Sprengjuflugvél mátaði sig við Keflavíkurflugvöll Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2019 11:25 B-2 Spirit of Mississippi lendir en í bakgrunni má sjá 767 vél United Airlines. Eggert Norðdahl Bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-2 Spirit staldraði við á Keflavíkurflugvelli í gær. Vélin flaug frá Fairford, austur af landamærum Wales og Englands í suðri, en flugið tók um tvær og hálfa klukkustund. Eftir að hafa verið í Keflavík í tæpar tvær klukkustundir var vélinni flogið aftur til Fairford. Vélin sem er nefnd Spirit of Mississippi getur flogið þúsundir mílna án þess að taka eldsneyti en með æfingafluginu í gær er helst verið að framkvæma lendingu á Keflavíkurflugvelli og máta sig við flugvöllinn. Svipað var uppi á teningnum í fyrra þegar B-52 sprengjuflugvél lenti á Keflavíkurflugvöll. Um leið var verið að afhjúpa minnisvarða um að þá voru 75 ár liðin frá því að bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-24D Liberator fórst á Fagradalsfjalli á Reykjanesi þann 3. maí 1943. Eggert Norðdahl flugáhugamaður með meiru var staddur suður með sjó í gær þegar B-2 vélin lenti og náði mögnuðum myndum af vélinni við komuna. Fleiri myndir Eggerts má sjá hér.Glöggir lesendur veita því athygli að á myndinni að ofan má sjá 767 vél United Airlines í bakgrunni. Um er að ræða vél sem bandaríska flugfélagið þurfti að senda til Íslands í stað 757 vélarinnar sem bilaði skömmu eftir brottför frá Keflavíkurflugvelli á mánudag. Má leiða að því líkum að stærri vél hafi verið send vegna fjölda farþega sem þurfti að fljúga með í gær vegna frestunarinnar á mánudag. 21 flugvél af gerðinni B-2 var framleidd á árunum 1987 til 2000. Þær voru hannaðar til að fljúga með kjarnorkuvopn og eiga ekki að sjást á ratsjám. Þremur mun hafa verið flogið frá Bandaríkjunum og til Bretlands á þriðjudag. Þær hafa verið við æfingaflug í gær og þeirra á meðal sú sem lenti í Keflavík. Bandaríkin Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-2 Spirit staldraði við á Keflavíkurflugvelli í gær. Vélin flaug frá Fairford, austur af landamærum Wales og Englands í suðri, en flugið tók um tvær og hálfa klukkustund. Eftir að hafa verið í Keflavík í tæpar tvær klukkustundir var vélinni flogið aftur til Fairford. Vélin sem er nefnd Spirit of Mississippi getur flogið þúsundir mílna án þess að taka eldsneyti en með æfingafluginu í gær er helst verið að framkvæma lendingu á Keflavíkurflugvelli og máta sig við flugvöllinn. Svipað var uppi á teningnum í fyrra þegar B-52 sprengjuflugvél lenti á Keflavíkurflugvöll. Um leið var verið að afhjúpa minnisvarða um að þá voru 75 ár liðin frá því að bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-24D Liberator fórst á Fagradalsfjalli á Reykjanesi þann 3. maí 1943. Eggert Norðdahl flugáhugamaður með meiru var staddur suður með sjó í gær þegar B-2 vélin lenti og náði mögnuðum myndum af vélinni við komuna. Fleiri myndir Eggerts má sjá hér.Glöggir lesendur veita því athygli að á myndinni að ofan má sjá 767 vél United Airlines í bakgrunni. Um er að ræða vél sem bandaríska flugfélagið þurfti að senda til Íslands í stað 757 vélarinnar sem bilaði skömmu eftir brottför frá Keflavíkurflugvelli á mánudag. Má leiða að því líkum að stærri vél hafi verið send vegna fjölda farþega sem þurfti að fljúga með í gær vegna frestunarinnar á mánudag. 21 flugvél af gerðinni B-2 var framleidd á árunum 1987 til 2000. Þær voru hannaðar til að fljúga með kjarnorkuvopn og eiga ekki að sjást á ratsjám. Þremur mun hafa verið flogið frá Bandaríkjunum og til Bretlands á þriðjudag. Þær hafa verið við æfingaflug í gær og þeirra á meðal sú sem lenti í Keflavík.
Bandaríkin Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira