Hann sagði ríkið þurfa að hætta að skrímslavæða fólk.

Sjá einnig: Richard Gere færði flóttafólki birgðir eftir viku kyrrsetu
Matteo Salvini, varaforsætisráðherra Ítalíu, svaraði Gere og sagði hann eiga að taka flóttamennina 160 aftur til Hollywood.
Gere, sem heimsótti Open Arms skipið til að sýna stuðning sinn, tók þátt í blaðamannafundi á ítölsku eyjunni Lampedusa og krafðist þess að flóttafólkið fengi að stíga á land. Hann líkti Salvini, sem er bæði aðstoðarforsætisráðherra og innanríkisráðherra og hefur ítrekað komið í veg fyrir að flóttamannaskip leggist að landi á Ítalíu, við Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir innflytjendastefnu sína.

„Þetta þarf að stöðva alls staðar á plánetunni eins og skot. Og þetta mun staðna ef við segjum stopp,“ bætti hann við.
Það tók Salvini ekki langan tíma að svara: „Við þökkum þessum gjafmilda milljónamæringi sem hefur áhyggjur af örlögum flóttafólksins á Open Arms: hann getur tekið allt fólkið á bátnum aftur til Hollywood á einkaþotunni sinni og leift þeim að vera í öllum einbýlishúsunum sínum. Takk fyrir Richard!“ sagði hann í yfirlýsingu.
Salvini hefur komið á hömlum á að góðgerðar- og björgunarbátar flytji flóttafólk sem hefur verið bjargað á sjó til Ítalíu.