Innlent

Líkur á hellidembum um mest allt land síðdegis

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það gæti orðið blautt í dag.
Það gæti orðið blautt í dag. Getty/ArtMarie
Í dag stefnir í frekar hægan vind og vætu um mest allt land. Svöl norðaustlæg átt verður á Vestfjörðum og rigning eða súld, en breytileg átt annars staðar og skúrir, einkum síðdegis.

Hiti verður 8 til 14 stig yfir daginn, hlýjast austanlands. Líkur eru á að það komi hellidembur úr skúrunum seinni partinn og á það við um mest allt landið, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Útlit er fyrir svipað veður á morgun, en kólnar í veðri fyrir austan og hlýjast verður um S-vert landið. Einnig bætir heldur í norðaustanáttina um vestanvert landið.

Á föstudag spáir norðlægri átt og rigningu víða um land, en þó þurrt suðvestanlands.

Veðurhorfur á landinu

Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s með morgninum, hvassast NV-til, en bætir heldur í vindinn um landið V-vert á morgun. Víða rigning eða skúrir, einkum síðdegis. Hiti 5 til 15 stig, mildast NA-lands í dag, en S-til á morgun.



Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Norðan og norðaustan 5-13 m/s og dálítil rigning, en stöku skúrir suðvestanvert. Hiti 3 til 14 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á laugardag:

Norðan 5-10 m/s og skýjað með köflum, en dálítil væta nyrst á landinu og stöku skúrir við Suðurströndina. Hiti 2 til 11 stig, hlýjast suðvestantil.

Á sunnudag:

Vestlæg átt og þurrt og bjart veður, en lítilsháttar rigning norðvestantil. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast sunnanlands.

Á mánudag:

Suðaustan og dálítli rigning syðst á landinu, annars þurrt. Hiti víða 5 til 10 stig.

Á þriðjudag:

Útlit fyrir austlæga átt og dálitla rigningu en þurrt norðanlands. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast suðvestantil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×