Konurnar slógust í WNBA-deildinni um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2019 12:00 Brittney Griner missti algjörlega stjórn á skapi sínu. Getty/Christian Petersen Harka er farin að færast í leikinn í kvennaboltanum í Bandaríkjunum. Sex leikmenn voru reknir út úr húsi í leik Phoenix Mercury og Dallas Wings í WNBA-deildinni í körfubolta um helgina. Það sauð upp úr í kvennakörfuboltaleik í Talking Stick Resort Arena í Phoenix um helgina. Leikmaðurinn sem lék sér að því að troða ítrekað í stjörnuleiknum á dögunum lét skapið hlaupa með sig í gönur í leiknum eftir að hafa látið kappsaman nýliða pirra sig. Umrædd troðslukona Brittney Griner hljóp á eftir nýliðanum Kristine Anigwe í liði Dallas og allt varð vitlaust í framhaldinu.Scuffle in WNBA game results in six ejections. https://t.co/ootcTAHXP1 — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 11, 2019Slagsmálin urðu þegar 6:23 mínútur voru eftir af leiknum og Phoenix Mercury var 71-68 yfir. Einn dómarinn kom í veg fyrir að þetta færi enn verr þegar hann hélt Brittney Griner en eins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan þá var það ekki auðvelt verk. Dómarnir sátu lengi yfir myndbrotum úr sjónvarpsvélunum og ákváðu síðan að reka sex leikmenn út úr húsi. Griner og Anigwe voru auðvitað rekin út úr húsi enda upphafskonur að öllu saman en fjórir aðrir leikmenn fylgdu í kjölfarið eða þær Diana Taurasi og Briann January hjá Phoenix og þær Kayla Thornton og Kaela Davis úr liði Dallas. Diana Taurasi var ekki að spila leikinn en hljóp inn á völlinn þegar slagsmálin hófust. „Ég hljóp inn á völlinn til að koma í veg fyrir að það yrði ráðist á liðsfélaga minn. Griner var slegin í andlitið og svo stökk einhver upp á bakið á henni og sló hana ítrekað. Ég myndi fara inná í 100 skipti af hundrað mögulegum,“ sagði Diana Taurasi. „Leiðinlegt með þessi slagsmál. Þau hjálpuðu hvorugu liðinu en svona hlutir gerast,“ sagði Brian Agler, þjálfari Dallas Wings liðsins eftir leik. Dallas snéri við leiknum eftir slagsmálin og vann hann 80-77. NBA Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Sjá meira
Harka er farin að færast í leikinn í kvennaboltanum í Bandaríkjunum. Sex leikmenn voru reknir út úr húsi í leik Phoenix Mercury og Dallas Wings í WNBA-deildinni í körfubolta um helgina. Það sauð upp úr í kvennakörfuboltaleik í Talking Stick Resort Arena í Phoenix um helgina. Leikmaðurinn sem lék sér að því að troða ítrekað í stjörnuleiknum á dögunum lét skapið hlaupa með sig í gönur í leiknum eftir að hafa látið kappsaman nýliða pirra sig. Umrædd troðslukona Brittney Griner hljóp á eftir nýliðanum Kristine Anigwe í liði Dallas og allt varð vitlaust í framhaldinu.Scuffle in WNBA game results in six ejections. https://t.co/ootcTAHXP1 — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 11, 2019Slagsmálin urðu þegar 6:23 mínútur voru eftir af leiknum og Phoenix Mercury var 71-68 yfir. Einn dómarinn kom í veg fyrir að þetta færi enn verr þegar hann hélt Brittney Griner en eins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan þá var það ekki auðvelt verk. Dómarnir sátu lengi yfir myndbrotum úr sjónvarpsvélunum og ákváðu síðan að reka sex leikmenn út úr húsi. Griner og Anigwe voru auðvitað rekin út úr húsi enda upphafskonur að öllu saman en fjórir aðrir leikmenn fylgdu í kjölfarið eða þær Diana Taurasi og Briann January hjá Phoenix og þær Kayla Thornton og Kaela Davis úr liði Dallas. Diana Taurasi var ekki að spila leikinn en hljóp inn á völlinn þegar slagsmálin hófust. „Ég hljóp inn á völlinn til að koma í veg fyrir að það yrði ráðist á liðsfélaga minn. Griner var slegin í andlitið og svo stökk einhver upp á bakið á henni og sló hana ítrekað. Ég myndi fara inná í 100 skipti af hundrað mögulegum,“ sagði Diana Taurasi. „Leiðinlegt með þessi slagsmál. Þau hjálpuðu hvorugu liðinu en svona hlutir gerast,“ sagði Brian Agler, þjálfari Dallas Wings liðsins eftir leik. Dallas snéri við leiknum eftir slagsmálin og vann hann 80-77.
NBA Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Sjá meira