Áhætta að útbúa íslenskt bókunarkerfi Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. ágúst 2019 06:00 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála. Ráðherra ferðamála segir að vakin hafi verið athygli á möguleika á að setja upp séríslenskt bókunarkerfi til þess að losna undan hárri söluþóknun sem fyrirtæki í ferðaþjónustu greiða erlendum bókunarsíðum fyrir bókanir ferðamanna í gegnum síðurnar. Til dæmis er áætlað að söluþóknanir bókunarrisans Booking.com vegna sölu gistingar á Íslandi nemi að minnsta kosti fimm milljörðum á ári miðað við 15 prósenta þóknun af heildarkostnaði gistingar. Þórdís segir þó að því fylgi talsverð áhætta að ætla að markaðssetja slíkt bókunarkerfi með tilætluðum árangri. „Það getur verið þungbært fyrir lítil fyrirtæki að treysta á utanaðkomandi síður til að sinna bókunum fyrir sig á sama tíma og það getur verið ein mikilvægasta aðferð þeirra til að koma þjónustu sinni á framfæri gagnvart ferðamönnum og ákveðnum mörkuðum. Þegar skoðaður er rekstur fyrirtækja í greininni má sjá að mörg þeirra eru að greiða hátt hlutfall til þessa,“ útskýrir Þórdís og segir eðlilegast að ef uppsetning á íslenskri bókunarþjónustu kæmi til frekari skoðunar ættu Samtök ferðaþjónustunnar að leiða þá vinnu, þ.e. greinin sjálf. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að hugmyndum um stofnun slíks bókunarkerfis hafi verið velt upp í viðleitni til þess að minnka hversu háð íslensk fyrirtæki í greininni eru erlendum bókunarsíðum. Nauðsynlegt sé að leggjast í greiningu á því hvað stofnun slíks kerfis fæli í sér. „Ég held að þetta sé hægt. Hins vegar eru stóru bókunarsíðurnar eins og Booking.com með markaðsráðandi stöðu á heimsvísu. Það er verðugt umræðuefni að hve miklu leyti íslensk fyrirtæki í greininni væru til í að draga úr framboði á stóru síðunum og inn í svona kerfi. Ég held að þetta sé þess virði að skoða betur, en það er mörgum spurningum ósvarað.“Sjá einnig: Hótelstjórum stillt upp við vegg Ferðamálastofa sendi í júlí ábendingu til Samkeppniseftirlitsins um starfsemi Booking.com. Telur Ferðamálastofa álitamál hvort skilmálar fyrirtækisins standist samkeppnislög þar sem þeir feli mögulega í sér íþyngjandi skilyrði fyrir viðskiptavini þess og hindri þar með eðlilega samkeppni. Ferðamálastofa segir að margt bendi til þess að markaðshlutdeild Booking.com hafi náð yfir 50 prósentum á umræddum markaði og á þeirri forsendu sé líklegt að fyrirtækið teljist hafa markaðsráðandi stöðu hérlendis. Jóhannes segir samtal á milli Samtaka ferðaþjónustunnar og norrænna og evrópskra systursamtaka á hótel- og veitingamarkaði um ýmis atriði varðandi skilmála erlendu bókunarþjónustanna. „Sum þessara atriða hafa komið fyrir dómstóla en þau mál hafa ekki unnist. Okkar hlutverk er að tryggja hagsmuni fyrirtækjanna gagnvart þessari markaðsráðandi stöðu síðnanna. Þá er mikilvægt að vel sé fylgst með þeim reglum sem gilda innan EES og á Íslandi. Þetta eru miklir hagsmunir. Það og aðrar lausnir, eins og að búa til fleiri kanala þar sem hægt er að bóka til dæmis gistingu, þetta þarf allt að vinnast saman.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hótelstjórum stillt upp við vegg Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals. 8. ágúst 2019 06:15 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Sjá meira
Ráðherra ferðamála segir að vakin hafi verið athygli á möguleika á að setja upp séríslenskt bókunarkerfi til þess að losna undan hárri söluþóknun sem fyrirtæki í ferðaþjónustu greiða erlendum bókunarsíðum fyrir bókanir ferðamanna í gegnum síðurnar. Til dæmis er áætlað að söluþóknanir bókunarrisans Booking.com vegna sölu gistingar á Íslandi nemi að minnsta kosti fimm milljörðum á ári miðað við 15 prósenta þóknun af heildarkostnaði gistingar. Þórdís segir þó að því fylgi talsverð áhætta að ætla að markaðssetja slíkt bókunarkerfi með tilætluðum árangri. „Það getur verið þungbært fyrir lítil fyrirtæki að treysta á utanaðkomandi síður til að sinna bókunum fyrir sig á sama tíma og það getur verið ein mikilvægasta aðferð þeirra til að koma þjónustu sinni á framfæri gagnvart ferðamönnum og ákveðnum mörkuðum. Þegar skoðaður er rekstur fyrirtækja í greininni má sjá að mörg þeirra eru að greiða hátt hlutfall til þessa,“ útskýrir Þórdís og segir eðlilegast að ef uppsetning á íslenskri bókunarþjónustu kæmi til frekari skoðunar ættu Samtök ferðaþjónustunnar að leiða þá vinnu, þ.e. greinin sjálf. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að hugmyndum um stofnun slíks bókunarkerfis hafi verið velt upp í viðleitni til þess að minnka hversu háð íslensk fyrirtæki í greininni eru erlendum bókunarsíðum. Nauðsynlegt sé að leggjast í greiningu á því hvað stofnun slíks kerfis fæli í sér. „Ég held að þetta sé hægt. Hins vegar eru stóru bókunarsíðurnar eins og Booking.com með markaðsráðandi stöðu á heimsvísu. Það er verðugt umræðuefni að hve miklu leyti íslensk fyrirtæki í greininni væru til í að draga úr framboði á stóru síðunum og inn í svona kerfi. Ég held að þetta sé þess virði að skoða betur, en það er mörgum spurningum ósvarað.“Sjá einnig: Hótelstjórum stillt upp við vegg Ferðamálastofa sendi í júlí ábendingu til Samkeppniseftirlitsins um starfsemi Booking.com. Telur Ferðamálastofa álitamál hvort skilmálar fyrirtækisins standist samkeppnislög þar sem þeir feli mögulega í sér íþyngjandi skilyrði fyrir viðskiptavini þess og hindri þar með eðlilega samkeppni. Ferðamálastofa segir að margt bendi til þess að markaðshlutdeild Booking.com hafi náð yfir 50 prósentum á umræddum markaði og á þeirri forsendu sé líklegt að fyrirtækið teljist hafa markaðsráðandi stöðu hérlendis. Jóhannes segir samtal á milli Samtaka ferðaþjónustunnar og norrænna og evrópskra systursamtaka á hótel- og veitingamarkaði um ýmis atriði varðandi skilmála erlendu bókunarþjónustanna. „Sum þessara atriða hafa komið fyrir dómstóla en þau mál hafa ekki unnist. Okkar hlutverk er að tryggja hagsmuni fyrirtækjanna gagnvart þessari markaðsráðandi stöðu síðnanna. Þá er mikilvægt að vel sé fylgst með þeim reglum sem gilda innan EES og á Íslandi. Þetta eru miklir hagsmunir. Það og aðrar lausnir, eins og að búa til fleiri kanala þar sem hægt er að bóka til dæmis gistingu, þetta þarf allt að vinnast saman.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hótelstjórum stillt upp við vegg Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals. 8. ágúst 2019 06:15 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Sjá meira
Hótelstjórum stillt upp við vegg Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals. 8. ágúst 2019 06:15