Skortur á heimilislæknum á landsbyggðinni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. ágúst 2019 12:30 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Fréttablaðið/Ernir Skortur er á heimilislæknum, sér í lagi á landsbyggðinni. Heilbrigðisráðherra segir að bregðast þurfi við mönnunarvanda til að hægt sé að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í kerfinu. Starfshópar voru stofnaðir á fundi ríkisstjórnarinnar í gær til að bregðast við starfsmannaeklu í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðisráðherra segir alvarlegan skort hafi verið á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum á Landspítalanum. Staðan er einnig slæm á landsbyggðinni. „Síðan eru það heilsugæslulæknar og það bítur einna helst úti á landi en auðvitað er það verkefni sem setja þarf betur í forgrunn þ.e.a.s. að fjölga menntuðum heimilislæknum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Margir heimilislæknar komast á aldur á næstu árum og því þarf að bregðast við vandanum strax. „Við erum í átaki í þeim efnum en við sjáum að það eru allmargir heimilislæknar sem komast á aldur á næstu árum. Við þurfum að gera enn betur og ekki síst ef við ætlum að efla stöðu heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustað í kerfinu þá þarf þar að vera mjög góð og öflug mönnun,“ sagði Svandís. Einhverjar hugmyndir til að efla mönnun? „Já það eru mjög margar tillögur og hugmyndir til og þær lúta að öllu frá því að styðja við kjarasamninga og það er umræða sem stendur yfir núna á vegum fjármálaráðherra sem er samninganefnd ríkisins. Svo er það auðvitað mjög mörg önnur mál sem hægt er að bæta, til dæmis almennt starfsumhverfi og möguleika til starfsþróunar og teymisvinna. Að það sé gaman í vinnunni það skiptir mjög miklu máli að það sé áhugavert og spennand að starfa í heilbrigðisþjónustu,“ sagði Svandís. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stofna starfshópa til að bregðast við starfsmannaeklu Starfshópar voru stofnaðir á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun til að bregðast við starfsmannaeklu í heilbrigðiskerfinu. 28. ágúst 2019 19:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Skortur er á heimilislæknum, sér í lagi á landsbyggðinni. Heilbrigðisráðherra segir að bregðast þurfi við mönnunarvanda til að hægt sé að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í kerfinu. Starfshópar voru stofnaðir á fundi ríkisstjórnarinnar í gær til að bregðast við starfsmannaeklu í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðisráðherra segir alvarlegan skort hafi verið á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum á Landspítalanum. Staðan er einnig slæm á landsbyggðinni. „Síðan eru það heilsugæslulæknar og það bítur einna helst úti á landi en auðvitað er það verkefni sem setja þarf betur í forgrunn þ.e.a.s. að fjölga menntuðum heimilislæknum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Margir heimilislæknar komast á aldur á næstu árum og því þarf að bregðast við vandanum strax. „Við erum í átaki í þeim efnum en við sjáum að það eru allmargir heimilislæknar sem komast á aldur á næstu árum. Við þurfum að gera enn betur og ekki síst ef við ætlum að efla stöðu heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustað í kerfinu þá þarf þar að vera mjög góð og öflug mönnun,“ sagði Svandís. Einhverjar hugmyndir til að efla mönnun? „Já það eru mjög margar tillögur og hugmyndir til og þær lúta að öllu frá því að styðja við kjarasamninga og það er umræða sem stendur yfir núna á vegum fjármálaráðherra sem er samninganefnd ríkisins. Svo er það auðvitað mjög mörg önnur mál sem hægt er að bæta, til dæmis almennt starfsumhverfi og möguleika til starfsþróunar og teymisvinna. Að það sé gaman í vinnunni það skiptir mjög miklu máli að það sé áhugavert og spennand að starfa í heilbrigðisþjónustu,“ sagði Svandís.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stofna starfshópa til að bregðast við starfsmannaeklu Starfshópar voru stofnaðir á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun til að bregðast við starfsmannaeklu í heilbrigðiskerfinu. 28. ágúst 2019 19:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Stofna starfshópa til að bregðast við starfsmannaeklu Starfshópar voru stofnaðir á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun til að bregðast við starfsmannaeklu í heilbrigðiskerfinu. 28. ágúst 2019 19:30