Konurnar slógust í WNBA-deildinni um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2019 12:00 Brittney Griner missti algjörlega stjórn á skapi sínu. Getty/Christian Petersen Harka er farin að færast í leikinn í kvennaboltanum í Bandaríkjunum. Sex leikmenn voru reknir út úr húsi í leik Phoenix Mercury og Dallas Wings í WNBA-deildinni í körfubolta um helgina. Það sauð upp úr í kvennakörfuboltaleik í Talking Stick Resort Arena í Phoenix um helgina. Leikmaðurinn sem lék sér að því að troða ítrekað í stjörnuleiknum á dögunum lét skapið hlaupa með sig í gönur í leiknum eftir að hafa látið kappsaman nýliða pirra sig. Umrædd troðslukona Brittney Griner hljóp á eftir nýliðanum Kristine Anigwe í liði Dallas og allt varð vitlaust í framhaldinu.Scuffle in WNBA game results in six ejections. https://t.co/ootcTAHXP1 — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 11, 2019Slagsmálin urðu þegar 6:23 mínútur voru eftir af leiknum og Phoenix Mercury var 71-68 yfir. Einn dómarinn kom í veg fyrir að þetta færi enn verr þegar hann hélt Brittney Griner en eins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan þá var það ekki auðvelt verk. Dómarnir sátu lengi yfir myndbrotum úr sjónvarpsvélunum og ákváðu síðan að reka sex leikmenn út úr húsi. Griner og Anigwe voru auðvitað rekin út úr húsi enda upphafskonur að öllu saman en fjórir aðrir leikmenn fylgdu í kjölfarið eða þær Diana Taurasi og Briann January hjá Phoenix og þær Kayla Thornton og Kaela Davis úr liði Dallas. Diana Taurasi var ekki að spila leikinn en hljóp inn á völlinn þegar slagsmálin hófust. „Ég hljóp inn á völlinn til að koma í veg fyrir að það yrði ráðist á liðsfélaga minn. Griner var slegin í andlitið og svo stökk einhver upp á bakið á henni og sló hana ítrekað. Ég myndi fara inná í 100 skipti af hundrað mögulegum,“ sagði Diana Taurasi. „Leiðinlegt með þessi slagsmál. Þau hjálpuðu hvorugu liðinu en svona hlutir gerast,“ sagði Brian Agler, þjálfari Dallas Wings liðsins eftir leik. Dallas snéri við leiknum eftir slagsmálin og vann hann 80-77. NBA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Harka er farin að færast í leikinn í kvennaboltanum í Bandaríkjunum. Sex leikmenn voru reknir út úr húsi í leik Phoenix Mercury og Dallas Wings í WNBA-deildinni í körfubolta um helgina. Það sauð upp úr í kvennakörfuboltaleik í Talking Stick Resort Arena í Phoenix um helgina. Leikmaðurinn sem lék sér að því að troða ítrekað í stjörnuleiknum á dögunum lét skapið hlaupa með sig í gönur í leiknum eftir að hafa látið kappsaman nýliða pirra sig. Umrædd troðslukona Brittney Griner hljóp á eftir nýliðanum Kristine Anigwe í liði Dallas og allt varð vitlaust í framhaldinu.Scuffle in WNBA game results in six ejections. https://t.co/ootcTAHXP1 — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 11, 2019Slagsmálin urðu þegar 6:23 mínútur voru eftir af leiknum og Phoenix Mercury var 71-68 yfir. Einn dómarinn kom í veg fyrir að þetta færi enn verr þegar hann hélt Brittney Griner en eins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan þá var það ekki auðvelt verk. Dómarnir sátu lengi yfir myndbrotum úr sjónvarpsvélunum og ákváðu síðan að reka sex leikmenn út úr húsi. Griner og Anigwe voru auðvitað rekin út úr húsi enda upphafskonur að öllu saman en fjórir aðrir leikmenn fylgdu í kjölfarið eða þær Diana Taurasi og Briann January hjá Phoenix og þær Kayla Thornton og Kaela Davis úr liði Dallas. Diana Taurasi var ekki að spila leikinn en hljóp inn á völlinn þegar slagsmálin hófust. „Ég hljóp inn á völlinn til að koma í veg fyrir að það yrði ráðist á liðsfélaga minn. Griner var slegin í andlitið og svo stökk einhver upp á bakið á henni og sló hana ítrekað. Ég myndi fara inná í 100 skipti af hundrað mögulegum,“ sagði Diana Taurasi. „Leiðinlegt með þessi slagsmál. Þau hjálpuðu hvorugu liðinu en svona hlutir gerast,“ sagði Brian Agler, þjálfari Dallas Wings liðsins eftir leik. Dallas snéri við leiknum eftir slagsmálin og vann hann 80-77.
NBA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira