Á biðlista eru 1328 börn Valgerður Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2019 10:17 Í síðustu viku sendi Reykjavíkurborg út fréttatilkynningu þar sem skýrt var frá því að búið væri að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum borgarinnar og 96% í leikskólum. Staða mönnunarmála er því að mati Reykjavíkurborgar góð. Þrátt fyrir þá „góðu stöðu“ sem uppi er í mönnunarmálum að mati borgarinnar er ljóst að ekki fá öll börn þá þjónustu sem foreldrar þeirra hafa óskað eftir en nú á enn eftir að ráða í 230 stöðugildi hjá skóla- og frístundasviði. Þá er óljóst hvort að hægt sé að taka inn öll þau börn á leikskóla sem hefur verið boðið pláss þar sem ekki hefur tekist að manna allar stöður. Biðlisti inn á frístundaheimili telur 1328 börn sem er óásættanleg staða. Því þarf að hafa hraðar hendur til þess að klára ráðningar þannig að biðlistum sé eytt. Enda eru foreldrar ungra barna ekki með mikið svigrúm til þess að brúa óvænt bil sem getur myndast þegar börn þeirra fá ekki þá þjónustu sem sótt hefur verið um hjá sveitarfélaginu.Sama sagan ár eftir ár Það er ekki boðlegt að þessi staða komi upp ár eftir ár. Við verðum að reyna að breyta ferlinu til batnaðar. Lausnin að mínu mati gæti falist í því að bjóða sem flestu starfsfólki frístundaheimila 100% starfshlutfall. En hvernig?Tilraun til að leysa þennan árlegan vanda Hægt væri að samþætta starfsemi skóla- og frístundaheimila mun meira en nú er gert svo unnt sé að ráða fólk sem sinnir 100% vinnu. Þannig væri hægt bjóða starfsfólki að flakka á milli skóla og frístundaheimila yfir vetrarmánuðina. Starfsfólkinu yrði síðan boðið starf á frístundaheimilum á sumrin þar sem nú þegar eru frístundaheimili með heilsdagsopnum á sumrin. Ef sem flest starfsfólk frístundaheimila hefði 100% vinnu allt árið um kring hjá Reykjavíkurborg ætti starfsmannavelta að minnka. Þar með vonandi gætum við bundið enda á þetta árlega vandamál sem veldur töluverðum vandræðum hjá fjölda fjölskyldna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku sendi Reykjavíkurborg út fréttatilkynningu þar sem skýrt var frá því að búið væri að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum borgarinnar og 96% í leikskólum. Staða mönnunarmála er því að mati Reykjavíkurborgar góð. Þrátt fyrir þá „góðu stöðu“ sem uppi er í mönnunarmálum að mati borgarinnar er ljóst að ekki fá öll börn þá þjónustu sem foreldrar þeirra hafa óskað eftir en nú á enn eftir að ráða í 230 stöðugildi hjá skóla- og frístundasviði. Þá er óljóst hvort að hægt sé að taka inn öll þau börn á leikskóla sem hefur verið boðið pláss þar sem ekki hefur tekist að manna allar stöður. Biðlisti inn á frístundaheimili telur 1328 börn sem er óásættanleg staða. Því þarf að hafa hraðar hendur til þess að klára ráðningar þannig að biðlistum sé eytt. Enda eru foreldrar ungra barna ekki með mikið svigrúm til þess að brúa óvænt bil sem getur myndast þegar börn þeirra fá ekki þá þjónustu sem sótt hefur verið um hjá sveitarfélaginu.Sama sagan ár eftir ár Það er ekki boðlegt að þessi staða komi upp ár eftir ár. Við verðum að reyna að breyta ferlinu til batnaðar. Lausnin að mínu mati gæti falist í því að bjóða sem flestu starfsfólki frístundaheimila 100% starfshlutfall. En hvernig?Tilraun til að leysa þennan árlegan vanda Hægt væri að samþætta starfsemi skóla- og frístundaheimila mun meira en nú er gert svo unnt sé að ráða fólk sem sinnir 100% vinnu. Þannig væri hægt bjóða starfsfólki að flakka á milli skóla og frístundaheimila yfir vetrarmánuðina. Starfsfólkinu yrði síðan boðið starf á frístundaheimilum á sumrin þar sem nú þegar eru frístundaheimili með heilsdagsopnum á sumrin. Ef sem flest starfsfólk frístundaheimila hefði 100% vinnu allt árið um kring hjá Reykjavíkurborg ætti starfsmannavelta að minnka. Þar með vonandi gætum við bundið enda á þetta árlega vandamál sem veldur töluverðum vandræðum hjá fjölda fjölskyldna.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar