Að fara heim Lára G. Sigurðardóttir skrifar 12. ágúst 2019 10:00 Ung stúlka fylltist ótta þegar hún tók eftir hve hendur ömmu hennar skulfu þar sem hún lagði á borð. „Amma, ertu að deyja?“ spurði hún með titrandi röddu en amman hafði gengið henni í móðurstað. Amma svaraði blíðlega: „Nei elskan mín, ég er ekki tilbúin að fara heim.“ Sagan er atburður úr lífi kennara sem ég sótti nýverið tíma hjá og vakti mig til umhugsunar. Getur verið að við séum gestir á jörð? Getur verið að hið raunverulega heimili okkar sé annað en við sjáum oft fyrir okkur? Þó við leigjum eða eigum húsnæði sem við köllum heima þá er það tímabundið. Eru okkar sönnu heimkynni í annarri vídd? George E. Vaillant sem er geðlæknir og prófessor við Harvard segir æðri mátt (spirituality) snúast um tilfinningar og félagsleg tengsl – að láta sér meira annt um mannsandann eða sálina heldur en veraldlega eða líkamlega hluti. Æðri máttur þarf ekki að vera yfirnáttúrulegt fyrirbæri heldur býr æðri máttur innra með hverju okkar. Þegar oxýtósín og endorfín slá taktinn í limbíska kerfi heilans finnum við djúpan tilgang með tilverunni. Jákvæðar tilfinningar eins og ást, umhyggja, gleði, fyrirgefning og þakklæti eru sem eldsneyti fyrir upplifun æðri máttar. Charles Darwin sagði jákvæðar tilfinningar frelsa okkur úr fjötrunum „ég og mitt“. Það gildir einu hvort æðri máttur sé hormónaspil í heilanum eða tilvist sem skilvit okkar eiga erfitt með að nema, þá er útkoman sú sama. Að trúa á æðri mátt hefur jákvæð áhrif á heilsu okkar. Trúandi því að æðri máttur sé hluti af tilveru okkar gerir í mínum huga dauðann bærilegri og þegar manns tími kemur að fara heim þá er gott að trúa að þar bíði manns kærleiksríkt heimili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ung stúlka fylltist ótta þegar hún tók eftir hve hendur ömmu hennar skulfu þar sem hún lagði á borð. „Amma, ertu að deyja?“ spurði hún með titrandi röddu en amman hafði gengið henni í móðurstað. Amma svaraði blíðlega: „Nei elskan mín, ég er ekki tilbúin að fara heim.“ Sagan er atburður úr lífi kennara sem ég sótti nýverið tíma hjá og vakti mig til umhugsunar. Getur verið að við séum gestir á jörð? Getur verið að hið raunverulega heimili okkar sé annað en við sjáum oft fyrir okkur? Þó við leigjum eða eigum húsnæði sem við köllum heima þá er það tímabundið. Eru okkar sönnu heimkynni í annarri vídd? George E. Vaillant sem er geðlæknir og prófessor við Harvard segir æðri mátt (spirituality) snúast um tilfinningar og félagsleg tengsl – að láta sér meira annt um mannsandann eða sálina heldur en veraldlega eða líkamlega hluti. Æðri máttur þarf ekki að vera yfirnáttúrulegt fyrirbæri heldur býr æðri máttur innra með hverju okkar. Þegar oxýtósín og endorfín slá taktinn í limbíska kerfi heilans finnum við djúpan tilgang með tilverunni. Jákvæðar tilfinningar eins og ást, umhyggja, gleði, fyrirgefning og þakklæti eru sem eldsneyti fyrir upplifun æðri máttar. Charles Darwin sagði jákvæðar tilfinningar frelsa okkur úr fjötrunum „ég og mitt“. Það gildir einu hvort æðri máttur sé hormónaspil í heilanum eða tilvist sem skilvit okkar eiga erfitt með að nema, þá er útkoman sú sama. Að trúa á æðri mátt hefur jákvæð áhrif á heilsu okkar. Trúandi því að æðri máttur sé hluti af tilveru okkar gerir í mínum huga dauðann bærilegri og þegar manns tími kemur að fara heim þá er gott að trúa að þar bíði manns kærleiksríkt heimili.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun