann hefur ekki útskýrt hvað hann ætlaði sér með lygunum. Reinosa starfaði hjá embættinu í rúmt ár og hafði verið staðsettur í borginni Lancaster, norður af Los Angeles síðan í maíRýmdu hús og stöðvuðu lestir í leitinni Eins og áður sagði var viðbúnaður lögreglu mikill. Sérsveitir ruddust inn í hús í leit að leyniskyttunni. Hús voru rýmd og íbúum var gert að forðast svæðið í kringum stöðina. Einnig var þyrla notuð við leitina. Þá var áætlunarferðum lesta frestað á meðan að aðgerðir lögreglu stóðu yfir. Leit að leyniskyttunni stóð yfir fram á næsta dag en þá lýsti lögregla eftir honum.Úr útsendingu vestri frá aðgerðum lögreglu.AP/KABC-TV Bandaríkin Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Lögreglumaður hjá lögreglunni í Los Angeles sýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum á yfir höfði sér ákæru eftir að í ljós kom að frásögn hans um að hafa verið skotinn af leyniskyttu við lögreglustöð í borginni Lancaster hafi verið uppspuni frá rótum. AP greinir frá. Hinn 21 árs gamli Angel Reinosa, bað um aðstoð samstarfsfélaga sinna í gegnum talstöðvarkerfi lögreglunnar síðasta miðvikudag. Reinosa sagði félögum sínum að hann hafi verið skotinn á meðan hann gekk út í bíl sinn við stöðina. Lögreglan var með mikinn viðbúnað eftir tilkynninguna, lokaði götum og sérsveit gekk í nærliggjandi hús og leitaði að leyniskyttunni.Ótrúleg heppni og skortur á ummerkjum Í fyrstu var talið að skothelt vesti sem Reinosa klæddist hafi bjargað lífi hans en þó hafi önnur byssukúla hruflað öxl hans. Í yfirlýsingu embættisins daginn eftir atvikið var greint frá því að kúla hafi hæft Reinosa efst í öxlina, eyðilagt skyrtu hans án þess að hafa valdið áverkum á húð hans. Athygli vakti þó að engar kúlur fundust á vettvangi og þá þótti heppni Reinosa vera grunsamleg. Rannsókn fór af stað og nú hefur Reinosa viðurkennt að hafa skáldað frásögn sína og notað hníf til þess að skera göt í skyrtuna sína. Reinosa hefur verið rekinn úr starfi og á yfir höfði sér ákæru vegna lyganna. Hann hefur ekki útskýrt hvað hann ætlaði sér með lygunum. Reinosa starfaði hjá embættinu í rúmt ár og hafði verið staðsettur í borginni Lancaster, norður af Los Angeles síðan í maíRýmdu hús og stöðvuðu lestir í leitinni Eins og áður sagði var viðbúnaður lögreglu mikill. Sérsveitir ruddust inn í hús í leit að leyniskyttunni. Hús voru rýmd og íbúum var gert að forðast svæðið í kringum stöðina. Einnig var þyrla notuð við leitina. Þá var áætlunarferðum lesta frestað á meðan að aðgerðir lögreglu stóðu yfir. Leit að leyniskyttunni stóð yfir fram á næsta dag en þá lýsti lögregla eftir honum.Úr útsendingu vestri frá aðgerðum lögreglu.AP/KABC-TV
Bandaríkin Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira