Miley Cyrus og Liam Hemsworth hafa skilið við hvort annað eftir minna en árs langt hjónaband.
Talsmaður söngkonunnar sagði á laugardag að parið hafi ákveðið að best væri fyrir þau að taka sér „pásu“ á meðan þau einbeita sér að sjálfum sér og ferlunum.
Miley Cyrus er þekktust fyrir tónlist sína en hún hefur einnig leikið í bæði myndum og þáttum. Liam Hemsworth er leikari en parið kynntist við tökur á myndinni The Last Song. Þau hafa verið í slitróttu sambandi síðasta áratuginn.
Parið gekk í hjónaband í desember síðast liðnum.
Talsmaður Cyrus sagði að parið myndu áfram vera „góðir og einlægir foreldrar allra dýranna sem þau eiga.“ Þau óska eftir því að friðhelgi þeirra verði virt.
