Pepsi Max mörkin: „Óíþróttamannslegt hjá Castillion“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 10:30 Geoffrey Castillion verður ekki með Fylki í næsta leik vísir/daníel Geoffrey Castillion gerði sig sekan um óíþróttamannslegt athæfi að mati sérfræðinga Pepsi Max markanna þegar hann nældi sér viljandi í gult spjald í leik Fylkis og Grindavíkur. Castillion sparkaði boltanum viljandi í burtu eftir að búið var að dæma aukaspyrnu á hann, hegðun sem verðskuldar gult spjald samkvæmd knattspyrnureglunum og því fékk hann gult. Fyrir þennan leik var Castillion á þremur gulum spjöldum. Eitt spjald í viðbót og hann færi í bann fyrir uppsöfnuð spjöld. Castillion er á láni hjá Fylki frá FH. Næsti leikur Fylkis er gegn FH og því hefði Castillion ekki mátt spila þann leik. Það var því ekki annað hægt en að túlka aðgerðir framherjans í gær öðruvísi en svo að hann hafi viljandi náð sér í gult spjald til þess að þurrka út gulu spjöldin og taka leikbannið út í leik sem hann hefði aldrei spilað hvort sem er. Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var spurður út í þetta eftir leik í gærkvöld og sagði við Vísi að ekkert hafi verið á bakvið spjaldið. „Nei, ekki neitt, enda skammaði ég hann fyrir þetta,“ sagði Helgi. Fyrirliði Fylkis, Ólafur Ingi Skúlason, hafði hins vegar aðra sögu að segja við Fótbolta.net. „Það var vitað að hann myndi ekki geta spilað næsta leik og það er gott að taka út leikbann á sama tíma,“ sagði Ólafur.Klippa: Pepsi Max mörkin: Óíþróttamannslegt hjá Castillion Pepsi Max mörk karla ræddu þetta atvik í þætti gærkvöldsins á Stöð 2 Sport og voru sérfræðingar þáttarins ósammála um málið. „Hvað með það?“ spurði Þorkell Máni Pétursson, annar sérfræðinga þáttarins, þegar málið var tekið fyrir. „Það er óíþróttamannslegt,“ svaraði Atli Viðar Björnsson, hinn sérfræðingurinn í settinu í gær. „Hann er að hafa rangt við með því að ná sér í gult spjald þar sem hann má ekki spila þennan leik,“ bætti Atli við. Það er ekki lengra síðan en nú í vor þegar mál af þessu tagi kom upp í alþjóðafótboltanum þegar Sergio Ramos var dæmdur sekur um að hafa viljandi náð sér í gult spjald í Meistaradeild Evrópu. Ramos fékk auka leik í bann fyrir athæfið. „Ég held að ef við værum að þjálfa Fylkisliðið þá hefðum við allir lagt það sama til,“ sagði Máni. „Það eru ekki neinar skráðar reglur um að þetta megi ekki.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Geoffrey Castillion gerði sig sekan um óíþróttamannslegt athæfi að mati sérfræðinga Pepsi Max markanna þegar hann nældi sér viljandi í gult spjald í leik Fylkis og Grindavíkur. Castillion sparkaði boltanum viljandi í burtu eftir að búið var að dæma aukaspyrnu á hann, hegðun sem verðskuldar gult spjald samkvæmd knattspyrnureglunum og því fékk hann gult. Fyrir þennan leik var Castillion á þremur gulum spjöldum. Eitt spjald í viðbót og hann færi í bann fyrir uppsöfnuð spjöld. Castillion er á láni hjá Fylki frá FH. Næsti leikur Fylkis er gegn FH og því hefði Castillion ekki mátt spila þann leik. Það var því ekki annað hægt en að túlka aðgerðir framherjans í gær öðruvísi en svo að hann hafi viljandi náð sér í gult spjald til þess að þurrka út gulu spjöldin og taka leikbannið út í leik sem hann hefði aldrei spilað hvort sem er. Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var spurður út í þetta eftir leik í gærkvöld og sagði við Vísi að ekkert hafi verið á bakvið spjaldið. „Nei, ekki neitt, enda skammaði ég hann fyrir þetta,“ sagði Helgi. Fyrirliði Fylkis, Ólafur Ingi Skúlason, hafði hins vegar aðra sögu að segja við Fótbolta.net. „Það var vitað að hann myndi ekki geta spilað næsta leik og það er gott að taka út leikbann á sama tíma,“ sagði Ólafur.Klippa: Pepsi Max mörkin: Óíþróttamannslegt hjá Castillion Pepsi Max mörk karla ræddu þetta atvik í þætti gærkvöldsins á Stöð 2 Sport og voru sérfræðingar þáttarins ósammála um málið. „Hvað með það?“ spurði Þorkell Máni Pétursson, annar sérfræðinga þáttarins, þegar málið var tekið fyrir. „Það er óíþróttamannslegt,“ svaraði Atli Viðar Björnsson, hinn sérfræðingurinn í settinu í gær. „Hann er að hafa rangt við með því að ná sér í gult spjald þar sem hann má ekki spila þennan leik,“ bætti Atli við. Það er ekki lengra síðan en nú í vor þegar mál af þessu tagi kom upp í alþjóðafótboltanum þegar Sergio Ramos var dæmdur sekur um að hafa viljandi náð sér í gult spjald í Meistaradeild Evrópu. Ramos fékk auka leik í bann fyrir athæfið. „Ég held að ef við værum að þjálfa Fylkisliðið þá hefðum við allir lagt það sama til,“ sagði Máni. „Það eru ekki neinar skráðar reglur um að þetta megi ekki.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira